Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 78
76
í einum sprettinum brast við. Stjarna var laus; grjótið
hafði molnað frá fætinum; nú var að brölta á fætur.
Eitt kraftaverk í auðnum og öræfaþögn. Stjarna var
lifandi og ekki brotin. Þar stóð hún á melnum vestan við,
blóðug og titrandi — á þrem fótum, í vinstra afturfótinn
gat hún ekki stígið; hann var rifinn og tættur frá hóf-
skeggi til konungsnefs. Hann var máttvana. Löng stund
•leið, þrungin af geig og einstæðingsótta. Svo fór hún að
hökta vestur að haglendinu.
Himinsólin, „Guðsauga", horfði á allt þetta; hún brá
ekki litum, sveipaði ekki skýi fyrir ásjónu sína, bliknaði
ekki né blöskraði. Hún, sem skín jafnt yfir réttláta og
rangláta, er hafin hátt yfir bölið og kvalirnar hér neðra.
Er jafn heit og jafn björt, þótt jarðarbörnin gráti og and-
varpi og biðji hana miskunnar. Sama hvort í hlut á maður
eða skepna. Ekki breytist hún við það.
Ekki skortir haga 1 Hvannalindum, þegar vel vorar og
sumarið hlær við, en umhleypingsveðrin, sem standa af
jöklinum, eru hamslaus; rokveður með hellirigning, kaf-
aldsél með jökulnepju og heljarsvala.
í þetta skipti hafði vorað snemma og afbragðsvel. Sum-
arið var mislyndara, einkum síðari hluti þess.
Aumingja fölrauða hryssan, einstæðingurinn í Hvanna-
lindum, var holdgrönn um haustið.
Ennþá var hún draghölt í vinstra afturfæti; önnur sár
og meiðsli voru gróin.
Nú var hún dapureyg; fjörið og sjálfstæðislöngunin og
ofurkappið var þorrið.
Heimþráin, sterk og angursöm, var ein óskert og ævak-
andi.
Skæru augun, hvössu og hreinu, voru nú kyrr, dreym-
^ andi o.g þreytuleg.