Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 15

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 15
15 Störf IMCO og framtíð. Hér að framan hefur verið lýst í stuttu máli þeim helstu þáttum, sem eru megin vettvangur starfs Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar. Þetta stutta yfirlit er þó væntanlega nægjanlegt til að gefa nokkra hugmynd um hversu víðtæk þessi verk- efni eru. Þessi tvítuga stofnun Sameinuðu þjóðanna er ekki meðal þeirra stærstu, en því hefur verið haldið fram að Al- þjóðasiglingamálastofnunin sé meðal þeirra, sem starfsömust er miðað við stærð. Aðalstöðvar IMCO eru nú í mið- hluta London, nr. 101—104 við Piccadilly, sem er 9 hæða bygging. Þó hefur IMCO fyrir löngu síðan sprengt þann ramma, sem þessi fagra og friðaða mikla bygging er, og hluti deilda stofnunarinnar eru nú í viðbótarhúsnæði í borginni. Auk þess eru salir í núverandi aðalstöðvum of litlir til að hægt sé þar að halda þing IMCO lengur, og verður því að leigja aðra sali til þinghalds IMCO og til ráðstefnuhalds. Nú er hins vegar hafinn undirbúningur að byggingu á nýju IMCO húsi í London, sem verður á bökkum Thames-fljóts. Þar verður aðstaða öll önnur en nú er fyrir þróun þessarar stofnunar á næstu ára- tugum. Ekki er þó gert ráð fyrir að nýju aðal- stöðvar IMCO verði tilbúnar fyrr en eftir ein 3—4 ár. Þing IMCO hefur nú ákveðið að breyta heiti þessarar alþjóðastofnunar úr Inter- governmental Maritime Consultative Organization, sem skammstaðað er IMCO, í heitið International Maritime Organization, sem mun verða skamm- stafað IMO á enskri tungu. IMCO heitið er orðið tamt þeim, sem því hafa kynnst, en tafsamt hefur stund- um reynst að skýra fyrir ókunnugum þetta nafn. Þess vegna m. a. er nú fyrirhugað að stytta heitið og gera einfaldara, og enginn efi er á því, að heitið IMO á eftir að verða eins tamt í munni, vel þekkt og eins viðurkennt meðal allra þeirra, sem láta sig siglingar og öryggi á sjó og varn- ir gegn mengun sjávar varða, eins og IMCO er nú. Hjálmar R. BárSarson.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.