Neytendablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 6
24. 200 til 1 á móti 40. - 500 - gefnum kólamfení- kól "kúrum". Matvæla og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna ( FDA ) gaf árið 1952 út skýrslu þess efnis, að lyfið hefði - eftir því sem bezt var vitað valdið all - mörgum blóðsjúkdómum (177 tilfelli voru þekkt, helmingur þeirra endaði með dauðsfalli). Þrátt fyrir þetta áleit FDA rétt að leyfa sölu chloro mycetins á þeim forsendum "að það ætti að vera fáan - legt fyrir lækna svo að þeir gætu með ytrustu varkárni notað lyfið við mjög hættu - legum sjúkdómum " Sala chloromycetins heldur afram . Þrátt fyrir aðvaranir um skaðleg áhrif chloromycetins héldu læknar áfram að gefa út lyfseðla á lyfið í stórum stfl. Að vísu minnkaði not- kun lyfsins 1953 - 1954, en for sfðan að aukast aftur. Framleiðandinn, Parke -Dav- is, sendi út fjölmörg tilmæli til sölumanna sinna að gera sem minnst úr hættunum - minnast helzt ekki á þær, en benda þeim mun rækilegar á jakvæðar hliðar lyfsins. Arangurinn lét ekki á sér standa. 1960 var metsöluár chloromycetins, en þá seld- ist það fyrir 86 milljónir dollara. Eftir það hófust nýjar rann - sóknir á skaðlegum áhrifum lyfsins, sem staðfestu fyrri niðurstöður. Ymsir fóru nú f mál gegn Parke - Davis fyrirtækinu og drógu bæði það og lækna, sem skrifuðu lyfseðlana fyrir lyfjunum til ábyrgðar. f einu tilfellinu var fyrirtækið og tveir læknar dæmdir til greiðslu 215. 000. dollara f skaðabætur vegna dauðsfalls sjö ára stúlku, en notkun chloromycetins var talin hafa valdið dauðanum og notkun lyfsins talin ástæðu- laus. I sumum tilfellum gerði Parke - Davis samkomulag við aðstandendur um greiðslu skaðabota vegna notkunar lyfs- ins - án þess að dómur félli í málinu. En Parke - Davis hélt samt sem áður áfram mikilli söluherferð fyrir chloromyc- etin, og margir læknar héldu áfram að gefa út lyfseðla fyrir þvf. 1967 var þannig skrif - aður lyfseðill fyrir chloro- mycetin fyrir u. þ. b. 3 millj- ónir og 700 þúsund banda- ríkjamenn. Sérstök nefnd öldungardeildar Bandarfkja- þings gerði árið 1968 könnun á söluherferð Parke - Davis og dreifingu chloromycetins í Bandaríkjunum. Sérfræð- ingar, sem vitnuðu fyrir nefndinni töldu að í 90 -99% tilfellna hefði notkun chloro- mycetins verið óþörf. T.d. var chloromycetin gefið við graftrarbólum, hálsbólgu og minni háttar ígerðum í munni. Afleiðing þessarar rann- sóknar öldungardeildarinnar varð sú, að sala chloromyce- tins minnkaði um 70% fyrstu níu mánuði ársins 1968. En Parke - Davis missti ekki kjarkinn. Forstjóri fyrir- tækisins, Dr. Smith, taldi ekki ástæðu til að hafaáhyggj- ur þar sem sala lyfsins ykist aftur "þegar hæfilegur tími hefði liðið". Dr. Smith vissi augsýnilega um hvað hann var að tala. Nýlegar skýrsl- ur Matvæla og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) sýna, að sala chloromycetin hylkja hefur verið fimm sinnum meiri í júní 1970 í Banda- ríkjunum en hún var í júnf 1969. Einkaleyfi Parke -Davis á framleiðslu klóramfenfkóls í Bandaríkjunum er nú útrunn- ið og tveir keppinautar fyrir- tækisins í lyfjaframleiðslu hafa nú sett á markaðinn sín eigin klóramfenfkóllyf. McKesson fyrirtækið nefn- ie framleiðslu sfna amphf col og Rachelle fyrirtæk- ið kallar sína vöru mycheL Læknar eiga að þekkja skað- semi lyfsins. I greininni f Consumer Re - ports segir m. a. : " I læknatímaritum má finna mikinn fjölda greina, sem skýra frá slæmum afleiðing- um chloromycetins og ann- ^r^a kloramfeníkollyfja. Það er þvf óafsakanlegt af lækn- um að halda afram að gefa ut^lyfseðla a lyfið f stórum stfl. Samt er ljóst, að sum- ir læknar (þ. e. í Bandarfkj- unum ) halda afram að gera það þrátt fyrir allar aðvar- anir læknatímarita. Það er einnig ljóst , að framleið - endur hafa engan áhuga á að draga úr framleiðslu þessa mjög svo gróðavænlega lyfs. A íslandi hefur grein um skaðsemi klóramfenikóls birzt í Læknablaðinu, 3 h. 1969. Er hún eftir Sigmund Magnússon lækni - og var upphaflega erindi flutt á fundi Læknafélags Reykjavfkur haustið 1966. Með leyfi Sigmundar Magnússonar verður birtur hér stuttur hluti úr greininni. " Vegna fjölda sýklalyfja nú ma yfirleitt meðhöndla alvar- iegri sýkingar með eins góð- um arangri með einhverju öðru en kloramfenfkóli og ma þvf sniðganga það , nema næmispróf sýni, aðþað eitt komi til greina. Tauga- veiki er nú orðið eini sjúk- domurinn, sem réttlætanlegt þykir að nota kloramfenfkól sem fyrsta lyf (bls. 81 Læknablaðið, 3 h. , 1969.) 6

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.