Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 74
72
hestanna. Þetta var frelsisdagur vinnumannanna á Brekku,
og lengi höfðu þeir þráð hann.
„Hvert hrossið ætlarðu mér nú, Þorkell minn?“ sagði
bóndinn og gætti vandlega að hópnum.
„Þú mátt velja úr,-----en hugsað hef ég að bjóða þér
þessa stjörnóttu, — til þess keypti ég hana“.
„Ótamin, — er ekki svo?“
„Því sem nær, — bandvön. Ég hef komið henni tvisvar
eða þrisvar á bak, spölkorn á þessari ferð. Hún bregzt ekki,
en gott eldi þarf hún að fá“.
„Grennluleg er hún. Hefur sjálfsagt orðið horuð 1 vor“.
„Þetta er fylsuga; hún kastaði um sumarmálin; það var
vanið undir aðra hryssu, þegar ég loksips náði að festa
kaup á henni. Af því kyni bregzt ekkert hross“.
„Og verðið?“
„Hún kostar 28 spesíur. Þú færð hana fyrir sama verð
og ég keypti hana“.
„Dýr þykir mér hún; 25 er fullnóg fyrir ótamda fylsugu
sex vetra gamla. Eða sagðirðu ekki svo?“
„Jú, hún er það áreiðanlega. Mér hafa verið boðnar 30;
en þú færð hana fyrir 28, eins og ég er búinn að segja.
Annars máttu velja úr hópnum“.
Svo tóku þeir Stjörnu, og bóndinn söðlaði hana. Að því
búnu riðu þeir Þorkell báðir suður yfir grundina. Eftir
sprettinn keypti bóndinn þá stjörnóttu fyrir 28 spesíur,
og þá var drengjunum hans glatt 1 geði.
„En strokgjörn býst ég við að hún verði; gættu vel að,
meðan hún er að venjast hrossum og högum“, sagði Þor-
kell og strauk hálsinn á Stjörnu: „Ég vildi að þér lánað-
ist hún eins vel og Skagi gamli, gæðin skal ég ábyrgjast“.
„Áin tefur fyrir henni, hugsa ég, og svo mun eitthvað
verða gætt að henni að öðru leyti“.
Skömmu síðar bjuggust Skagfirðingar brott. Þeir fóru
frá Brekku laust fyrir miðaftan.