Verktækni - 16.02.1988, Page 17

Verktækni - 16.02.1988, Page 17
TÆKNI OG FRAMFARIR Tómas Guðmundsson, verkfræðingur og Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent: NOTKUN MYNDGREININGAR í FISKIONAOI Inngangur Undanfarin á hefur verið mikill vöxtur f (slenskum sjávarútvegi, hvert metárið hefur rekið annað. Fiskiðnað- ur hefur alltaf verið mjög mannfrekur, þar eð erfitt hefur verið aö koma við sjálfvirkum vélum í sama mæli og í öðr- um iðnaði. Þetta er að sjálfsögðu vegna eðlis hráefnisins, því fiskur er af öllum stærðum og tegundum. Nú er aftur á móti ýmislegt sem þrýstir á um aukna tæknivæðingu í fiskiðnaði, fólksflótti er úr greininni og auknar kröfur eru um meiri sjálfvirkni og betra gæðaeftirlit. Þetta hefur í för með sér að leysa þarf ýmis tæknileg vandamál. Mörg þeirra eru skynjunarlegs eðlis (,,de- tection problems"), sem ekki er hægt að leysa með hefðbundnum aðferð- um. Verður mönnum þá litið til nýrrar tækni og aðferða, eins og mynd- greiningar. Myndgreining (image processing, billedbehandling) er tiltölulega ný tækni sem felst i því að meðhöndla myndir í tölvu. Greinin er í örum vexti og er að ryðja sér til rúms á nýjum sviðum. Notkun myndgreiningar hófst á sjö- unda áratugnum við úrvinnslu gerfi- hnattamynda (fjarkönnun) og hefur sið- an teygt sig inn á æ íleiri svið. Helstu notkunarsvið nú eru m.a. fjarkönnun, sjálfvirk greining smásjármynda (litn- ingar í frumum og krabbameinsleit), greining röntgenmynda og alls konar gæðaeftirlit og flokkun í iðnaði. Enn- fremur er rannsakað hvernig stýra megi vélmennum með myndgreiningu og gæða þau þannig sjón. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir því hvernig nota megi myndgreiningu í fiskiðnaði, hvaða tæknileg vandamál þurfi að leysa í því sambandi, hvert notagildi tækninnar sé i hverju einstöku tilviki og hvaða tækjabúnaö þurfi til. Aðeins verður rætt um hina hefðbundnu teg- und fiskiðnaðar, þ.e. vinnslu bolfisks eins og þorsk, ýsu, ufsa og karfa en ekki t.d. síldar-, loðnu-, humar-, rækju- og skelfiskvinnslu. Möguleikar á notkun mynd- greiningar í fiskiðnaði Hér á landi hefur hingað til fyrst og fremst verið rannsakað hvernig finna megi orma og bein í fiskflökum, en margt annaö er aðgengilegra og auðveldara. Hér á eftir verða því kynntar nokkrar hugmyndir um hvar nota megi myndgreiningu (fiskiðnaði á ýmsum stigum og sviðum fram- leiðslunnar. Heill fiskur: Hér er átt við óflakaðan eða óflatt- an fisk, slægðan eða óslægðan. Með myndgreiningu mætti mæla og meta þyngd fisks. Tegundagreining er einnig möguleg. Flök: Sýnilega galla á flökum væri hægt ' að finna með myndgreiningu. Hér er átt við galla eins og orma, bein, blóö- bletti, los, himnur og roð. Einnig mætti mæla stærð og greina lögun flaka og stýra sjálfvirkum niöurskurði þeirra eftir því. Flattur fiskur (saltfiskur): Útlitsgalla eins og blóðbletti, lifrar- bletti, los og himnur og lit á saltfiski væri einnig hægt að greina með myndgreiningu. Almennt um myndgreiningu Hér verður lauslega gerð grein fyrir þeim aðferðum sem notaðar eru í myndgreiningu. Myndataka: Ef rannsaka á hvernig nota megi myndgreiningu verður að hafa myndir til að vinna úr. Fyrsta skrefið í rann- sóknum af þessu tagi er því að afla mynda af þeim fiski sem skoða á með myndgreiningu. Þá þarf að gera sér grein fyrir því hvernig tækni á að nota til að taka myndirnar. Oftast er notað Ijós (sýni- legt, innrautt eöa útfjólublátt) og tekn- ar Ijósmyndir. Einnig mætti nota hátiðnihljóð eða röntgengeisla. Hér á eftir verður gert ráð fyrir að notað sé