Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 3

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 3
SIGLUVfK Sl 2, frá Siglufirði. Einn af 450 brl. skuttogurum, sem smíðaðir voru á Spáni árið 1974, á fiskislóð norður af landinu. íslenzkir skuttogarar Breytingar til aukins öryggis Grein 9.2 Á fáum undanförnum árum hafa bætzt í íslenzka fiskiskipaflotann allmargir ný- smíðaðir og notaðir skuttogarar, og nú í árslok 1977 eru þeir orðnir 73 talsins. Nú hefur nokkur reynsla fengist hér við land á þessari gerð skipa, en auk þess hafa nýleg slys á erlendum skuttogurum gert okkur Ijóst, að nokkur atriði í gerð þessara skipa mætti endurbæta, og auka með því öryggi skipanna og áhafna þeirra, ekki síst við þær aðstæður, sem ríkt geta á íslenzkum hafsvæðum. Siglingamálastjóri telur því rétt að vekja athygli eigenda íslenzkra skuttog- ara á nokkrum helztu þessara atriða, sem hægt er að lagfæra á þeim togurum, sem þegar eru í íslenzkri eign, og þegar um ný skip verður að ræða, þá er hugmyndin að þessi atriði, e. t. v. ásamt nokkrum fleiri, sem hægt er að taka upp á nýjum skipum en síður á þeim eldri, yrðu gerð að kröfu á þeim. Varðandi breytingar sem telja verður nauðsynlegar eða æskilegar á eldri skut- togurum, og hér verður gerð grein fyrir, þá er hér um að ræða atriði, sem ég vona að eigendur skipanna muni fúslega fall- ast á að endurbæta eins fljótt og verða má, í samráði við Siglingamálastofnun ríkisins. Þar eð skipin eru á ýmsan hátt mis- munandi, verður að athuga þessi atriði á hverju einstöku skipi sérstaklega. Á sum- um skipanna er vitað að einstök þessara atriða eru þegar uppfyllt, og því ekki breytinga þörf, en á öðrum skipum getur breytilegt fyrirkomulag valdið því, að lausnin verður ekki á öllum skipunum alveg eins. Þessvegna er nauðsynylegt að ræða

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.