Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 14

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 14
14 þjóðlegum kröfum um þjálfun og skírteini fyrir áhafnir skipa. BjörgunarbúnaSur á skipum. Töluverð vinna innan IMCO hefur verið varðandi björgunarbúnað á skipum, og mikill fjöldi ákvarðana frá flestum þing- um IMCO fela í sér ákvæði um það efni. Nú er unnið að því að endurskoða al- gjörlega kaflann um björgunarbúnað í skipum í alþjóðasamþyktinni um öryggi mannslífa á hafinu frá 1960. Varnir gegn mengun sjávar. Með auknum siglingum um heimshöf- in með olíufarm og lausafarm kemiskra hættulegra efna í skipum, hefur IMCO í stöðugt vaxandi mæli fjallað um ákvæði og kröfur, sem til varnar mega verða gegn aukinni mengun hafsins. Um þetta vandamál hefur IMCO fjallað bæði frá tæknilegum og lagalegum sjónarhóli. Á vegum IMCO hafa verið haldnar margar alþjóðaráðstefnur um varnir gegn meng- un hafsins, má þar nefna árin 1962, 1969, 1971 og 1973. Á verkefnaskrá IMCO eru varnir gegn mengun sjávar orðinn mjög veigamikill þáttur, og fer sívaxandi. Frá ársbyrjun 1974 hefur umhverfisvarnar- nefnd sjávar unnið markvíst að þessum verkefnum innan IMCO, í nánu samstarfi við ýmsa þá aðra aðila, sem fást við um- hverfismál. Auðveldun ferða og fiutninga á sjó. Til að auðvelda ferðir og flutning milli landa á sjó, hefur IMCO m. a. unnið að því, að minnka pappírsvinnu sem mest við afgreiðslu skipa í höfnum. Þetta gild- ir bæði um farm skipanna, farþega og áhöfn. Árið 1965 var haldin alþjóðaráð- stefna á vegum IMCO og þar gengið frá alþjóðasamþykkt um Auðveldun alþjóð- legra siglinga. Sérstaklega hefur síðar verið fjallað um afgreiðslu skemmtiferða- skipa, og áfram er unnið að ýmsum atrið- um þessa máls. Lagaleg verkefni. Upphaf starfs IMCO að lögfræðilegum atriðum má rekja til „Torrey Canyon“ slyssins árið 1967, en þá varð Ijóst, að mikil þörf var á að rannsaka og skilgreina lagalega ýms atriði, sem varða mengun sjávar. Síðan hefur lagalegur þáttur í starfi IMCO þróast í að fjalla líka um önnur atriði hafréttarmála, eins og t. d. varðandi flutninga á farþegum og far- angri þeirra, og um að fjarlægja skips- flök. Tæknilegt samstarf. Árið 1965 hófst starf IMCO að tækni- legri aðstoð við þróunarlöndin, sem fjár- mögnuð er af þróunaráætlun sameinuðu þjóðanna (UNDP). Tækniaðstoð IMCO er að sjálfsögðu skipatæknilegs eðlis og að því er varðar varnir gegn mengun sjávar. Nýjar aðalstöðvar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMCO í London, sem áætlað er að verði tilbúnar um 1981.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.