Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 5

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 5
5 í geymslu undir togþilfari. Vegna ísingar- hættu er bezt að forðast sem allra mest geymslu ónauðsynlegra varahluta á opnu þilfari. Um leið og vakin er athygli á þessum atriðum, sem verða mega til aukins ör- yggis íslenzkra skuttogara, er þess vænst að eigendur skuttogara athugi sem fyrst um undirbúning þessara breytinga á þann hátt og að því marki, sem kann að reynast nauðsynlegt á hverju einstöku skipi. Siglingamálastofnun ríkisins er fús til samstarfs og viðræðna um úrlausnir þessara atriða, og áður en til endurbóta kæmi gæti þurft að gera teikningar af breytingunum, líka til að tafir yrðu sem minnstar þegar til framkvæmda kemur. Með von um góðar undirtektir í þessu máli. Hjálmar R. Bárðarson. Varnir gegn olíumengun sjávar Móttaka á olíu og olíuúrgangi frá skipum. Grein 9.3 Hinn 20. janúar s. I., gengu í gildi al- þjóðlegar breytingar við alþjóðasam- þykktina frá 1954 um varnir gegn olíu- óhreinkun sjávar. ísland hefur staðfest þessar breytingar og munu þær öðlast lagagildi hér þegar auglýsing þar um hefur verið birt í Stjórnartíðindum. í þessum breytingum er kveðið mun fastar á en í núgildandi reglum um varnir gegn olíuóhreinkun sjávar um tak- markanir á losun olíu í sjó og losun úr- gangsolíu frá skipum í land, þannig að með framkvæmd ákvæðanna mun aukast verulega þörf fyrir móttökuaðstöðu fyrir olíu og olíuúrgang í landi. Það hefur frá upphafi verið skoðun Siglingamálastofnunar ríkisins að ein af meginforsendum þess að skip losi olíu í land sé að fyrir hendi sé aðgengileg móttaka á olíu og olíuúrgangi í höfnum í landi. Þess vegna hefur Siglingamálastofn- unin haft samband við olíufélög, hafnar- yfirvöld, samtök útgerðaraðila og skipa- félög í landinu til þess að kanna viðhorf þeirra til móttöku olíu og olíuúrgangs frá skipum í landi. Einnig er ákveðið að starfsmenn Siglingamálastofnunarinnar muni á næstunni ræða við skipstjórnar- menn einstakra skipa og báta með það fyrir augum að kanna viðhorf þeirra til núverandi söfnunar á olíuúrgangi frá skipum í höfnum landsins. Það eru því vinsamleg tilmæli siglingamálastjóra til allra þeirra sem leitað verður til í þessari könnun, að þeir aðstoði eftir fremsta megni, svo að koma megi upp sem fyrst þeirri aðstöðu og þjónustu sem nauð- synleg er til þess að skipstjórnarmenn megi sem best fylgja ákvæðum alþjóða- samþykktarinnar. Ennfremur vill siglingamálastjóri koma því á framfæri við skipstjórnarmenn að samkvæmt upplýsingum frá íslensku olíufélögunum munu þau taka við úr- gangsolíu frá viðskiptavinum sínum, þegar eftir því er leitað. Vill siglinga- málastjóri hvetja alla viðkomandi til þess að nota þessa þjónustu eins og því verður við komið og eftir því sem þörf krefur.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.