Verktækni - 16.02.1988, Síða 10
NORRfENT TfEKNIRR
KONUR OG TÆKNI
Eitt hinn samnorrænu verkefna sem ráðherranefnd norðurlandanna styður á Norrænu tækniári 1988, er konur og tækni eða
tæknisamfélagið árið 2010 séð frá sjónarhóli kvenna. Á hinum norðurlöndunum hafa konur innan vébanda félaga verk- og
tæknifræðinga undirbúið ráðstefnur eða landsmót hver í sínu landi og sameiginlega munu þær taka þátt í kvennaráðstefnunni,
Nordisk forum í Ósló í sumar. Fyrsta landsmótið verður haldið í Norræna húsinu f Reykjavík, 4. mars. Undirbúningsnefnd
skipuð þremur verkfræðingum hóf störf í desember síðastliðnum eftir hvatningarorð frá dönsku verkfræðingunum. Á hinum
norðurlöndunum verða samsvarandi ráðstefnur haldnar í apríl og maí. Á ráðstefnuna í Reykjavík kemur gestafyrirlesari frá
Danmörku, íslenskrar ættar, Sinja Sveinsdóttir ritstjóri Ingeniören. Komið hefur til tals að senda fulltrúa og jafnvel fyrirlesara
frá íslandi á ráðstefnur hinna landanna og er það mál í athugun. Undirbúningsnefndin hefúr lagt talsverða vinnu í upplýsinga-
öflun og hópur undir forystu Ingu Hersteinsdóttur mun standa að skoðanakönnun meðal kvenna, verk- og tæknifræðinga,
um nám og starfsval, og verða niðurstöður kynntar á ráðstefnunni. Þær konur sem telja sig til þessa hóps og fá ekki bréf um
þátttöku í þessari könnun eru hér með hvattar til þess að hafa samband við undirbúningsnefndina og fá nánari upplýsingar.
íslenskar konur í verk- og tæknifræðingastétt hafa ekki formlegan félagsskap með sér og er þessi hálfs dags ráðstefna kjörinn
vettvangur til þess að kynnast innbyrðis og kynna öðrum íslenskar konur í tæknigreinum. Þótt ráðstefnan sé haldin undir
merkjum verk- og tæknifræðingafélaganna er hún öllum opin og ekki síður körlum en konum.
Verið velkomin á fyrsta landsmót kvenna í tæknigreinum á norrænu tækniári 1988.
RÁÐSTEFNA 4. MARS
Tildrög ráöstefnunnar.
Ráðstefnan er haldin í tilefni Norræns tækniárs 1988 fyrir
tilstuðlan norrænu ráðherranefndarinnar.
Efni ráðstefnunnar.
Konur og tækni, kynning á störfum kvenna á sviði tækni.
Erindi flytja konur með þekkingu og starfsreynslu í tækni-
greinum innan sjávarútvegs og matvælaiðnaðar, tölvu- og
upplýsingatækni og orkumála á íslandi. Greint verður frá
niðurstöðum könnunar meðal kvenna í verkfræðingastétt.
Gestafyrirlesari mun fjalla um stöðu kvenna í tæknigreinum
í Danmörku og vinnuhópar munu meðal annars fjalla um
eftirfarandi efni:
Menntun og starfsval kvenna I verk- og tæknifræði.
Atvinnuþátttaka og störf kvenna á tæknisviðinu.
Áhrif kvenna á tækni, áhrif tækni á konur.
Tími og staður.
Ráðstefnan verður haldin i Norræna húsinu í Reykjavík
föstudaginn 4. mars frá kl. 13 til 18.
Þátttakendur.
Ráðstefnan er öllum opin, en konum, verk- og tæknifræð-
ingum svo og nemum i verkfræði og tæknifræði, er sérstak-
lega boðið.
Þátttökugjald.
Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis.
Þátttökutilkynningar.
Þátttaka óskast tilkynnt til skrifstofu VFÍ, sími 68 85 05 milli
kl. 9 og 13.
Upplýsingar.
Undirbúningsnefnd veitir nánari upplýsingar.
Guörún Zoéga, sími 62 19 00
Inga Hersteinsdóttir, sími 8 44 99
Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, sími 68 81 31
DAGSKRÁ
1. Setning ráðstefnunnar 13.00
Sigríöur Á. Ásgrímsdóttir, rafmagnsverkfræðingur,
formaður undirbúningsnefndar.
2. Gestafyrirlestur 13.15
Sinja Sveinsdóttir, redaktionschef, Ingeniören,
Danmörku.
3. Af hverju velja konur tækninám? 13.45
Ingunn Sæmundsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir,
byggingarverkfræðingur.
4. Tæknistörf innan sjávarútvegs og 14.00
matvælaiðnaðar
Guðrún Hallgrfmsdóttir, matvælaverkfræöingur,
forstöðumaður, Ríkismati sjávarafurða.
5. Tölvunotkun og þróun í upplýsingatækni 14.20
Dagný Halldórsdóttir, rafmagnsverkfræðingur,
IBM á íslandi.
6. Orkumál á íslandi 14.40
María Gunnarsdóttir, byggingartæknifræðingur og
Ragna Karlsdóttir, byggingarverkfræðingur,
Orkustofnun.
7. Kaffihlé. 15.00
8. Vinnuhópar aö störfum 15.15
a) MENNTUN OG STARFSVAL
Hvað ræður starfsvali kvenna nú og í framtíðinni.
Munu konur sækja í tæknistörf í auknum mæli?
b) STARFSFRAMI KVENNA í TÆKNISTÖRFUM
Starfskjör, laun og frami.
c) ÁHRIF KVENNA Á TÆKNI.
Munu konur móta tækniþróun í framtíðinni?
d) TÆKNISAMFÉLAG 21. ALDAR.
Atvinnuvegir, samgöngur, heimili og fjölskylda í
framtíðinni.
9. Skýrslur vinnuhópa. 16.15
10. Ráöstefnuslit. 16.50
Guðrún Zoéga, byggingaverkfræðingur, aðstoðar-
maður iönaðarráöherra.
11. Veitingar 1700
10
VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988