Unga Ísland - 01.12.1949, Page 68
66
hafði ég skrifað dagbók. Minnisbókina skildi ég aldrei við
mig. Ég get með hægu móti rifjað upp hvernig Oxford
kom mér fyrir sjónir, er ég var 19 ára, því að ég skrif-
aði það hjá mér. Svo að ég nefni aðeins dæmi hef ég í
minnisbókinni minni stutta lýsingu á bláma hafsins, þeg-
ar komið er út úr Suezskurðinum við Port Suez, nokkur
orð um hina þægilegu svalakennd, sem grípur mann, þeg-
ar hann um sumardag fer sokkalaus í létta morgunskó,
frásögn um það, hvernig fólkið í Warwickshire talar um
að taka „vagninn til Birmigum“ og auðvitað fjölmargt
fleira.
Slíka minnisbók skaltu eiga og ekki treysta um of á
minnið. Rithöfundur hlýtur að viða að sér efni úr daglegu
lífi, eins og það er og þegar andinn kemur yfir hann, al-
veg á sama hátt og málarinn eða myndhöggvarinn rissar
upp sér til minnis ýmislegt smávegis, sem hann hyggst
síðar nota. Ef þú hefur þessa aðferð, getur þú, er þú sezt
niður og ætlað að fara að skrifa, valið úr öllum forða þín-
um af hugdettum og lýsingum á stöðum og atvikum, sem
þú átt geymdan í bók þinni, auk þess, sem þér kemur í
hug á stundinni. Slík minnisbók kemur í góðar þarfir,
þegar þú hugsar andvarpandi: Ef mér nú aðeins dytti eitt-
hvað í hug!
Ég á í minnisbók minni frumdrög að sögulegri skáld-
sögu. Hugmyndina fékk ég 30. nóvember árið 1941 og skrif-
aði hana niður í minnisbók mína. Ég byrjaði ekki að skrifa
bókina fyrr en í september árið 1945, lauk því verki í
desember sama ár, en bókin kom út í júlí 1947. Ég skrif-
aði bókina, meðan ég var í herþjónustu 1 Indlandi og lifði
í huganum þessa mánuði heima á Englandi á sautjándu
öld, en samtímis hripaði ég niður hjá mér á hverjum degi
minnisgreinar um það, sem fyrir augun bar, ekki þó með
það fyrir augum að skrifa bók um Indland, heldur af
gömlum og rótgrónum vana. Nú er ég á hinn bóginn að