Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 62
Geoífrey Trease:
Langar þig til að verða rithöfundur?
Flestar greinar, sem skrifaðar eru um þjálfun og und-
irbúning æskufólks undir ævistarf, eru látnar heita: Leið-
in til að verða ... En ég hætti mér ekki út á þá braut
að nota slíka nafngift. Hún gefur í skyn, að greinin skýri
frá öruggri leið til árangurs, en ef einhver slík leið er
til, þekki ég hana ekki.
Hægt er að setja ákveðnar reglur um undirbúning sumra
starfsgreina, jafnvel á sviðum listanna. Væntanleg dans-
mær æfir sig sízt af minna kappi en drengur, sem ætlar
að verða skrifstofumaður, söngnám og leiknám krefst mik-
illar og stöðugrar þjálfunar með leiðbeiningum kunnáttu-
manna, en þeir einir, sem hyggjast verða rithöfundar, hafa
engar ákveðnar undirbúningsreglur til að styðjast við.
Fyrir þessar sakir hef ég oft komizt í vandræði, þegar
drengir og stúlkur, sem ég hef hitt á fyrirlestrarferðum
mínum 1 skólum, hafa sagt við mig: „Mig langar til að
verða rithöfundur, en hvernig á ég að byrja? Hvernig á
ég að fara að því að komast upp á lag með að skrifa?“
Og hver er aðferðin? Hvernig byrjaði ég sjálfur? Ég get
aðeins sagt við þau: „Haltu áfram að þrá að verða rithöf-
undur. Þráðu það heitara og heitara. Og með því að „þrá“,
á ég ekki aðeins við að „óska“, og ég á ekki heldur við
ævintýralega dagdrauma um skáldalaun, óhóf og frægð,
sem stuðlar að því, að menn geri sér falskar hugmyndir
um bókmenntaleg afrek. Að „þrá“ knýr til að „reyna“ og