Unga Ísland - 01.12.1949, Side 79
77
Líkt og þau mannsaugu, sem miklar þrautir og þung
tár þjá.
Það var svipur hjá sjón að sjá hana um haustið.
Á þrem fótum gat hún ekki haldið um torleiðið heim,
hversu sárt sem var að þola einlífið og útlegðina.
Öndvert haustið færði henni hret og hörkugadd, þá
írusu lindirnar, hlupu yfir beztu hagana meðfram lækjun-
um. Svo kreppti veturinn fastar að.með snjóþyngslum og
ísalögum. Fyrst skorturinn, þá sulturinn og skerandi
hungrið.
Á þrettándadagsmorgun var Stjarna stödd á melhól ein-
um; hann var umflotinn blávatninu, sem ólgaði yfir, og nú
fraus það í frostbitrunni. Austan rokstormur var á. Hryss-
an skaut höm í veðrið og titraði eins og hrísla.
Myrkrið seig yfir, og máninn óð í skýjum. Það var dap-
urt og draugalegt í tungunni þessa nótt.
Helstirðnuð náttúra og dauðans þögn.
Árnar drundu þungt og ömurlega; önnur austan við og
hin í vestri.
Og svona stóð Stjarna skjálfandi og hnípin til miðnætt-
is; þá reisti hún upp höfuðið, horfði fast og lengi til vest-
urs, sá fagurgræna hagana, æskustöðvarnar sínar og
hrossastóðið, fyrst í móðu og fjarlægð og svo nær og nær.
Ilmljúfa gróðurangan lagði að vitum hennar. Loksins. —
Loksins var hún að koma heim.
Blíð og angurvær gleði skein úr augunum; svo urðu þau
hvöss og titrandi líkt og áður fyrri, meðan heimurinn hló
við henni.
Fagurt var heima.
Nú leið sýnin fram á gljána, yfir hana og upp á hólinn.
Glófexta folaldið fremst. Stjarna kipptist við, hún ætlaði
að hlaupa á móti, en við hreyfinguna féll hún.
Blístrandi stormurinn þaut yfir.
Dauðinn var á ferðinni; það var hann sem hjálpaði