Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 21

Neytendablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 21
ingar- og útskriftardaga. Og á öskudag eru góðir foreldrar minntir á að kaupa grímu eða búning handa börnunum. Jóla- gjafaskyldan hefur verið hugfestsvo ræki- lega að svo til allir sem eitthvað bjóða á markaði reyna að tengja sig við hana. Bjóða tilvalda jólagjöf - eða aðstoð við það sem þarf að gera fyrir jólin. Fleira en framburður auglýsingaflóðsins á þátt í því að endurskapa veruleikann, og móta einhvers konar sýndarveruleika: • Verðmæti fyrirtækja ræðst af því sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði halda að gerist. • Sviðsett atburðarás söluaðila verður algengt frétta- og umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Aðalfundir BEUC Aðalfundir BEUC eru haldnir tvisvar á ári, í maímánuði og nóvembermánuði. Alla jafna eru fundirnir haldnir í Brus- sel. Þetta ár hefur einkennst af stóraf- mælum neytendasamtaka. í byrjun árs- ins áttu íslensku, norsku og hollensku samtökin öll 50 ára afmæli og í maí- mánuði fögnuðu þýsku samtökin einnig 50 ára afmæli sínu og var aðalfundur BEUC í Berlín af því tilefni. Og nú í nóv- ember héldu ítölsku neytendasamtökin upp á 30 ára afmæli sitt og var síðari aðalfundurinn því haldinn í Róm. Þessir fundir taka fyrir mjög fjölbreytileg mál. Á vorfundinum var talsvert fjallað um erfðabreytt matvæli og merkingar á slíkum vörum. Evrópusambandið hef- ur að undanförnu verið að endurskoða gildandi reglur um þetta og nú hefur verið gefin út ný tilskipun. Þetta snertir okkur íslendinga þar sem taka á upp þessa tilskipun í EES-samninginn. Það er mikilvægt að hraða því að það verði gert enda snertir það mjög hagsmuni ís- lenskra neytenda þar sem ísland er eina landið á EES-svæðinu þar sem ekki þarf að merkja erfðabreytt matvæli. Einnig hafa Bandaríkin og Kanada kært Evrópusambandið til Alþjóða við- • Stjörnuíþróttir verða meiri háttar mark- aðsvara en almenn þátttaka hverfur í skuggann. • Jólahátíð breytist í jólamarkað, jóla- gleði í jólastress, hvalveiðar í hvala- skoðun, Njála í óperettu, draugabæli í draugasetur. Fjölmiðlar í auglýsingafjötrum Auglýsingaflóðið hækkar og stendur nú orðið undir stórum hluta kostnaðar við blaðaútgáfu, hljóðvarp og sjónvarp. Ef svo heldur fram sem horfir verður hætt að krefja okkur um áskriftargjöld, fjölmiðlun í landinu verður í boði aug- Iýsenda. Það kann að virðast góður kost- ur. En kostnaðurinn er ekki gufaður upp. Það þarf ekki að skyggnast djúpt til að sjá að kostnaðinn greiðum við þegar við skiptum við auglýsendurna. Reynslan sýnir að vaxandi áhrif auglýsenda á fjöl- miðlana gera þá einsleitari. Fjölmiðill, sem fær rekstrarkostnaðinn greiddan frá auglýsendum, verður að keppa að vinsældum. Því sem þykir skemmtilegt, spennandi og auðmelt er þvf gefið gott rúm og sveipað hrífandi umbúðum mynda og lita. Slíkur öfugsnúningur ger- ir tímabært að setja fram þverstæðufulla kröfu fyrir hönd neytenda: Við heimtum að fá að borga! Afnotagjöld og áskriftar- gjöld. Til að varðveita fjölbreytnina, fá stundum annað að sjá og heyra en það sem er ódýrt og ætlað til skemmtunar. Eftir Hörð Bergmann Evrópusamtaka Evrópu á þessu ári skiptastofnunarinnar fyrir tæknilegar viðskiptahindranir vegna evrópsku merk- ingarreglnanna, en nú á að merkja þau matvæli sérstaklega sem innihalda 1% eða meira af erfðabreyttu hráefni. BEUC samræmdi mótmælabréf evrópskra neyt- endasamtaka til bandarískra stjórnvalda vegna þessarar kæru. Ný tilskipun er í vinnslu sem heimilar fleiri lyfjaauglýsingar en lyfjaiðnaðurinn í Evrópu þrýstir mjög á um aukið frelsi til að auglýsa lyf. BEUC er á móti þessu og óttast verulega og óþarfa aukningu í neyslu lyfja ef slíkar auglýsingar verða heimilaðar. Önnur tilskipun, um neyt- endalán, er í vinnslu og gæti hún snert skuldsetta íslenska neytendur verulega. BEUC tók virkan þátt í ásamt Aljóða- samtökum neytenda að móta stefnu í yfirstandandi samningalotu um Alþjóða viðskiptastofnunina (WTO) og átti full- trúa á Cancun-fundinum sem fór út um þúfur. Frjáls heimsviðskipti eru til hags- bóta fyrir neytendur og því mikilvægt að neytendasjónarmið komi sterkt inn í þessar viðræður. BEUC hefur gagnrýnt sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins harðlega og fjallað ítrekað um hana á fundum sínum. Samtökin telja hana allt of kostnaðarsama fyrir neytendur og bitni harkalega á landbúnaði í löndum þriðja heimsins. í júnímánuði á næsta ári verður kosið til nýs Evrópuþings. Vegna stækkunar Evrópusambandsins (og fjölgunar þing- manna frá nýju aðildarlöndunum) hefur verið ákveðið að á nýju þingi starfi 20 fastanefndir í stað 17 nú. Meðal annars verður sett á laggirnar ný nefnd sem á að fjalla um innri markaðinn og neyt- endamál. Auk þess er á fundunum fjallað um ýmis innri mál BEUC. Þess má geta að á und- anförnu hefur aðildarfélögum fjölgað mjög í BEUC og er þar um að ræða neytendasamtök í Mið og Austur Evrópu, þ.e. frá þeim löndum sem innan skamms koma ný inn í Evrópusambandið. Þetta hefur kallað á ýmsar breytingar, þar á meðal á lögum BEUC. Jóhannes Cunn- arsson formaður Neytendasamtakanna sat þessa fundi fyrir hönd Neytendasam- takanna.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.