Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 60
58
þvottakonur í treyjum og með marglitar húfur ... mynd
þar sem jörðin er rauðgul, grasið grænt og himinninn
vatnsblár.“
Hér er einnig birt ein af teikningum van Goghs til þess
að sýna hvers hann var megnugur með línum án lita,
„Seglbátar hjá St. Maries“, sem er lítið sjávarþorp ná-
lægt Arles. Dvaldist hann þar í júní árið 1888. Teikning-
in er eiginlega frumdrættir að málverki og hann gerði
fleiri en eitt effir henni, vegna þess að honum féll eftir-
myndin svo vel í geð. Honum farast þannig orð í bréfi til
til bróður síns: „Loks hef ég séð Miðjarðarhafið ... Ég
dvaldist eina viku í St. Maries og ók þangað í póstvagni
um Camargue. Þar eru vínekrur, lyngheiðar og flatlendi
eins og í Hollandi. Á marflatri sandströndinni í St. Maries
eru litlir bátar, grænir, rauðir, bláir, snotrir að lögun og
litirnir minna mig á blóm. Einn maður getur auðveldlega
siglt þeim, en það er aldrei farið á þeim langt til hafs.
Þeir láta úr höfn, þegar logn er, en verða að snúa til
lands strax og fer að kula. Með þessari póstferð sendi ég
þér teikningar frá St. Maries. Um leið og ég var að fara
árla morguns, teiknaði ég bátana.“ Við getum auðvitað
ekki greint að bátarnir líkist blómum, af því að litinn
vantar, en van Gogh tókst að gera ströndina og bátana
ljóslifandi fyrir okkur.
Sama máli gegnir um myndina „Akur og kýprusvið-
ur“, sem hann gerði meðan hann var á geðveikrahælinu.
Á þeirri mynd er allt á hreyfingu, og hún er einkenni-
lega áhrifamikil fyrir þær sakir, að svo virðist sem það
sé einn og hinn sami stormur, sem skekið hefur lista-
manninn og bærir kornið á akrinum og tréð. Kornið, lim-
gerðið, skýin og tréð virðast blakta eins og eldslogar af
krafti sjálfs sín, en ekki af völdum storms.
Hversdagslegir hlutir vekja athygli van Goghs, ef ekki
landslag og blóm. Hann segir svo sjálfur 1 bréfi: „Að þessu