Neytendablaðið - 01.12.2001, Síða 5
I stuttu máli
Lykilorð að
læstum síðum
á netinu
Evrópa: Öryggi gangandi og
hjólandi vegfarenda á að auka
Til að auka öryggi gangandi
og hjólandi vegfarenda þeg-
ar nýjar bifreiðir eru hannað-
ar hefur verið lagt til að
framleiðendur innan Evr-
ópusamtaka bifreiðafram-
leiðenda (ACEA) gangist
undir ákveðnar skuldbind-
ingar. Evrópusambandið tel-
ur að þessar skuldbindingar
uppfylli þær væntingar sem
það gerir á þessu sviði. Taka
á lokaákvörðun um sam-
þykkt þessara skuldbindinga
eða jafnvel lagasetningu nú í
árslok. Þar er annarsvegar
talað um slysa-öryggi (til að
draga úr tjóni þegar ekið er á
gangandi og hjólandi vegfar-
endur) og fyrirbyggjandi
öryggi (til að koma í veg
fyrir slík slys).
Fyrirbyggjandi
ráðstafanir eru þessar
helstar:
• ABS-hemlakerfi verður í
90% nýrra bifreiða frá ár-
inu 2003 og í öllum bif-
reiðum ekki síðar en frá
og með júlí 2004.
• Dagljósabúnaður verður í
90% nýrra bifreiða frá ár-
inu 2002 og í öllum bif-
reiðum frá og með október
2003.
Takmarka á slysatjón með
þessum aðgerðum einkum:
• Bifreiðaframleiðendur
framleiða ekki né mark-
aðssetja stálgrindur fram-
an á stuðara (svokallaðar
kengúrugrindur, e. bull-
bar) eftir janúar 2002.
• Strangari kröfur verða
gerðar til skylduprófana á
vélarhlífum og stuðurum
nýrra bifreiða.
Auknar kröfur til skyldu-
prófana koma fram í kröfum
um hönnun og breytingar á
vélarhlífum og stuðurum,
kröfum um fjaðurbúnað og
um eftirgefanlegri efni en nú
í þessum bílhlutum. Rann-
sóknir eru enn í gangi.
Breytingar á hönnun öku-
tækja verður að gera í áföng-
um og er miðað við fyrstu
breytingar eftir júlí 2005.
Nýjar skráningar verða inn-
leiddar í áföngum (80% eftir
júlí 2010, 90% árið 2011 og
100% árið 2012).
Næsti áfangi tekur til
fyrirbyggjandi öryggis fyrir
tilstilli nýrrar tækni sem
þekkt er sem ITS (e. Intellig-
ent Technology System).
Hér má sem dæmi nefna
skynjara sem hjálpar öku-
mönnum við að greina hluti
sem eru of nálægt bifreið-
inni. Slfkir skynjarar em nú
til en enn ekki hægt að nýta
þá í bíla. Árið 2004 á bif-
reiðaiðnaðurinn að skoða
hvernig þessari þróun hefur
fleygt fram og hvemig hana
megi laga að bifreiðum og
öryggi gangandi og hjólandi
vegfarenda. Framkvæmdin á
að hefjast árið 2010.
Hluti þess efnis sem er á
vefsetri Neytendasamtakanna
á netinu, www.ns.is, er á
læstum síðum enda eru þær
aðeins fyrir félagsmenn. Frá
1. janúar 2002 breytist lykil-
orð félagsmanna og verður
„af.27“. Hægt verður þó að
nota gamla lykilorðið til og
með 15. janúar 2002.
Póstlisti
Neytenda-
samtakanna
Þeir félagsmenn sem vilja fá
tölvupóst til að vita þegar nýtt
áhugavert efni kemur inn á
heimasíðu Neytendasamtak-
anna, www.ns.is, eru hvattir
til að hafa samband við skrif-
stofu samtakanna. Síminn er
545 1200, bréfsími 545 1212
og netfang ns@ns.is.
Aðstoðið samtökin við að byggja upp
betri aðstæður fyrir okkur neytendur
Neytendasamtökin auglýsa
eftir fólki sem hefur ttma og
vill aðstoða samtökin við
framkvæmd ýmissa verk-
efna. Meðal annars er um að
ræða aðstoð við öflun verð-
upplýsinga í verslunum og
ætti þetta verkefni að henta
vel ellilífeyrisþegum, en þar
leitum við aðstoðar neytenda
frá öllu landinu. Einnig leita
samtökin eftir áhugasömum
neylendum (lil að byrja með
af suðvesturhorni landsins)
til að taka þátt í dómarapall-
borði sem gegnir því hlut-
verki að dæma mat- og
drykkjarvörur út frá bragð-
gæðum og fleira. Neytenda-
samtökin greiða þeim sann-
gjarna þóknun sem taka þátt
í þessum verkefnum.
Þessi verkefni niiða að
því að veita markaðnum
aukið aðhald, bæði hvað
varðar verð og gæði. Þeir
sem hafa áhuga á að hjálpa
okkur við þetta eru vinsam-
legast beðnir að hafa sam-
band við Neytendasamtökin,
sími 545 1200, bréfsími 545
1212 og netfang ns@ns.is.
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001
5