Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 6

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 6
ÖryggisÍökar við línuspil og radarspeglar á opnum bátum Grein 9.4 í gildandi reglum um grandara og línu- spil (Stj.tíð. B, nr. 382/1973) er gerð krafa um að öryggisbúnaður sé settur á línuspil á nýjum fiskiskipum, þannig að ef maður festist í spilinu, komist hann ekki hjá að snerta arm, sem samstundis stöðvar spilið. Þetta gildir nú einnig um eldri skip, eftir því sem frekast er fært, og ávallt ef endurnýjuð eru línuspil eða kerfi breytt. Þrátt fyrir þessi tilmæli reglnanna eru mörg eldri skip ennþá án öryggisbúnað- ar við línu- og netaspil, og hafa orðið nokkur slys, sem ef til vill hefðu ekki orðið, ef öryggisbúnaður hefði verið við spilin. Vandinn hefur verið sá, að ýmsir tækni- legir annmarkar hafa verið á að leysa þetta mál á eldri spilbúnaði, nema með töluverðum tilkostnaði, þegar um lág- þrýstivökvakerfi hefur verið að ræða. Siglingamálastofnun ríkisins hefur því um alllangt skeið reynt að finna raunhæfa lausn á þessu máli, og er nú svo komið, að ýmsar þeirra aðferða, sem athugaðar hafa verið, virðast geta leyst þetta vanda- mál tæknilega séð, án þess að það kosti gerbreytingu á lágþrýstispilkerfum eldri skipa. Þess vegna hefur siglingamála- stjóri með bréfi til samgönguráðuneytis- ins dags. 22. febr. 1977 sent ráðuneytinu tillögu að nýjum reglum, þar sem kraf- an um öryggisbúnað við línu- og neta- spil nær til allra fiskiskipa 15 brl. og stærri, sem búin eru línuspili til línu- og/ eða netaveiða. í sömu tillögum að reglum eru ný ákvæði, þar sem gerð er krafa um að allir opnir bátar skuli búnir radarspeglum úr málmplötum, og skulu þeir vera að minnsta kosti 25 cm að þvermáli. Þá eru fyrri ákvæði um grandaraspil tekin upp í þessar reglur, en lagt er til að eldri reglurnar um sama efni verði felldar úr gildi. Til fróðleiks eru hér birt efnisatriði þessara nýju reglna, en þau eru þannig: 1. gr. Grandaraspil. Skuttogarar skulu búnir grandaraspil- um eða öðrum búnaði jafngildum, sem kemur í veg fyrir slysahættu af toghler- um, sem hífðir eru í gálga. 2. gr. Öryggisbúnaður við línu- og netaspil. Á fiskiskip, 15 brl. og stærri, sem búin eru línuspili til línu- og/eða netaveiða, skal settur sérstakur öryggisbúnaður, þannig gerður að spilið stöðvist sam- stundis, ef maður dregst inn að spil- koppnum með veiðafærunum. Stjórn- lokar slíkra spila skulu þannig úr garði gerðir, að ekki þurfi að snúa handfangi þeirra úr lokunarstöðu meira en 90° til hvorrar handar, eftir því hvernig spilinu er ætlað að snúast hverju sinni. 3. gr. Radarspeglar. Opnir bátar skulu búnir radarspeglum úr málmplötum. Skulu þeir vera að minnsta kosti 25 cm að þvermáli. Vegna þess vanda sem verið hefur um öryggisloka-búnað fyrir lágþrýst spil, hefur Siglingamálastofnunin í eftirfarandi grein tekið saman yfirlit yfir þær úrlausn- ir, sem til greina kemur að viðurkenna, en í hverju einstöku skipi geta aðstæður verið mismunandi, og því er nauðsynlegt að hafa samráð við Siglingamálastofnun- ina áður en kerfi er breytt. Senda má inn teikningu af kerfisbreyt- ingunni, og/eða ræða um tillögur til lausnar þessa vanda við Siglingamála- stofnunina. Siglingamálastjóri.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.