Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 11

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 11
11 að hvert ár. Fyrsta þing IMCO var haldið 1959. Stjórn IMCO heldur oftast reglulega fundi tvisvar á ári, og stjórnin er æðsti aðili IMCO á milli þinga. Beint undir stjórn IMCO heyra þrjár sér-nefndir: Laganefnd, Nefnd um auðveldun flutn- inga á sjó og Tæknileg samstarfsnefnd. Siglingaöryggisnefnd IMCO heldur reglulega fundi tvisvar á ári, og þar er fjallað um flest öll tæknileg verkefni IMCO, t. d. siglingatækni, skipasmíði, stöðugleika og sjóhæfni, búnað skipa, alþjóðasiglingareglur, flutninga á hættu- egum varningi með skipum, skipamæl- ingar, hleðslureglur, björgunarbúnað skipa, radíóbúnaður skipa, kröfur um þjálfun áhafna skipa, vaktskyldu og hæfni og menntun skipstjórnarmanna og áhafna, leit og björgun úr sjávarháska, og öll önnur mál, sem varða öryggi áhafna og skipa. Siglingaöryggisnefnd hefur sett á stofn mikinn fjölda sér-nefnda, sem starfa að einstökum málum er undir nefndina heyra. Ein þeirra sér-nefnda er fiskiskipa- skipa, radíóbúnað skipa, kröfur um öryggisnefnd, en siglingamálastjóri hefur verið formaður þeirrar nefndar frá upp- hafi, eða alls í rúm 13 ár. Aðalstöðvar IMCO eru í London. Æðsti starfsmaður IMCO er aðalritari stofnun- arinnar, aðstoðar-aðalritari og ritari sigl- ingaöryggisnefndar. Síðan eru deildar- stjórar einstakra deilda IMCO og þá starfslið, sem er mjög alþjóðlegt að þjóð- erni, enda reynt að velja sérfræðinga stofnunarinnar frá eins mörgum aðildar- ríkjanna og hægt er. Helstu deildir IMCO eru þessar: A. Siglingamálaöryggisdeild, sem skipt er í tvær meginundirdeildir: Siglingadeild, sem fjallar um siglinga- öryggi (siglingafræði), siglingatækja- búnað, radíóbúnað, björgunartæki, gerfihnetti fyrir siglingar, fjarskipta- viðskipti skipa, þjálfun áhafna, leit- og björgun í sjávarháska, og Vöruflutningadeild, sem fjallar um gámaflutninga, lausafarmflutninga, þar með taldir kornflutningar, flutn- ingar á hættulegum varningi með skipum og auðveldun og fyrirgreiðsla vegna ferðalaga og flutninga á sjó. B. Skipatæknideild, sem fjallar um vatns- þétta sundurhólfun, stöðugleika og sjóhæfni skipa, hönnun skipa, smíði skipa, búnað skipa, brunavarnir, sjálf- virkni skipa, nýjar gerðir farartækja, kjarnorkuknúin skip, öryggi fiskiskipa. C. Umhverfismáladeild sjávar, en hún fjallar um mengun sjávar frá skipum og ýmsum búnaði, um sérfræðileg atriði, um varnir gegn mengun sjávar og rannsóknir, haffræðileg atriði og almennt þau mál sameinuðu þjóð- anna, sem varða mengun sjávar. Þessi deild sér líka um öll þau önnur mál, sem falin hafa verið eða kunna að verða falin IMCO á vegum alþjóð- legra samþykkta um mengun sjávar. Eitt þeirra mála er, að IMCO hafa ver- ið falin ritara-störf og skipulagning framkvæmda Alþjóðasamþykktarinn- ar um losun úrgangsefna í hafið, sem gengið var frá á alþjóðaráðstefnu í London árið 1972. Siglingamálastjóri er nú formaður þeirrar alþjóðasam- þykktar, og hefur verið frá því sam- þykktin tók gildi. Frá þessari alþjóða- samþykkt var skýrt nánar í Siglinga- mál, nr. 7, sem út kom í janúar 1977. D. Lagadeildin fjallar um lögfræðileg atriði á vettvangi IMCO, þar með tal- in lagaleg atriði um skipatæknileg og siglingafræðileg málefni. Lagadeildin sér einnig um lögfræðileg atriði við samningu og framkvæmd á alþjóða- samþykktum, sem IMCO gegnir rit- arastörfum fyrir. E. Stjórnunardeild hefur með höndum fjárhagsleg atriði IMCO, um starfslið, launamál og almenna stjórnun stofn- unarinnar. F. Ráðstefnudeild sér um skipulagningu allra funda innan IMCO, svo og und- irbúning og umsjón með framkvæmd á alþjóðaráðstefnum sem haldnar eru á vegum IMCO. Þá sér ráðstefnu- deildin um þýðingar og útgáfu allra IMCO skjala og um prentun og út-

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.