Siglingamál - 01.03.1978, Qupperneq 4

Siglingamál - 01.03.1978, Qupperneq 4
4 málin áður en framkvæmd hefst, og síðan að skipuleggja breytingarnar í samráði við Siglingamálastofnun ríkisins og þá þannig, að þær valdi sem minnstu raski, og sem minnstum töfum frá veiðum. Þessi atriði eru eftirfarandi: 1) Vatnsþétt þil þverskips á milli fiskmót- töku og vinnslurýmis á sama þilfari. Siglingamálastjóri fer þess á leit, að eig- endur þeirra skuttogara, þar sem ekki er vatnsþétt stálþil á milli fiskmóttöku og vinnurýmis á milliþilfari, láti setja slíkt stálþil í þessi skip eins fljótt og aðstæður leyfa. Hægt er að undirbúa þetta verk áður, með því að teikna breytingarnar og smíða alla hluta fyrirfram, þannig að sjálft verkið um borð þurfi ekki að taka langan tíma. Þetta vatnsþétta stálþil þarf að þola fullan þrýsting frá fiskmóttökurýminu, en á því þarf að vera eitt op, sem loka má vatnsþétt, til að fiskur komist úr fisk- móttöku fram á vinnsluþilfar. Þetta fiski- op þarf því að vera búið vatnsþéttum lokunarbúnaði, og þannig gert, að auð- velt sé að loka því, enda skal þetta op jafnan vera lokað, þegar fiskmóttökulúg- an á togþilfari er opin. Með því er tryggt að þótt brotsjór komi yfir skipið að aftan á meðan fiskmóttökulúgan er opin, þá komist sjór ekki nema í fiskmóttökuna, og ekki fram á vinnsluþilfarið framan til við fiskmóttöku, þar sem svo háttar til. Ef til vill mætti athuga þann möguleika, að þessi vatnsþétta fiskilúga á þverþilinu milli fiskimóttöku og vinnsluþilfars væri rennihurð, þannig tengd þrýstivökvakerfi fiskmóttökulúgunnar á togþilfarinu, að þegar olíuþrýstingur er tengdur til opnun- ar á fiskmóttökulúgunni, þá lokist með olíuþrýstingi fyrst fiskilúgan á þverþilinu, áður en fiskmóttökulúgan opnast, og e. t. v. líka öfugt, þ. e. a. s. þegar eftir að fiskmóttökulúgan hefur lokaast, þá opn- ist fiskilúgan fram á vinnsluþilfar. Þetta kerfi er þó engin nauðsyn. Megin- atriðið er, að tryggt sé að þessi fiskilúga í þverþilinu sé jafnan lokuð, þegar fisk- móttökulúgan á togþilfarinu er opin. Ef. um sjálfvirkan búnað yrði að ræða, gæti þurft að vera möguleiki á að opna fiski- lúguna á þverþilinu þótt fiskmóttökulúg- an væri opin, ef hleypa þyrfti fiski fram á milliþilfar ef það mikið magn fiskjar væri í einu togi, að fiskurinn kæmist ekki allur fyrir í fiskmóttökurýminu. Slík aftenging yrði þó undantekning. Auk þessarar fiski- lúgu gæti þurft að vera útgönguleið, vatnsþétt, sem opna mætti frá fiskmót- tökunni, ef maður af vangá væri staddur þar, þegar fiskilúgan er opnuð. Þar eð, eins og fyrr segir, fyrirkomulag skuttogaranna er nokkuð breytilegt, þarf að athuga sérstaklega aðstæður á hverju einstöku skipi. Meginatriði þessara að- gerða er hinsvegar það sjónarmið, að hægt sé að fyrirbyggja að sjór, sem kemst niður í fiskmóttökuna um opna fiskmót- tökuna komist fram á vinnsluþilfar. Fæst þessara skipa þola að laus sjór velti síðu úr síðu í allri breidd milliþilfarsins, og því veruleg hætta á því, að skipinu hvolfi og það snögglega. 2) Há skjólborð, lokuð austurop. Annað atriði, sem krefst aðgerða, er að hindra að mikill sjór geti fyllt togþilfar, án þess að eiga greiða leið útbyrðis. Þar sem skjólborð eru mjög há á mörgum skuttogaranna á togþilfari er nauðsynlegt að loka eins og hægt er göngum á þessu þilfari, jafnvel þótt vírar þurfi að komast eftir göngunum. Þótt ekki sé algjörlega vatnsþétt, þá myndi lokun geta komið í veg fyrir að mikið magn af sjó fyllti göngin skyndilega. Þá hefur og þess orðið vart, að þar sem varabobbingar eru geymdir á togþilfari út við skjólborðunum, þá hafa þeir að nokkru leyti lokað austuropum á skjól- borðunum, og þegar ísing er, þá hafa bobbingarnir fljótlega lokað alyeg öllu frárennsli um austuropin. Þetta er brýn nauðsyn að vara við, og þetta má lagfæra nokkuð með því að koma varabobbing- unum fyrir í þar til gerðum festingum, t. d. ofan við austuropin, svo að þeir hindri síður rennsli til austuropanna. Betri lausn væri þó að komast hjá því að hafa varabobbinga á togþilfarinu, og væri æskilegast að varabobbingar væru

x

Siglingamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.