Unga Ísland - 01.12.1949, Page 61
59
sinni er það einungis svefnherbergið mitt. Á þeirri mynd
er allt komið undir litnum. Hann á að setja með einfaldleik
sínum þyngri svip á hlutina í herberginu og gefa þannig til
kynna hvíld og frið. Með öðrum orðum ætti huga, en þó
einkum ímyndunaraflinu, að vera hvíld að horfa á mynd-
ina. Veggirnir eru dauffjólubláir, gólfið úr rauðum tígul-
steinum, viðurinn í stólunum og rúminu smjörgulur, kodd-
inn og rekkjuvoðirnar sítrónugular með örlítið grænleit-
um blæ, ábreiðan ljósrauð, glugginn grænn, snyrtiborðið
rauðgult, þvottaskálin blá og hurðin ljósrauð. Það er allt
og sumt, engum hlut á myndinni er lokað með hurðum.
Þungar línurnar í húsgögnunum eiga einnig að bera með
sér hvíld og frið. Myndir á veggnum, spegill, handklæði
og föt. Af því að ekkert er hvítt í myndinni á ramminn að
vera hvítur.“ Lýsingin á myndinni er nákvæmlega það,
sem fyrir listamanninum vakti, er hann byrjaði að mála
hana. Enn fremur sýnir hún hið tómlega og erfiða líf
listamannsins. Þrek og þolinmæði bóndans og ákefð trú-
boðans tvinnar hann saman í verkum sínum. Hann vekur
í okkur bergmál, sem torvelt er að lýsa. Hann hristir af
okkur sjálfsánægjuna og kennir okkur að sjá hina eilífu
fegurð lífsins og einnig skelfingar þess.