Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Side 17

Neytendablaðið - 01.12.2001, Side 17
Hárlitun Saga tveggja Dana sem sköðuðust í Ég var eins og skrímsl Anders Drejer Madsen er 20 ára nemi í Kaupmannahöfn. Hann hefur marg- oft litað á sér hárið, oftast svart eða al- veg hvítt. Haustið 1999 gerðist svo þetta: „Eg litaði hárið á mér svart með venjulegum lit sem hægt er að kaupa í verslunum og gerði allt nákvæmlega eins og venjulega. Eftir nokkra tíma tók ég eftir því að eitthvað var samt öðruvísi. Viðbrögð líkamans voru hröð og heiftarleg, útbrot og kláði í hársverðinum og efri hluta líkamans og andlitið bólgnaði vegna vökvasöfn- unar. Eg varð gjörsamlega eins og skrímsl, höfuðið bólgnaði svo mikið að það varð tvöfalt að stærð og það vætlaði úr hársverðinum.“ Anders hafði samband við lækni sem ráðlagði ofnæmisáburð og vildi að Anders léti krúnuraka sig því í hárinu Stöðug vanlíðan Föstudaginn 14. apríl árið 2000 fékk Lene Klarskov Jensen rautt hárskol á hársnyrtistofunni sinni. „Eg hef aldrei áður látið lita á mér hárið en hár- greiðslukonan freistaði mín, henni fannst að við ættum að gera eitthvað nýtt og ég hugsaði með mér að ef ég sæi eftir þessu þá væri þetta nú bara hárskol sem þvæst úr með tímanum.“ Næsta dag fór Lene til Englands á námskeið. I flugvélinni á leiðinni fór hana að svíða í hársvörðinn, síðan bólgnaði upp rönd á húðinni þar sem hárvöxturinn byrjar, svæðið varð rautt með smáum blöðrum sem vætlaði úr, hana sveið eins og þetta væri ætandi. Þegar til Englands kom var farið með Lene á spítala þar sem hún fékk of- næmislyf. Samt versnaði henni stöðugt, allt andlitið bólgnaði upp og vökvasöfnun var svo mikil að hún gat varla opnað augun. Bólgan leitaði einnig niður hálsinn og hún átti erfitt með andardrátt. Þá var hún lögð inn til rannsóknar og sprautuð með ofnæmis- lyfjum og verkjastillandi lyfjum. væri efni sem hann þyldi ekki. Það liðu 3-4 vikur þangað til útbrotin og bólgan hurfu, en mörgum mánuðum síðar fékk hann aftur útbrot í andlit og á hand- leggi. Sérfræðingur í húðsjúkdómum komst að þeirri niðurstöðu að Anders hefði ofnæmi fyrir svörtu litarefni. Bólgan fór að hjaðna viku síðar og fór Lene þá heim. Hún hafði samband við sjúkrahúsið í Herlev og eftir skoð- un þar var henni sagt að það versta væri liðið hjá. Um vorið og sumarið fann hún samt sífellt til vanlíðunar. „Það var einkennileg tilfinning í höfð- inu eins og það væru einhver óþægindi undir húðinni á enninu og í kringum augun,“ sagði Lena í samtali við Tœnk-Test. „Eg vann við garðyrkju- störf en gat alls ekki verið í sól svo vinnan reyndist mér ofviða.“ í ágúst, fjórum mánuðum eftir með- höndlunina á hársnyrtistofunni, fann kjölfar hárlitunar „Ég þoli ekkert með svörtum hárlit. Til dæmis má ég ekki snerta hár á öðr- um ef það er litað. Fyrir nokkrum mánuðum svaf ég í svefnpokanum mínum og varð viðþolslaus vegna þess að í pokanum leyndist þetta efni frá fyrri tíð. Ég get aldrei framar litað á mér hárið, en hugsanlega kemur að því að kærastan mín má lita sitt.“ Lena enn fyrir vanlíðan, vökvasöfnun í andliti og í kringum augun. í blóðprufu kom fram að bólgur væru enn einhvers staðar í líkamanum. Nokkrum vikum síðar fór hún að fá slæman höfuðverk og sjóntruflanir. „Mér hefur liðið hræðilega síðastliðið eitt og hálft ár. Ég er búin að missa vinnuna og hef líka glatað hluta af fé- lagslegu lífi mínu, því ég þoli ekki að vera innan um margt fólk vegna höf- uðkvalanna. Ég get ekki sannað að þessi vanlíðan stafi af hárlituninni, en ég hef á tilfinningunni að sú sé raunin, mér hefur liðið illa alveg síðan ég lit- aði á mér hárið á sínum tíma.“ NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001 17

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.