Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 13

Siglingamál - 01.03.1978, Blaðsíða 13
13 ýmsum ákvæðum um hönnun á nýjum gerðum skipa, þar á meðal eru svifskip og skíðaskip, og verið er að semja regiu- gerðarákvæði um flutning á sarnan- þjöppuðu eða fljótandi gasi í sársmíðuð- um skipum. Rannsóknir á smíði og búnaði olíu- flutningaskipa hófust árið 1968, sem bein afleiðing „Torrey Canyon“ slyssins. Til- gangur þessara rannsókna er að stuðla að slíkri hönnun olíuflutningaskipa, að takmarka sem mest má verða olíumengun sjávar, ef skip lenda í árekstri eða stranda. Árið 1971 staðfesti þing IMCO ákveðnar kröfur um fyrirkomulag farm- geyma í stórum olíuflutningaskipum og líka að takmarka stærð einstakra farm- geyma olíuflutningaskipanna. Flutningur á hættulegum varningi með skipum. IMCO hefur samið og birt alþjóðaregl- ur um flutning á hættulegum varningi með skipum. Hættulegum varningi er þar skipt niður í níu flokka eftir því hve hætt- an frá hverju efni er mikil, og hvert eðli hennar er. Þá er í skránni efnafræðileg samsetning hvers efnis, í hvaða formi flutningurinn er og nákvæm ákvæði um umbúðir, merkingu og staðsetningu hvers efnis í farmrýmum skipa. Fjórða þing IMCO árið 1965 staðfesti þessar alþjóðareglur um flutning á hættu- legum varningi með skipum. Þessar regl- ur eru í lausblaðakerfi, og IMCO heldur þeim við með því að stöðugar breytingar, viðaukar og endurskoðun ákvæða er gef- ið út, eftir því sem þróun þessara flutn- inga gefur tilefni til. Allar þjóðir heims munu nú nota þessar alþjóðareglur við flutninga á sjó. IMCO vinnur einnig að ýmsum öðrum atriðum um flutning á hættulegum varningi. Laus farmur. IMCO hefur gengið frá alþjóðaákvæð- um um flutning á lausum farmi í skipum. Þar er t. d. um að ræða flutning á lausu korni í lestum skipa, en líka járn og járn- grýti o .fl. Skrá yfir einstök efni, sem flutt eru sem lausafarmur, er í viðauka við þessar alþjóðareglur, og skráin er endurskoðuð reglulega eftir þörfum vegna þróunar mála. Fjarskiptaviðskipti skipa. IMCO hefur unnið mikið að endurbót- um á neyðar-fjarskiptakerfum skipa, og um þetta atriði voru staðfest ákvæði á þingi IMCO árið 1973, ásamt stefnu- mörkun um þróun þessara mála í fram- tíðinni. Mjög mikilvægt atriði í þessu efni er alþjóðagerfihnattakerfi fyrir siglingar, sem nú er unnið að á vegum IMCO. Siglingaöryggi. Mikið af vinnu IMCO varðar sjálft siglingaöryggi skipa. Þar ber fyrst að nefna Alþjóðasiglingareglurnar, sem hafa verið algjörlega endursamdar nýlega, og frá þeim gengið á alþjóðaráðstefnu sem IMCO efndi til árið 1972. Þessar alþjóða- siglingareglur hafa nú tekið gildi. í þeim eru meðal annars fyrirskipaðar reglur um einstefnu-siglingaleiðir, þar sem þröng skipa er mikil. Þá má nefna ákvæði um hæfnisprófanir og viðurkenningar á siglingatækjabúnaði skipa og siglinga- Ijósum og merkingar á skipsflökum á alþjóðasiglingaleiðum. Unnið er að al-

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.