Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Qupperneq 7

Neytendablaðið - 01.12.1997, Qupperneq 7
Gæða- og markaðskönnun Þótt börnunum líki vel að vera í göngugrind eru þær mjög slæm uppfinning. í göngugrind getur barnið á skömmum tíma komið sér í margar og hættulegar aðstæður og slysatíðni er há. í nýrri evrópskri rannsókn kemur einnig í Ijós að margar göngu- grindur uppfylla ekki einföldustu öryggisreglur og ekki eru til neinir staðlar um hvernig göngugrind á að vera. Evrópsk rannsókn Intemational Testing hefur í samvinnu við Evrópusamtök neytenda og með stuðningi Evrópusambandsins gert ítar- lega könnun á slysatíðni vegna barna- göngugrinda, samhliða gæðakönnun á 31 göngugrind á markaði í Evrópu. Neytendablaðið hefur kannað framboð á göngugrindum í verslunum í Reykjavtk, á Akureyri og á Isafirði. Við fundum ellefu mismunandi göngugrindur í versl- unum, en auk þess er hægt að kaupa eina í þýskum póstlista. Af þessum tólf göngugrindum em fimm í gæðakönnun- inni. Barnagöngugrind af sömu gerð getur verið misdýr eftir því hvað fylgir með. Er göngugrindin til dæmis bara með borði eða einnig leikföngum? Verð á sömu barnagöngugrind getur einnig verið breytilegt eftir verslunum. Gæðakönnunin I rannsókn Intemational Testing var litið til ýmissa áhættuþátta, svo sem hvort bömin geta klemmt sig, hvort á henni eru oddhvassir kantar og hlutir, hvort á grindinni eru litlir hlutir sem börn geta kyngt eða snúrur sem þau geta vafið um hálsinn á sér. Auk þess mældur hámarks- hraðinn sem barn getur náð á göngu- grindinni. í mörgum tilvikum losnuðu viðvörun- armerkingar af grindunum eða aðrir smáhlutir sem hætta er á að bömin kyngi. Flestar barnagöngugrindanna stóðust ekki stöðugleikaprófun og í þremur tilvikum var hætta á að böm kyrktu sig þar sem á þessar grindur voru festir leik- fangasímar og lengd snúrunnar var meiri en 220 mm, sem er hámark samkvæmt leikfangastaðli. Flestar göngugrindurnar geta náð 8 til 10 kílómetra hraða, sem er mikill hraði fyrir bam á þessum aldri. Læra börnin að ganga í göngugrindunum? Barnagöngugrind veitir barninu mikla möguleiká á hreyfingu löngu áður en það getur gengið. Margir foreldrar kaupa göngugrind í þeirri trú að þær hjálpi barninu að læra að ganga fyrr en ella. Þessi fullyrðing stenst þó ekki. Rann- sóknir benda frekar til hins gagnstæða, enda geta göngugrindur tafið fyrir eðli- legri hreyfigetu barna, þar sem hætt er við að þau læri aldrei að skríða ef þau byrja snemma í grind. Þó eru barna- göngugrindur markaðssettar af fram- leiðendum til þessara nota. Barnagöngugrind eykur hreyfanleika barnsins umfram þroska þess. Með að- stoð göngugrindarinnar getur barnið komist á mikla ferð og lent í margskonar hættu. Slysatíðni há Ástæður slysa vegna barnagöngugrinda eru margar. Bömin sitja hærra í göngu- grindinni og ná í hluti sem þau hefðu Ekki gefa barna- göngugrind í jólagjöf NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997 7

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.