Verktækni - 16.02.1988, Blaðsíða 3

Verktækni - 16.02.1988, Blaðsíða 3
FRÁ ÚTGÁFUSTJÓRN EFNISYFIRLIT VERK TÆKNI Fréttablaö gefiö út sameigínlega af Tæknifræöingafélagi íslands og Verkfræöingafélagi íslands 5. árg. 2. tbl. 16. febrúar 1988 Útgáfustjórn: Guðmundur Hjálmarsson, formaður Ritnefndar TFÍ Rögnvaldur S. Gíslason, formaður Útgáfunefndar VF( Ritstjóri (fréttir, greinar, augiýsingar): Jón Erlendsson — Pósthólf 7043, 127 Reykjavík, heimasimi 65 22 38 vinnusímar 62 99 20, 62 99 21 og 69 46 65. Skrifstofa og áskriftir: Verkfræöingahúsi, Engjateigi 7—9, 105 Reykjavik, simi 68 85 11 Auglýsingasafnendur: Jón Björgvinsson, slmi 1 09 16 Gunnar Svavarsson, slmi 2 89 91 Prentun: Steindórsprent hf., Ármúla 5, 108 Reykjavlk, simi 68 52 00 Norrænt tækniár Á síðasta aöalfundi Tækinfræðingafélags íslands var kosinn nýr formaður Daði Ágústsson, raftækni- fræðingur. Útgáfustjórn Verktækni óskar honum og stjórn T.F.Í. alls góðs og velfarnaðar ( starfi. Starf T.F.i. verður með hefðbundnum hætti á starfsárinu 1987-1988. í nóvember s.l. hélt félagið árlegt sildarkvöld. Að þessu sinni var gestur félagsins Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og flutti hann aðalræðu kvöldsins, var gerður góður rómur að máli hans. Fyrirhugaðar eru tvær kynninga- og skoðunarferðir á vegum félagsins í vetur. Stjórnin er að vinna að því aö koma á ferð í Blöndu- virkjun seinnihluta vetrar eða í vor, einnig er fyrirhuguð styttri skoð- unarferð og þá ( Mjólkursamsöluna að Bitruhálsi í Reykjavík. Aðalstarf stjórnarinnar er fólgið í að skipuleggja hlut T.F.Í. í Norræna tækniárinu. Ákveðið er að T.F.Í. taki upp þemað „Tækni viö sjávarútveg". Ráðgert er að halda ráðstefnur úti á landi með yfir- skriftinni „Tæknivæðing við veiðar og vinnslu". í tengslum við ráðstefnurnar verða fyrirlestrar og kynningar á tækninýjungum i sjávarútvegi. Framleiöendum veröur gefinn kostur á að sýna og kynna framleiðslu sína. Flöfuðáhersla verður lögð á að kynna það sem teiagar i i F.l. eru að gera og það sem er að gerast i þeim byggð- arlögum þar sem ráðstefnurnar verða haldnar. Nánari upplýsingar um tímasetningar og efnisatriði verða birtar hér í blaðinu um leið og þær liggja fvrir. læknifræðingar eru hvattirtil að koma hugmyndum, sem þeir kunna að hafa um efnið, á framfæri viö framkvæmdastjóra T.F.Í. eða Svein Frímannsson varaformann félagsins. Stofnfundur Byggingastaðlaráðs var 29. janúar 1988. T.F.Í. hefur ákveðið að taka þátt í starfi ráðsins. Hlutverk ráðsins er að vera veitt- vangur stöðlunar ( byggingariðnaðinum. Ráðið á að móta stefnuna í staðlamálum og innan ráðsins á að leita að samkomulagi um tillögur að stöðlum. Ráðið á einnig að túlka gildandi staðla og kveða upp úrskurð ef upp kemur ágreiningur eða álitamál um túlkun á stöðl- unum. Menntunarnefnd T.F.f. ákvað á fundi sínum 3. febrúar að afla gagna um tækniskóla í nágrannalöndunum oa