Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 54
52
að mála eins og hann sjálfur. Seinna búa þeir van Gogh
og Gauguin saman og vinna saman um tveggja mánaða
skeið í Arles. Van Gogh vinnur hvíldarlaust, ýmist í vinnu-
stofu, sinni eða undir berum himni og lýkur við margar
myndir, þar á meðal nokkrar frægar andlitsmyndir. Stór-
borgarlífið verður taugum hans ofraun og stöðugar sam-
vistir við listbræður hans hvetja hann meira en hann þol-
ir. Þetta er veturinn 1888. Hann þráir hið bjarta sólskin
Suðurlanda og fer fyrirvaralaust til Arles, fornrar borg-
ar í Provence, sem er hérað í Suður-Frakklandi, en lætur
sér nægja að skilja eftir bréf til bróður síns. Hann ætlar
að ferðast um, en úr því verður ekkart, heldur leigir hann
herbergi í Arles með fagurri útsýn yfir gamalt rómverskt
hlið og fornar víggirðingar. Nú er hann búinn að ná full-
um þroska að tækni, og aldrei er atorkan meiri, enda ger-
ir hann fagnandi og í uppnámi margar frægustu myndir
sínar, meðan hann dvelst í Arles. Hann hefur liti og línur
algerlega á valdi sínu og er jafnvígur á mannamyndir og
landslagsmyndir. Það er varla hægt að gera sér grein fyr-
ir þeim starfsvilja, sem knýr hann áfram þessi ár, tvö
síðustu árin. Flestar myndir sínar og nærri allar þær
frægustu gerir hann á ótrúlega skömmum tíma. Hann
lifir óbrotnu lífi og veitir sér engan annan óþarfa en að
reykja.
Van Gogh unnir sér naumast hvíldar frá störfum frá
vinnu sinni og er einn um hugðarefni sín, unz Gauguin,
málarinn, sem hann hafði hitt í París, kemur til hans.
Gauguin er fimm árum eldri en hann og að flestu leyti
ólíkur maður, en eigi að síður eiga þeir þó um ýmislegt
sammerkt, að því er snertir viðhorf til listarinnar og lífs-
ins. Gauguin varð listmálari eftir óvenjulegri krókaleið,
eins og van Gogh, en hafði áður verið víxilkaupmaður.
Hann helgar sig allan listköllun sinni, yfirgefur konu sína
og börn og lendir í ýmsum erfiðleikum. Þráin eftir birtu