Unga Ísland - 01.12.1949, Side 75
73
Heimahrossin og Stjarna voru byrgð inni í húsi, meðan
þeir voru að komast í hvarf. Þegar komið var að húsinu,
heyrðist öskrið til hestanna og undirgangurinn dunaði. Þar
var allt í uppnámi, Stjarna barðist við gömlu Kinnu, svo
glumdi í skeifunum og gnast í grjótveggjunum. Flestir
hestarnir ömuðu henni, en Stjarna hopaði hvergi og var
bæði mjúkleikin og harðvíg.
Næstu viku voru öll hrossin höfð í höftum, en Stjarna
sárnaði illa undan því, hún kunni ekki að hoppa eins og
hin, þau vönu.
Á sunnudagsmorguninn voru hrossin rekin heim og rétt-
uð; þá bjuggust menn til messu. Bóndinn söðlaði Stjörnu,
nú var tækifæri að prófa gæði hennar.
Þá var engin bindindisöld, og dalbúar hresstu sálina á
guðsorði og líkamann með víninu. Þeir Brekkumenn komu
ölvaðir og sætkenndir heim og náðu tæplega háttatíma;
þeim var volgt, hestunum þeirra, liðinn dagur hafði enga
hvíld veitt þeim og litla gleði, hvorki í hrossaréttum né
við hestasteina.
Ekki dofnaði fjör Stjörnu við hörðu reiðina. Um morg-
uninn tók hún af öllum hrossunum, en þegar á daginn
leið, tapaði hún hverjum spretti móti Snæringi, og var það
ekki kynlegt, þar eð hann var á bezta þroskaskeiði og fíl-
efldur hestur og skilagóður. Það brann nú samt fyrir
brjóstinu á bóndanum; hún hafði byrjað svo ljómandi
fallega.
„Ekki strýkur hún í nótt, þó að hún sé laus. Svona þvæld
og svöng hlýtur hún að verða fegin hvíldinni. Nú er hún
líka farin að sætta sig við hin hrossin“, sagði bóndinn um
leið og hann tók beizlið út úr hryssunni og klappaði á
kjálkann. Öllum hestunum var sleppt lausum.
Brekkufólkinu varð svefninn vær og höfugur þessa nótt,
það var síðar risið úr rekkju á mánudagsmorguninn en
venja var til. Þá var Stjarna horfin, og síðan hefur aldrei