kvnna sér bær nýj- ungar sem eru að koma tram í menntun tæknitræoinga. Starf mennt- unarnefndar er aðallega fólgið í að fylgjast meö menntuninni bæði hér heima og erlendis. Nefndin er að skoða og kynna sér tillögur frá menntamálaráðuneytinu varðandi tæknitræöipróf í markaðs- og rekstrarfræðum. BLS. • Félagstilkynningar 2 • Fró útgáfustjórn 3 • Félagsfréttir: 5 • Fréttir: Nám í tölvunarfræði við HÍ 7 Nýjungar í nýtingu jarðhita 9 • Tækni og framfarir: Tómas Guömundsson og Rögnvaldur Ólafsson: Notkun myndgreiningar í fiskiðnaði 13 Davið Egilson og Björn A. Haröarson: Tæknilegir eiginleikar íslensks bergs 15 • Álit: Þórir Ingason: Aftanákeyrslur og auka bremsuljós 17 • Kynning: Pétur K. Maack: Úttekt á verkfræðideild H( 17 Hellen M. Gunnarsdóttir: Rannsóknaþjónusta HÍ 18 • Orðabelgur: Frá orðanefnd byggingaverkfræðinga 19 • Vörukynning: Flosi Sigurðsson: Serporock einangrunar- og múrklæðning 21 Baldvin Elíasson: Sveigjanleg pipueinangrun 22 • Markaðsyfirlit: Jón Sigurjónsson: Einangrun 12A Forsfðumyndin að þessu slnni er tengd greln blaðsins um Rannsókna- þjónustu Háskóla Islands. Á henni má sjá ýmsa kynningarbœkllnga, sem gefnir hafa verlð út af Rannsóknarþjónustunnl. Menntunarnefndin mun gefa umsögn um nefndarálitiö innan skamms. Orlofshús. Orlofshúsanefnd B.H.M.R. á land í Brekkuskógi og hefur tekið á leigu land undir orlofshús norður í Aðaldal (landi Núpa. Á því landi er unnt að byggja fjögur orlofshús. Á vegum orlofsnefndarinnar er nú unnin undirbúningsvinna aö hönnun húsa sem reist verða i Aðal- dalnum. Ráðgert er að reisa (fyrstu tvö hús. Orlofsnefndin er að und- irbúa frekari landakaup fyrir orlofshús og eru samningar langt komn- ir. Rekstur orlofshúsanna í Brekkuskógi verður meö líkum hætti og áður. Innan skamms mun orlofsnefndin auglýsa útleigu á orlofshús- unum hér (blaöinu. _ , , ,.... Guömundur Hjálmarsson. Efnisfulltrúar VERKTÆKNI Eftirgreindir félagsmenn VFl hafa tekið að sér að vera útgáfustjórn og ritstjórn til halds og trausts varðandi öflun efnis IVERKTÆKNI. Hugmynd- in með þessari skipan mála er að auka breidd I efnisvali og gera fleiri félags- menn virka hvað þessu viðvlkur. Þeir sem hafa greinar eða hugmyndir geta snúið sér til þeirra auk ritstjóra og útgáfustjórnar. Enn sem komið hefur ekki tekist að hafa upp á mönnum til að vera fulltrúar fyrir ðll helstu svið innan verkfræði og tæknifræði. Útgáfustjórn þiggur með þökkum ábendingar um fleiri menn og efnissvið. VS HS Byggingaverkfræði: Steindór Guðmundsson 83200 16670 Rafmagnsverkfræði: Sigurpáll Jónsson 686858 656657 Efnaverkfræði: Þór Tómasson 687000 621972 Vatnaverkfræði: Snorri Kjaran Jarðverkfræði: Birgir Jónsson 83600 671944 Skipaverkfræði: Ólafur Briem 681610 29249 Stéttarfélag VF(: Sigrún Pálsdóttir 28955 12353 VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 3

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.