Ijós, þó að einnig sé minnst á aðrar aöferðir. Lýsing: Mikilvægt er hvaða lýsing er notuð við myndatökuna. Ef mynda á að- skotahluti inni í fiskinum eins og orma og bein er best að gegnumlýsa hann, þar eð erfitt er að sjá aðskotahlutina öðruvísi. En ef mynda á atriði sem sjást með berum augum er lýsingin minna vandamál. Ef aðeins á að greina stærð eða lögun (útlinur) er best aö ,,baklýsa“ fiskinn þannig aö fram komi eins skörp skil milli fisks og bakgrunns og hægt er, þ.e. eins- konar skuggamynd fáist. Ef greina á atriði eins og lit eða mynstur verður að nota venjulega lýsingu ,,utan frá". Tómas Guðmundsson, verkfræðingur, Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent. Bylgjulengd Ijóssins og styrkleika þarf og að ákveða, svo og hvort Ijós- geislarnir eigi að hafa einhvern ,,struktúr", en stundum er myndefnið lýst með „röndóttu" Ijósi, til þess að hægt sé að greina þrívíða lögun þess betur. Tölsetning: Næsta skref er að tölsetja mynd- irnar, þ.e. að breyta þeim i stafrænt form, og er það oft gert samtímis myndatökunni. Hér þarf að gæta þess að rúmleg upplausn myndar- innar sé næg, þ.e. að myndinni sé skipt upp í nægilega marga punkta á hvern kant. Algengt er að nota 256 x 256, 512 x 512 eða 1024 x 1024 punkta upplausn. Hve há upplausnin þarf að vera ákvarðast að miklu leyti af myndefninu, þ.e. hve smáa hluti þarf að greina með nægjanlegri upp- lausn. Ennfremur þarf að huga að upplausn Ijósstyrks og e.t.v. litar hvers punkts í myndinni, þ.e. hve mörg birtu- eða litastig eru notuð. Algengt er að nota 256 birtustig og er oftast talið fullnægjandi fyrir svarthvít- ar myndir. Fyrir litmyndir eru notuð ýmis kerfi, en mjög gott er að leysa hvern grunnlitanna (rauðan, grænan og bláan) upp í 256 birtustig hvern. Eftir að myndirnar hafa verið tölu- settar má geyma þær á seguldisk eða-bandi þannig að þær séu að- gengilegar tölvu. Myndgreining: Nú gæti hin einfaldari myndgrein- ing hafist. Hún felst i því að skýra og einfalda myndir, t.d. með því að skerpa þær, skera burt óæskilega hluta myndarinnar, greina kanta eða brúnir og reikna út tölfræöilegar stærðir fyrir myndina eins og staðal- frávik og meðalgildi birtustigs o.s.frv. Hvað af þessu er gert og hvernig fer mikið eftir myndefninu, hvernig myndin er tekin og lýsingu. Mikill kostur er að hafa þennan þátt myndgreiningarinnar innbyggðan í þau tæki sem notuð eru, þar eð áður- nefndar aðferðir eru almennar og alltaf notaðar meira eða minna sama hvert myndefnið er. Síðan myndi hin flóknari mynd- greining hefjast. Almennt felst hún i því að kenna tölvunni að þekkja hluti á myndinni, kenna henni að mæla lengdir, breiddir og flatarmál hluta, einangra og telja atriði i myndinni o.s.frv. Þetta er tímafrekt, þvi oft þarf að prófa ótal aðferðir og meta inn- byrðis. Tæknileg vandamál Hér á eftir verða rædd tæknileg vandamál í myndgreiningu i sam- bandi við hvert stig fiskvinnslunnar. Reynt verður að gera grein fyrir hvað hefur verið gert. Ennfremur hvaða möguleikar eru ákjósanlegir að byrja á og hverjir eru illmögulegir I fram- kvæmd. Þar að auki verður notagildi tækninnar á hverju sviði rædd. Heill fiskur: Hér er hægt að beita tiltölulega ein- faldri lýsingartækni, þar eð þau atriði sem áhugaverð eru, stærð, lögun, tegund, litur o.s.frv., sjást utan á fisk- inum. Ekki er mér kunnugt um að hér á landi hafi verið gerðar neinar athug- anir á þessu sviði. Stærö: Stærð fisks ætti ekki að vera erfitt VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 13

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.