Siglingamál - 01.03.1978, Síða 10

Siglingamál - 01.03.1978, Síða 10
Alþj óðasiglingamálastofhunin IMCO Grein 9.7 Hvað er IMCO. Alþjóðasiglingamálastofnunin, IMCO, er sú stofnun sameinuðu þjóðanna, sem fer með þau mál er varða siglingamál í víðtækustu merkingu þess orðs, eins og nánar verður skýrt frá hér á eftir. Nú eru rúmlega 100 lönd aðilar að IMCO, bæði lönd sem eiga mikinn flota skiþa, en líka lönd, sem njóta þurfa þjónustu skipa og siglinga, og svo mjög mörg þróunarlönd, sem eru að eignast eigin skiþakost og efla siglingar og fiskveiðar. Hlutverk IMCO. Hlutverk Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar er að vera vettvangur samstarfs aðildarríkjanna um tæknileg mál, sem varða sjóferðir og siglingar, og þá fyrst og fremst til að auka sem mest má verða allt öryggi á sjó og að stuðla að full- komnun siglinga og flutninga á sjó um heimshöfin. Að þessum markmiðum er m. a. unnið með mjög fjölþættum gagn- kvæmum tæknilegum upplýsingum og skoðanaskiptum milli aðildarríkjanna um öll þau mál, sem að gagni mega verða, og með því að undirbúa og setja al- þjóðlegar samþykktir um þessi atriði. Hvert var upphafið? Alþjóðasamþykkt sú, sem er stofnskrá IMCO, var gerð á Alþjóðaráðstefnu sam- einuðu þjóðanna um siglingamál, sem haldin var í Genf árið 1948. Þessi alþjóða- samþykkt átti rætur að rekja til vilja sigl- ingaþjóða um að festa í form og skipu- leggja í heild ýms atriði alþjóðasamstarfs um siglingamál, sem þegar hafði þróast en þá var í sundurlausum einingum. Til að þessi IMCO-samþykkt tæki gildi þurfti 21 ríki að staðfesta hana, og meðal þeirra ríkja þurftu að vera 7, sem hvert um sig ættu minnst eina milljón brúttó- rúmlesta skipastól. Þessi skilyrði voru uppfyllt 17. marz 1958, og fyrsta þing IMCO var sett í London í janúarmánuði 1959. Þann 17. marz 1978, á fyrsta alþjóð- lega siglingamáladeginum, verður IMCO því 20 ára görnul alþjóðastofnun. Hvernig IMCO starfar. Æðsta vald innan IMCO er í höndum þingsins, en þar eiga öll aðildarríki sæti og hvert eitt atkvæði. Þing IMCO ákveð- ur verkefnaval og skipuleggur starf stofnunarinnar, og þingið þarf að stað- festa allar ákvarðanir og ályktanir IMCO. Þar eru og ákveðin gjöld þau sem hverju aðildarríki ber að greiða til starfsins, og fjárhagsáætlun gerð. Þingið kýs stjórn IMCO og gerir ráðningarsamning við aðalritara IMCO. Þingið kýs sér forseta, er gegnir störfum í tvö ár. Á 6. þingi IMCO árið 1969 var Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, kosinn forseti þingsins til tveggja ára (1969— 1971). í upphafi var á þingi IMCO kosið í siglingaöryggisnefnd stofnunarinnar og átti þá takmarkaður fjöldi aðildarríkja sæti í þeirri nefnd. Með nýlegri breytingu á stofnskrá IMCO, sem tók gildi í ár (1978), er seta í siglingaöryggisnefnd nú heimil öllum aðildarríkjum IMCO. Árið 1973 stofnsetti þing IMCO sér- staka umhverfisvarnarmálanefnd sjávar, sem m. a. hefur með höndum öll þau mál er varða mengun sjávar frá skiþum og varnir gegn henni. Sama nefnd samræm- ir störf innan IMCO um varnir gegn meng- un sjávar og hefur með höndum samstarf við aðrar stofnanir um þau mál, þæði innan og utan kerfis sameinuðu þjóð- anna. Þing IMCO er venjulega haldið í London, og reglulegt þing er haldið ann-

x

Siglingamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.