Neytendablaðið - 01.12.2001, Page 15
það reyndist einnig svo að netverslanir í
ríkjum Evrópusambandsins brutu gegn
tilskipunum sem þar gilda.
Hvað kostar dýrðin?
Sem dæmi um þetta má nefna að all-
margar netverslanir gáfu kaupendum
ekki upp endanlegt heildarverð - að
sendingarkostnaði meðtöldum - fyrr en
eftir að hann var búinn að láta verslun-
inni í té kortnúmer sitt, en þá var sjaldn-
ast unnt að hætta við. Þetta er í full-
kominni andstöðu við bæði leiðbeiningar
OECD og tilskipanir Evrópusambandsins
og ber augljóslega ekki vott um gott við-
skiptasiðferði þar eð hár sendingarkostn-
aður getur auðveldlega gert meira en
vega upp hagstætt verð og gæti því orðið
þess valdandi að kaupandinn hætti við.
Þetta atriði ættu íslenskir neytendur ekki
síst að hafa í huga við verslun á netinu,
enda sendingarkostnaður hingað sjálfsagt
að jafnaði síður en svo lægri en til dæmis
yfir landamæri á meginlandi Evrópu.
Öðru má líka bæta hér við fyrir ís-
lenska lesendur. Jafnvel þótt netbúðin
standi sig fyllilega í stykkinu og gefi upp
heildarverð að sendingarkostnaði með-
töldum á hún þess eðlilega engan kost að
gefa kaupandanum upp hugsanlegan
kostnað við tollafgreiðslu, og til dæmis
hugsanlegan afgreiðslukostnað og/eða
heimsendingarkostnað í viðtökulandinu.
Hérlendis getur slíkur kostnaður verið
álitleg viðbót.
I tilskipun Evrópusambandsins er
einnig að finna mikilsverð ákvæði um
réttindi neytandans til að afpanta vöru
eða skila henni. Það var hinsvegar fátítt
að lesa mætti um þessi réttindi á heima-
síðum netverslana innan sambandsins.
Sérkennileg viöbrögð
Nokkrar hrakfallasögur eru sagðar í
skýrslunni og við skulum endursegja hér
eina þeirra þar sem svik virðast ekki hafa
verið í tafli heldur fyrst og fremst fá-
kunnátta og lélegur undirbúningur hjá
versluninni:
Kona sem tók þátt í könnuninni pant-
aði klæðisplagg frá www.lastminute.com
en vildi síðan skila því. A heimasíðunni
var ekki að finna neinar upplýsingar um
skilamöguleika og konan sendi því fyrir-
Viðskipti á netinu
tækinu tölvupóst og reyndi einnig
margoft að hringja. A endanum barst
henni eyðublað til að senda með flíkinni
til baka en þar var ekki að finna neitt
heimilisfang. Konan neyddist því til að
halda áfram að hringja og senda tölvu-
póst. Að lokum barst henni endurgreiðsla
fyrir flíkina. Og það má kalla skondið að
það skyldi gerast áður en konan hafði
skilað flíkinni.
Áhættusöm aðferð
I heild segja skýrsluhöfundar niðurstöð-
urnar sýna að enn sé nokkur áhætta í því
fólgin að stunda verslun á netinu og
benda á allmörg atriði sem rétt sé að hafa
í huga. Rétt er að fullvissa sig um hver
kaupmaðurinn er, hvaða skilyrði kunna
að gilda um afpöntun eða skil, hvert má
snúa sér til að bera fram kvartanir, hvort
endanlegt verð er gefið upp áður en
kaupin eru gerð, hversu langur afhend-
ingartíminn er, hvort verslunin skuld-
bindur sig til að láta ekki öðrum í té upp-
lýsingar um kaupendur og hvernig versl-
unin gætir öryggis, svo sem um korta-
númer.
Það þarf svo sem ekki að taka fram að
42 blaðsíðna skýrslu er ekki unnt að gera
fullkomin skil á tveimur síðum. Hér hef-
ur aðeins verið stiklað á stóru og ekki
verið unnt að fara í samanburð eftir ríkj-
um eða einstökum verslunum.
Aftur á móti má gera ráð fyrir að neyt-
endur sem á annað borð stunda verslun á
netinu eða eru að velta henni fyrir sér
hafi bæði netaðgang og búi yfir ensku-
kunnáttu. Þeim má því með góðri sam-
visku benda á að kynna sér skýrsluna í
heild. Hana er að finna (á pdf-formi) á
slóðinni www.consumers-
international.org /news/pressreleases/
Shop0nline2001 .html.
S-----------------------------------------
Höfum stjóm a jjármálum
jjölskyldunnar og
jœmm heimilisbókhald
Heimilisbókhald - lykillinn að bættum efnahag sem
Neytendasamtökin hafa gefið út nýtist vel til þess.
Fæst á skrifstofum Neytendasamtakanna - verð
til félagsmanna 270 krónur og til annarra 350 krónur.
________________________________________
Heimilis
x'khald
A lykillinn að
X bættum ehiahag
t I ) 7
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001
15