Neytendablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 11
Gæðakönnun
Þessi nœrmynd (macro) var tekin með Canon PowerShot G1 í
3,1 megadíls upplausn (2048 xl536) og sannar að myndgœðin
eru lítt aðfinnanleg.
ast ef notuð eru stór
minniskort eða skjárinn og
leifturljósið mikið notuð.
Til trafala er að burðast
með margar rafhlöður,
straumbreyti og/eða
hleðslutæki.
• Ef mikið er tekið af mynd-
um á stuttum tíma hitnar
myndavélin sem getur vald-
ið myndgöllum (ljósflekkj-
um).
• Erfitt er að taka mynd á ná-
kvæntlega „réttu“ andartaki
ef myndefnið er á hreyf-
ingu. Biðtími frá því þrýst
er á tökuhnapp þangað til
vélin smellir af getur verið
hálf sekúnda og upp í tvær
sekúndur.
• Séu myndir teknar í mikilli
upplausn er dálítil bið milli
þess að hægt er að smella
af, jafnvel hálf mínúta.
• Innbyggt leifturljós er oft
full-kraftlítið.
• Minniskortin með myndun-
unt eru fljót að fyllast. A
ferðalagi getur reynst nauð-
synlegt að losa myndir af
minniskortum á tölvudisk.
Annaðhvort þarf að hafa
fartölvu meðferðis eða vís-
an aðgang að tölvu og
geisladiskaskrifara.
Markaöurinn
í markaðskönnun Neytenda-
samtakanna í okt.-nóv. reynd-
ust vera hér til sölu rúmlega
50 gerðir af stafrænum
myndavélum. Þetta eru enn að
jafnaði fremur dýr tæki sem
sjá má af því að helmingur
þeirra kostaði yfir 90 þúsund
kr. Ódýrasta vélin, Kodak DC
3200, kostaði um 18.000 hjá
Elko, en sú dýrasta, Canon
P30 Pro Kit, kostaði um
340.000 kr. hjá Nýherja. Til
eru mun dýrari vélar en versl-
anir afgreiða þær samkvæmt
pöntunum. Þeim sem vilja vél
í ódýrari kantinum má benda
á að sjö gerðir fengust á innan
við 40 þús. og um 15 gerðir
var að velja á innan við 50
þús. kr. (í Fríhöfninni í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar fengust
18 gerðir af stafrænum
myndavélum á verðbilinu um
34-100 þús. kr. en hún er ekki
með í markaðskönnuninni).
Athugið vel að mismun-
andi búnaður fylgir vélunum.
Slíkt þarf að bera saman,
nauðsynlegir fylgihlutir geta
verið dýrir séu þeir keyptir
sérstaklega.
Markaðskönnun er á vef
Neytendasamtakanna
www.ns.is. Lykilorðið er
af27.
Upplausn og skerpa
Myndavélarnar í gæðakönnun
ICRT sem hér birtist eru í
betri kantinum og geta skilað
myndupplausn á bilinu
2,1-3,3 megadílar sem merkir
að 2,1-3,3 milljónir díla eru á
hverri mynd. Sumir metast á
um upplausn stafrænna véla
líkt og hestöfl ökutækja. En
rétt eins og bílvél með mörg
hestöfl er ekki trygging fyrir
því að bíllinn sé góður segir
upplausnartalan heldur ekki
allt um skerpu og gæði
mynda.
Myndupplausnin sem
framleiðendur gefa upp er að-
eins vísbending um gæði
mynda, ekki trygging fyrir
þeim. Sony Cybershot DCS-
P1 er t.d. skráð með 3,2-3,3
megadíla en fékk þó bara
rúmlega meðaleinkunn fyrir
myndgæði í gæðakönnun
ICRT. Canon PowerShot Pro
90IS er gefin upp með
3,3-3,4 megadíla en notar að-
eins 2,58 í myndina. Afgang-
urinn er notaður til stöðug-
leikaleiðréttinga sem gefa
skarpari myndir ef myndavél-
in er á hreyfingu meðan
smellt er af, svipað og til er í
myndbandstökuvélum. Þetta
getur verið nauðsynlegt, síð-
arnefnda vélin er með 10 x
brun (zoom) sem samsvarar
því á 35 mm myndavél að hún
nái upp í 370 mm aðdrátt. Án
stöðugleika-leiðréttingar þarf
að nota þrífót til slíkrar
myndatöku. Hins vegar leikur
enginn vafi á því að myndir í
hærri upplausn eru að öðru
jöfnu skýrari og betri en þær
sem eru í lægri upplausn og
þetta kemur ekki síst í ljós
þegar myndirnar eru stækkað-
ar.
Ef myndasmiðurinn þarf
bara að fá litlar myndir sem
henta á heimasíðu, í tölvupóst
eða t.d. í verðskrá , þá er nóg
að nota stafræna myndavél
með upplausnina 0,5-1
megadíll. Ef á að prenta
myndir í stærðinni 13 x 18 cm
þarf um 1,2-2 megadfla.
Myndir úr 3,3 megadfla vél er
hægt að prenta skýrar og fínar
í síðustærð íslensks dagblaðs.
Athugið að sumir framleið-
endur gefa upp háa megadfla-
tölu sem náð er með innreikn-
ingi (interpolation) og er ekki
sambærileg við raunverulega
megadfla. Þá reiknar vélin út
frá samliggjandi dflum lflcind-
in á því hvemig dflar á milli
þeirra eigi að líta út.
Myndskurður
Á stafrænum myndavélum em
tvær leiðir til að skoða og
velja myndskurð, á stafrænum
skjá eða í gegnum myndkíki.
Skjárinn notar mikið rafmagn
en er góður til að meta
myndefni og myndskurð.
Hliðmn (parallax) getur þó átt
sér stað, jafnvel allt að 20%,
Hverjir selja vélarnar?
Seljandi Fjöldi gerða Vörumerki
Bræðurnir Ormsson 10 Olympus, Nikon
Nýherji 10 Canon
Elko 7 Kodak, Hewlett Packard, Samsung, Ricoh
Kalíber (Heimilistæki) 7 Sony, Canon, Ricoh, Casio, Fuji
Sjónvarpsmiðstöðin 5 Minolta, OVC
Hans Petersen 4 Kodak, Epson
Myndval 4 Canon, Kodak
HT&T 3 Toshiba
Ljósmyndavörur 3 Fujifilm
Prentsmiðjan Oddi 3 Canon
Griffill 1 Hewlett Packard
Frihöfnin, Keflavík 18 Canon, Fuji, Kodak, Nikon, Olympus, Ricoh, Sony, Toshiba
Fteiri verslanir hafa selt og/eða selja stafrænar myndavélar, t.d. Þór og BT, en sumar sérpanta þær fyrir viðskiptavini,
t.d. Beco.
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001
11