Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 7

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 7
Öryggisbúnaður víð lágþrýst línu— og netaspil Grein 9.5 Eins og getið er um í greininni hér að framan, þá hefur Siglingamálastofnun ríkisins gert könnun á þeim úrlausnum, sem til greina kæmi að koma mættu að notum sem öryggisbúnaður við lágþrýst línu- og netaspil. Við háþrýstispilkerfi er þetta tiltölulega auðleyst mál, þar eð hægt er að fá allar nauðsynlegar eining- ar keyptar og hægt er að nota orku frá vökvaþrýstikerfinu sjálfu til að knýja með fjarstýrða loka. Venja er að komið sé fyrir framhjáhlaupi, sem opnast samtímis og straumrás að spili er lokað. Krafan um þennan öryggisbúnað er sú, að spilið stöðvist samstundis, ef maður dregst inn að spilkoppunum með veiðar- færunum. Stjórnlokar þessara spila skulu og vera þannig úr garði gerðir, að ekki þurfi að snúa handfangi þeirra úr lokun- arstöðu meira en 90° til hvorrar handar, eftir því hvernig spilinu er ætlað að snú- ast hverju sinni. Þær lausnir, sem Siglingamálastofnun ríkisins telur nú fært að þróa svo, að þær geti uppfyllt skilyrði reglnanna eru þessar: 1. Vélaverkstæðið „Þór“, Vestmanna- eyjum. — í nokkur ár hefur Vélaverk- stæðið ,,Þór“ haft á boðstólum búnað, sem uppfyllir kröfurnar, en hann er nokkuð flókinn. Nú er sama fyrirtæki að hanna nýja gerð loka, sem nýtt getur vökvastreymi lágþrýstispilkerfis, þannig að ef komið er við öryggisarminn við spilið, þá rofnar vökvastreymi að spili, og samtímis opnast framhjáhlaup, sem á að tryggja, að spilið haldi ekki áfram að snúast en stöðvist svo til strax. Loka þessum er komið fyrir í kerfinu undir þilfari, rétt við spilið, og stjórnun öryggislokans getur verið beint tengd vélrænt með örmum, eða verið þrýsti- vökva-, loft- eða rafknúinn. 2. Vélsmiðjan Héðinn hf., Reykjavík, hef- ur hannað loka, sem knúinn er af þrýsti- vökvanum á kerfinu sjálfu. Með honum lokast straumrás að spili og samtímis opnast framhjáhlaup. 3. Fjöltækni sf., Reykjavík, er nú að smíða loka, sem gert er ráð fyrir að hægt verði að reyna fljótlega. Honum er líka ætlað sama hlutverk og fyrrgreindum lokum, að rjúfa þrýstivökvastraum að spili og opna um leið framhjáhlaup. 4. Hafsteinn Sæmundsson, útgerðarmað- ur í Grindavík, útbjó sjálfur einfaldan öryggisbúnað og setti nýlega upp í skip sitt M.s. Harpa, GK-111. Ekki er þó víst að hægt sé að koma þessum búnaði við í öllum skipum, en hann er mjög einfald- ur að gerð og í uppsetningu. Hér er um að ræða tannhjólayfirfærslu frá öryggis- armi og beint yfir á ás stjórnlokans. Palli er komið fyrir þannig, að loki stoppar lokaður og er læstur. Hafa ber í huga, að aðeins er hægt að nota þennan bún- að, þar sem stjórnlokinn opnast og lok- ast til fulls við lítinn snúning á ás stjórn- lokans eða um 90° til hvorrar handar frá miðstillingu. Skiptirinn þarf einnig að vera staðsettur nokkuð nærri spili, en að öðrum kosti verða tannhjólin alltof stór. Hlíf skal sett umhverfis tannhjólin til varnar gegn aðskotahlutum og ísingu.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.