Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Side 19

Neytendablaðið - 01.12.2003, Side 19
Utskýringar á greiðsluseðli Margir hafa tekið verðtryggð lán og kann- ast því við að fá greiðsluseðla fljúgandi inn um bréfalúguna í hverjum mánuði. Fæstir hafa eflaust fyrir því að rýna í upplýsingarnar sem fram koma á greiðslu- seðlinum enda kannski ekkert allt of upplífgandi Iestur. I>ar fyrir utan gengur mörgum erfiðlega að skilja þau hugtök sem notuð eru. Neytendablaðiðfékk Auði Eir Guðmunds- dóttur, fyrrverandi þjónustustjóra og sér- fræðing hjá íslandsbanka, til að útskýra greiðsluseðil af verðtryggðu Iáni. 1. Lántaki tekur lán í mars 1995 og upp- haflegupphæðvar 1.352.493 krónur. Upp- reiknuð er upphæðin 1.693.484 krónur. Það þýðir að sú upphæð sem fengin var að láni árið 1996 myndi í dag jafngilda 1.693.484. krónum. 2. Öll lán sem tekin eru til lengri tíma en fimm ára eru verðtryggð. Verðtrygging er trygging fyrir því að tiltekin fjárhæð (lán eða sparnaður) haldi kaupmætti sínum. Lánið er verðtryggt með vísitölu neyslu- verðs á höfuðstól. Vísitala neysluverðs er reiknuð út af Hagstofu íslands og sýnir breytingar á verðlagi einkaneyslu. Það þýðir að ef einhver þáttur sem tekin er inn í vísitölu neysluverðs hækkar (t.d. bens- ín, lottómiði, raforkuverð, verð á áfengi og tóbaki) þá hækkar vísitalan og þar með höf- uðstóll lána sem eru vísitölubundin. Á greiðsluseðlinum sést að vísitalan var 176,9 stig þegar lánið var tekið en er 221,5 þegar þessi greiðsluseðill er gerður. Höfuðstóll 3. Eftirstöðvar nafnverðs fyrir greiðslu er sú upphæð sem lántaki á eftir að greiða af láninu fyrir utan áfallnar verðbætur og vexti. Höfuðstóllinn sem var í upphafi láns 1.352.493 krónur hefur lækkað niður í 608.620 krónur. 4. Áfallnar verðbætur fyrir greiðslu reikn- ast á höfuðstólinn. Verðbæturnar eru í raun uppbætur vegna verðlagshækkana. Hér sjást þær verðbætur sem hafa reikn- ast á lánið frá lántökudegi til gjalddaga síðasta mánaðar. 5. Hækkun eða lækkun verðbóta er sú breyting sem hefur orðið síðastliðinn mánuð á neysluvísitölunni. Oftast hækkar neysluvísitalan milli mánaða og á þessum seðli sjáum við að hún hefur hækkað um 2 stig frá fyrra mánuði, úr 219,5 stigum í 221,5. Eftir því sem verðbólgan er meiri því hærri verðbætur þarf lántakandi að greiða. Þeg- ar hins vegar vísitalan lækkar á milli mánaða, svokölluð verðhjöðnun, sleppur lántaki við að borga verðbætur eða fær jafnvel mínustölu íþennan reit. Verðtryggð lán eru því afar hagstæð ef verðbólgan er lág svo ekki sé talað um ef verðhjöðnun er til staðar. 6. Afborgun er 14.112 krónur. Þar af er fasta greiðslan 11.270,80 krónur að við- bættum áföllnum verðbótum af afborgun sem eru 2841,20 krónur. 7. Eftirstöðvar með verðbótum eftir greiðslu er sú upphæð sem lántaki skuldar eftir greiðslu þessa gjalddaga. Eftirstöðvar nafnverðs eftir greiðslu eru 597.350 krónur og að auki áfallnar verðbætur eftir greiðslu. 