Unga Ísland - 01.12.1949, Qupperneq 73
71
ina; þau rifu í sig og rásuðu um grundina, veltu sér og
hristu og gripu svo grasið aftur með sama ákafanum.
Tveir vaxnir sveinar gættu hrossanna. Þeir voru vaktir
tveim stundum fyrir rismál, til þess að gæta hesta ferða-
mannanna.
Nú voru Skagfirðingarnir loksins komnir, og til þess
höfðu sveinarnir hlakkað allt vorið. Þeim gekk vel að
vakna til þessa verks, og það lá vel á þeim við hlaupin
kringum hrossin. Þeir tóku vandlega eftir þeim öllum og
brugðu sér á bak öðru hvoru.
En sum hrossin voru ótamin og sum bráðstygg; þau
voru rásgjörnust og bágrækust, á þeim náðu þeir engri
hefnd, fyrst þau urðu ekki beizluð.
Þó var eitt hrossið allra kvikast og óróast, það var auð-
séð strokið 1 því. Alltaf sótti það vestur að ánni, sem belj-
aði straumhörð og jökulgrá norður dalinn. Hún var ekki
árennileg, en svo virtist þeim samt, drengjunum, sem hún
mundi ekki hika við hana, ef hún fengi ráðrúm til þess,
fölrauða hryssan, glófexta með stjörnuna í enninu.
,,Hún er samt fallegasta hrossið. Hana vildi ég helzt eiga,
þó að hún sé óþæg“, sagði eldri sveinninn.
„Það finnst mér líka“, sagði sá yngri. „Ætli það sé hún,
sem pabbi á að fá?“
„Ég vildi bara, að það væri svo----------. Annars væri
gaman að eiga peninga sjálfur, til þess að kaupa hana. Hún
verður góð, það skal ég ábyrgjast. Sko, hvernig hún flýg-
ur á undan!“
„Hún verður það. Pabbi kaupir hana, það er ómögulegt
annað“. Og svo störðu þeir báðir á Stjörnu, þar sem hún
hljóp reist, með flaksandi faxið á undan tryppunum upp
grundina og til þeirra hestanna, sem bitu í næði í mónum
og slakkanum ofan við.
Um hádegið voru hrossasalarnir komnir á fætur, og að
loknum snæðingi fóru þeir og allir karlmenn af bænum til