Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 76
74
til hennar spurzt. Miklar leitir urðu árangurslausar, og
bóndinn sat eftir með sárt ennið og sveinarnir með vot
augun.
Þegar hrossin höfðu velt sér og kroppað um stund, tók
Stjarna sig út úr og brokkaði niður með ánni; hún stóð
ekki mikið fyrir, þótt straumhörð væri, köld og hrokasund
landanna milli. Brattabrekka tafði hana lítið, og hefur þó
margur sporþungur klár tafizt við hana, svitnað og runnið.
Heimþráin bar hana fljótt yfir; strokið beggja skauta byr.
Hún stefndi mun sunnar en leiðin liggur. í áttina til
hrossafjöldans heima og gleðinnar í afréttarfrelsinu,------
og fallega folaldið horfna.-----Hátt hnegg kvað við, að-
eins eitt, — og hún rásaði þegjandi vestur yfir, yfir grjót
og ása, mýrarflóa og fen.
Leirstokkin og óræstileg þaut hún vestur á sandana, yfir
gróðurlausar auðnir og öræfi.
Jökulflæmið glóði í sólarljósinu. Kreppa fleygðist skol-
grá norður eftir; hún var ekki árennileg yfirferðar. í græn-
tóinni austan ár kroppaði fölrautt hross, — svo gekk það
niður að ánni, rak flipann ofan í vatnið og frýsaði þrem
sinnum, svo sneri það frá. Stjörnu óaði meir við hvítbrotnu
straumkastinu en þegar hún lagði í Jökulsá í fyrstu; fen-
in og ef juflóarnir, sandar og gróðurlausar auðnir og hungr-
ið höfðu dregið úr kjarkinum, henni stóð geigur af þessu
vatnsfalli.
Nokkru norðar féll áin breiðar og þar var hún straum-
minni; foksandar voru beggja megin. Þar snerist Stjarna
um stund og þefaði af vatninu, svo stökk hún fram í. Bull-
andi sandkvikan tók við henni, nú reyndi á snarræði og
léttleika, hér var fyrir lífinu barizt, og raunin var hörð.
Ekki gat hún snúið sér við, en áfram mjakaðist, þótt
seint gengi. Óttinn jók aflið; ein eldsnörp atrenna og sand-
kvikan spratt fram. Stjarna kom hvæsandi úr kafinu, tók