Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Side 10

Neytendablaðið - 01.12.2003, Side 10
Ertu á floti í fjármálunum? Námskeið í heimilisbókhaldi og hagsýni í heimilishaldi Neytendasamtökin bjóða félagsmönnum sínum upp á námskeið í hagsýni í heim- ilishaldi, áætlanagerð og færslu heimilis- bókhalds. Námskeiðið verður haldið í byrjun nýs árs. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja hafa góða yfirsýn yfir fjármálin sín. Farið verður yfir þau grundvallaratriði sem þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að ná yfirsýn og árangri. Farið verð- ur yfir nauðsynlegan undirbúning, m.a. hvernig áætlanir eru gerðar og notaðar, hvernig best er að standa að færslu heim- ilisbókhalds og hvernig hægt er að hag- ræða og breyta í rekstri heimilisins. Þátttaka í námskeiðinu kostar 3.500 kr. fyrir einstakling og 5.000 kr. fyrir hjón og sambýlisfólk. Námsgögn eru innifal- in. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu eru beðnir um að tikynna þátttöku ítölvupósti til Neytendasamtak- anna, ns@ns.is eða í síma 5451200. Við viljum minna á að heimilisbókhaldið er til sölu á skrifstofu Neytendasamtak- anna. Verð til félagsmanna er aðeins 270 kr. Setjifl árgjaldið á greiðslukort! Neytendasamtökin hafa þrjár leiðir til að innheimta félagsgjöld. í fyrsta lagi skuldfærir meirihluti félagsmanna árgjald sitt á greiðslukort, í öðru lagi heimsækir innheimtufólk félagsmenn og í þriðja lagi eru félagsgjöldin innheimt með gíróseðl- um. Það verður að segjast eins og er að síðast talda aðferðin er ekki vænleg fyrir félagasamtök og er hlutfallsleg innheimta mjög lág með þeirri aðferð. Að ganga f hús til að innheimta félagsgjaldið getur verið hvimleið aðferð fyrir félagsmann- inn og er auk þess mjög kostnaðarsöm fyrir Neytendasamtökin. Langódýrasta aðferðin er sú að sem flestir félagsmenn greiði árgjaldið með greiðslukorti og um leið þægilegust fyrir félagsmenn. Með því móti geta Neyt- endasamtökin sinnt betur því sem þeim ber fyrir félagsmenn. Bruðlum því ekki með það takmarkaða fé sem við höfum til neytendamála. Neytendablaðið hvetur þá félagsmenn sem nota greiðslukort að setja árgjald Neytendasamtakanna á kort- in. Minnt er á að þeir sem gera það geta skipt greiðslu árgjaldsins í tvo hluta. \ 10 NEYTENDABLAÐIÐ 4. IBL. 2003

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.