Unga Ísland - 01.12.1949, Page 58
56
hann framan við málaratrönurnar sínar. Höfuðið er skýrt
myndað — hárið stuttklippt og ljóst, skeggið rautt, höfuð-
kúpan þykk, nefið breitt, augun djúpstæð, grænleit og
starandi á hann sjálfan; vinnujakkinn blár og litaspjald-
ið flekkótt en enginn litur á því, Hvílíkt tjáningarvald!
Með því að gera samsetningu málverksins eins einfalda
og mögulegt er, með því að nota aðeins þrjá liti, blátt
gult og rautt, sýnir hann skapgerð sína með öllu magni
hennar.
Á hinn bóginn sýnir konumyndin, sem hann málaði í
París, nokkru meiri áhrif frá impressionistum, og fleiri,
smáatriði eru á henni, eins og borð í kaffihúsi, bjórglas
og stóll í baksýn, en öll athyglin beinist þó að konunni
sjálfri. Hún átti kaffihús, sem listmálarar vöndu komur
sínar til og sýndu í myndir sínar. Litirnir í konumynd-
inni eru alveg frábrugðnir litunum í sjálfsmyndinni, hlý-
legur brúnn litur, rauður og grænn fara vel við dökkt
hár og hörundslit þessarar þunglyndu konu.
Sama gildir um málverkið af bláu írísunum í gula pott-
inum. Þar notar hann aðeins tvo liti, bláan og gulan, en
fáein blöð eru græn, þrátt fyrir það, og svo styrkir hann
gula litinn með því að hafa grunninn líka gulan. Þannig
leggur hann svo mikla áherzlu á blómin sjálf, að það er
engu líkara en honum hafi tekizt að sýna innsta eðli
þeirra. Okkur finnst, að þessar írísur séu eins og írísur
eigi í raun og veru að vera, skínandi bláar og margbreyti-
legar að lögun. Það, sem gerir það að verkum, að slík
mynd virðist hafa tekizt með afbrigðum, er að hún, dauð-
ur hluturinn, miðlar okkur af lífsafli sínu.
Þegar van Gogh var búinn að mála málverkið „Skrúð-
garður í blóma“, skrifaði hann Theó bróður sínum: „Ég
hef verið að mála undanfarið úti undir beru lofti í garði
ljósrauðan nýplægðan völl, reyrgirðingu, tvö róslituð fíkju-
tré og bláhvítan himin í baksýn. Ef til vill beztu lands-