Verktækni - 16.02.1988, Blaðsíða 19

Verktækni - 16.02.1988, Blaðsíða 19
TÆKNI OG FRAMFARIR mikill hugbúnaður fylgir þeim. Annar möguleiki er að nota vél með svoköll- uðum VME-bus sem náð hefur nokk- urri útbreiðslu, en til eru myndgrein- ingarkort og hugbúnaður fyrir slíkar vélar. Hér er um að ræða mun öflugri og dýrari búnað en PC tölvu. Endanlegt kerfi (prototypa) í myndgreiningarkerfi sem á að vera hægt að nota í fiskiðnaði verður hraði eflaust afgerandi þáttur, þvf myndgreining krefst gifurlegra margra reikniaðgerða. Yrði því að nota mjög hraövirka tölvu með öflug- um rauntímabúnaði eða mjög sér- hæfða tölvu til myndgreiningar (signalprocessor eða „stand-alone" myndgreiningarkort). Mögulegt er að hægt sé að nota PC tölvu með öflugu myndgreiningarkorti, ef um einfaldar aðgerðir er að ræða. Myndatökubún- aðurinn er einnig mikilvægt atriði svo og hvernig lýsingu skal nota. Ennfremur yrði að huga að hinum vélræna hluta kerfisins, eins og færi- böndum og jafnvel vélmennum. Er það heilt verkefni út af fyrir sig. Niðurlag Ofangreind athugun á notkunar- möguleikum myndgreiningar í fisk- iðnaði er eðlilega frekar lausleg. Á mörgum sviðum hafa ekki verið gerð- ar neinar athuganir og því erfitt að segja nokkuð um hve erfitt það er að nota myndgreiningu þar. Reynt hefur verið aö gera grein fyrir því sem er verið að gera á sviðinu og reynt að giska í eyðurnar. Þó er Ijóst að myndgreining getur komið að miklum notum (fiskiðnaði, ef tekst að leysa þau tæknilegu vandamál sem eru því samfara. Slíkt tekur eflaust nokkurn tima og gerist ekki á einum stað. Gera þyrfti lauslegar forkannanir á sem flestum sviðum, athuga hve mikla vinnu, fé og tækjabúnað þyrfti til að gera fullkomna forkönnun í hverju tilviki. Meta þarf lauslega hvort tæknin yrði aröbær í hverju tilviki. Koma þarf á samstarfi aðilja, bæði fyrirtækja og skóla sem vinna að myndgreiningu í fiskiðnaði, en á það virðist skorta nú. □ Heimildir 1. H. Ensholm, J. Nielsen, T. Börresen. Automatic Detection of Fish Fillet De- fects. Rannsóknarstofnun Danska Sjávar- útvegsráðuneytisins, Lyngby, Danmörku. 2. Tómas Guðmundsson o.fl. Vægtesn- mation af torsk ved hjælp af billedbe- handling. Skýrsla unnin við Alaborgarhá- skóla, Danmörku. HÖFUNDAR: Tómas Guömundsson er fæddur 1962 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum I Reykjavik 1982. Hann lýkur námi í rafeindaverkfræöi frá Háskólanum i Álaborg [ Danmörku í vor og hefur myndgreiningu sem sérsviö. Dr. Rögnvaldur Ólatsson er dósent við eðlis- fræöiskor Háskóla Islands. Daviö Egilson, jarðverkfræðingur, Verkfræðistofan Vatnaskil og Björn A. Haröarson, jarðverkfræðingur, Orkustofnun: TÆKNILEGIR EIGIN- LEIKAR ÍSLENSKS BERGS I------------TTT— Ein sprunga Heilt berg(bergefnlj Tvœr spungur Margar spungur MYND 1. Bergmossi Mynd 1. Skematfsk mynd sem sýnlr breytlnguna frá bergefnl yflr f margsprung- Inn bergmassa með vaxandl stærð sýnls (úr Hoek og Brown 1980). TAFLA 1. Niðurstöður mællnga á tæknilegum elglnlelkum fslensks bergs. Bcrggcrð Eðlisþyngd (g/cm*) mcðalt. st.fráv. fjöldi Brotstyrkur (MPa) mcðalt. st.fráv. Ijöldi I'jaðuretuðull (GPa) meðalt. st.fráv. (jöldi Poissonshlutfall meðalt. st.fráv. fjöldi Þólciít basalt 2.86 0.07 15 242.1 90.0 16 36.6 8.5 12 0.123 0.025 4 Ólivín basalt 2.83 0.10 29 158.8 42.6 29 29.9 8.6 29 ckki mælt Dílabasalt 2.82 0.11 38 167.8 69.3 38 25.4 6.9 22 0.130 0.007 7 Kargabcrg 2.20 0.25 35 25.3 16.5 35 4.1 1.3 29 0.180 0.078 10 Allt basalt 