Unga Ísland - 01.12.1949, Page 56
54
ugu og að því er honum finnst ögrandi návist félaga síns.
Hann missir alla stjórn á geðsmunum sínum og ræðst á
vin sinn kvöld eitt í brjálæði með opinn rakhníf í hend-
inni. Gauguin getur varið sig, en á eftir sker van Gogh af
sér annað eyrað. Þegar æðiskastið er um garð gengið,
sofnar hann örmagna, en er síðan fluttur á sjúkrahús og
þaðan nokkru síðar á geðveikrahæli í grennd við Arles.
Þar er honum leyft að vera úti í garðinum og mála. Hann
gerir andlitsmyndir af lækni sínum og málar eftir mynd-
um Rembrandts og teikningum Delacroix, en þó að hon-
um líði vel, sé nokkuð frjáls ferða sinna og andleg og
líkamleg heilsa hans fari batnandi, fýsir hann að komast
á brott og fer með samþykki læknanna norður eftir. Theó
bróðir hans veitir honum alla þá hjálp, er hann má, eins
og ævinlega, og stingur upp á því að Vincent skuli fara
til Auvers-sur-Oise og dveljast þar hjá Gachet lækni og í
umsjá hans. Á betra verður ekki kosið, því að Gachet er
ekki aðeins þaulreyndur læknir, heldur safnar einnig mál-
verkum og þekkir auk þess marga fræga málara. Hjá
honum á van Gógh samúð og skilningi að mæta. Hann
sezt að í hinum fagra dal og málar landslagsmyndir og
einnig andlitsmyndir af lækninum og dóttur hans. En hin
ákjósanlegustu skilyrði geta ekki unnið bug á eyðingar-
öflunum 1 skapgerð hans. Hann fær annað geðveikiskast,
og 27. júlí 1890 skýtur hann sig í brjóstið. Tveim dögum
seinna deyr hann af sárinu. Bróðir hans lifir aðeins hálft
ár eftir það. Hann deyr 1 janúar árið 1891. Grafir þeirra
bræðra eru hlið við hlið í Auvers-sur-Oise.
Nú er rétt að líta sem snöggvast á fáein af málverkum
þessa einkennilega manns. Að öllum málverkum sínum
og teikningum vann hann með sama ákafanum. Hann
segir sjálfur, að hann reyni að segja í myndum sínum eitt-
hvað hughreystandi eins og tónlist er hughreystandi. „Á