150.603,70 kr., að frádreginni afborgun. Eða samtals 747.953,70 krónur. 8. Eftirstöövar nafnverðs eftir greiðslu eru 608.620 kr. að frádreginni afborgun á nafnverði, 11.270 kr., sem gera 597.350 krónur. Á næsta greiðsluseðli mun þessi tala, 597.350 kr., standa efst sem eftirstöðv- ar nafnverðs fyrir greiðslu. Áfallnar verðbætur eftir greiðslu eru 150.603 kr. Það er áfallnar verðbætur fyrir greiðslu, 146.564 kr. aðfrádreginni afborg- un verðbóta sem er 2.841 krónur. Á næsta greiðsluseðli mun þessi tala, 150.603 kr., standa sem áfallnar verðbæt- ur fyrir greiðslu. 9. Gjalddagi. Á þessum gjalddaga er verið að innheimta 67. afborgun af 120 afborg- unum. 10. Greiðsla Afborgun á nafnverði: Upphafleg upphæð er tekin og deilt í 120 gjalddaga. Það gerir 11.270.80 krónur í fasta afborgun á mán- uði í 10 ár. Þessi upphæð breytist ekki. Afborgun verðbóta: Hér eru reiknaðar verðbætur af afborgun. Vextir: Vextirnir eru reiknaðir af eftirstöðv- um nafnverðs fyrir greiðslu, 608.620 krón- um, að viðbættum áföllnum verðbótum sem eru 146.564 krónur. Alls eru því reikn- aðir 9,25% vextir af 755.184 krónum. Tilkynningar og greiðslugjald er 410 kr. (er í dag 430 kr.). Þetta gjald lækkar ef lántaki lætur t.d. skuldfæra greiðsluseðilinn beint af reikningi sínum eða er í greiðsluþjónustu. 0526ISUNDSBANKI Suðurlandsbr. 30 REYKJAVÍK 108 REYKJAVÍK Slrnl 560 8400 SKULDABREF ('•MkKUsi 1. íebr. 2002 9 Gjalddagl 67 af 120 1. fobrúar 2002 Bankabrif núaar Vpphaflag upph«8 1.352.493 Uppralknuð 830077 1.693.484 Jöfn afborgun Vaxtlr raiknast frA og aað 1. Jan. 2002 til gjalddaga Vaxtatiaabil ar 30 dagar. Vaxtaprösanta 9.2500X Brayting vísitolu úr 219,5 í 221,5 stig Útgáfudagur 23. aars 1995 l.vaxtad. 26. júni 1996 Vextlr skv. fikvörðun tslandsbanka hf Lán verðtryggt aað vlsltðlu naysluvarBs 8 hðfuBstól Crunnvlsltala 176,9 stlg Sjálfskuldarábyrgð. 10 6REIBSLA _ HÖFUÐSTÓLL U Eftlrstöðvar nafnvarðs fyrlr gralBslu_______608.620,80 ■ _ Áfallnar varðbatur fyrir gralðslu___________146.564,30 4 0 Hakkun/lakkun varðböta _______________________6.881,00 q Afborgun 14.112.40-U 747.953,70 'J Afborgun k nafnvarði Afborgun varBböta Vaxtir Tilkynningar* og graiBslugjald Til graiSslu 11.270,80 2.841,60 5.874,30 410,00 DrAttarvaxtir raiknast fri og aað gjalddaga - - Siðasti graiðsludagur An vanskilagjalds ar 7. fabr. 2002 Eftlrstdðvar aað varðb. eftir graiðslu i Eftlrstöðvar nafnvarðs aftir gralðslu Áfallnar varðbatur aftir greiðslu 597.350,00 150.603,70 ELDRI 6JALDDAGI ÖCREIDDUR Amur kuvinjöur VnmkilaiinUUkVu Til crriAUu i -pkkliía SaMul. :n 20.396,70 VMUkllMJjki DrúurtcMir lUnii Daprtwc i F«wImw. Amun úr jjaldkcnniíl cr lullnoAarkviuun. KcU.n. Kwii-M. «ol» ia. NEYTENDABLAÐI0 4. TBL. 2003 1 9

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.