2.64 0.33 117 133.2 93.8 118 22.6 17.2 92 ckki rciknað Tcrtícrt setbcrg 2.08 0.23 39 20.8 17.4 39 3.8 5.7 24 0.066 0.095 24 Jökulbcrg 2.21 0.10 13 16.6 11.9 57 4.2 2.0 54 ckki mælt TAFLA 2. Fylgnl eöllsþyngdar við brotþol og fjsðurstuðul fyrlr hverja berggerö. Bcrggerð Eðiisþyngd vs. cinása brotþol Fyignistuðuli, r fjöldi n Eðlisþyngd vs. fjaðurstuðull Fylgnisstuðull r fjöldi n Þóleiít basalt 0.22 15 0.67 11 Ólivín basalt 0.67 29 0.59 29 Dílabasalt 0.89 38 0.71 22 Kargaberg 0.46 35 0.33 29 Allt basalt 0.90 117 0.88 91 Tertíert setberg 0.49 39 0.46 24 Jökulbcrg 0.S2 13 0.84 11 Allt berg 0.89 169 0.90 126 Við hönnun stærri mannvirkja hér á landi er oft þörf á upplýsingum um tæknilega eiginleika þess bergs sem mannvirkið skal hvíla á eða f. Þessir eiginleikar eru t.d. brotþol, fjaður- stuðlar, bylgjuhraöi, rúmþyngd og vatnsinnihald bergsins. Sem dæmi um nýleg hönnunarverkefni þar sem þörf er á þessum gögnum má nefna hönnun jarðganga Blönduvirkjunar og jarðganga í Ólafsfjarðarmúla, hönnun bergfesta flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og grundunar ráð- húss í Reykjavik. Upplýsingar um tæknilega eigin- leika íslensks bergs eru af skornum skammti og hafa oftast birst í loka- prófsritgerðum sem eru lítið sem ekkert kynntar. Verkfræðingar hafa því stundum notast við erlendar handbækur í þessum efnum en slíkt er afar varasamt þar sem eiginleikar íslensks bergs eru í mörgu frá- brugðnir eiginleikum bergs víða erlendis. Höfundar hafa undanfarin ár reynt að komast yfir öll tilskrif sem innihalda niðurstöður mælinga á eiginleikum (slensks bergs. Flestar bergprófanir eru nú orðnar staðlaðar en þó ber enn á því að menn framkvæma próf- anir á mismunandi hátt og þ.a.l. er oft vandkvæðum bundið að bera niður- stöður saman. Höfundar hafa hug á að gefa út skýrslu þar sem teknar verða saman niðurstöður flestra próf- ana á íslensku bergi sem fram- kvæmdar hafa verið til þessa. Þar yröu tölfræðiieg tengsl Drotþols, fjaðureiginleika, eðlisþyngdar og bylgjuhraða framsett og heimildir kynntar sem stuðst er við. Hagnýtt gildi slíkrar samantektar er ótvírætt sérstaklega ef tekst að sýna fram á tölfræðilega örugg tengsl milli ódýrra mælinga og kostnaðarsamra mæl- inga. Hér verða einungis sýnd nokkur dæmi um frumniðurstöður þessara athugana og án nýjustu mælinga sem höfundum bárust fyrir skömmu. Rúmsins vegna verður ekki farið út í smáatriði en þeir sem óska nánari upplýsinga er velkomið að hafa sam- band við höfunda. Eitt grundvallaratriði sem menn verða ætfð að hafa í huga er að allar prófanir sem gerðar hafa verið á Is- lensku eru framkvæmdar á litlum sýnum af heilu bergi. Hins vegar er oftast sóst eftir vitneskju um eiginleika bergmassans I heild. Þeir hafa aldrei verið mældir hérlendis vegna mikils kostnaðar. Mynd 1 áréttar þetta atriði. (Töflu 1 eru sýnd tölugildi eðl- isþyngdar, brotstyrks, fjaðurstuðuls og Poissons hlutfalls fyrir hverja berg- gerð fyrir sig. Mynd 2 sýnir samband einása brotstyrks og eðlisþyngdar 168 bergsýna allra tiltækra berg- gerða. Sýnd er aðhvarfslfna og líking nennar ásamt 95% öryggismörkum meðaltals. Fram kemur sterkt tölfræði- legt samband með fylgnistuðli r = 0.89. Mynd 3 sýnir sambana tjao- urstuðuls (E) og eðlisþyngdar 122 sýna og þar er fvlnnistuðullinn svin- aour eoa o.90. Loks er synt a mynd 4 samband fjaðurstuðuls og einása VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 15

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.