Neytendablaðið - 01.12.2003, Page 22
Spurningar og svör varðandi
bílaviðskipti
Til eru ófáar sögur af bílaviðskiptum
sem minna frekar á hrossakaup. Af
þeim sökum gætir oft mikil óöryggis
hjá neytendum í bifreiðakaupum og
margir eru hræddir um að gera ekki góð
kaup. Á hverju ári leitar fjöldi ncytcnda
til Neytendasamtakanna eftir aðstoð
vegna bifreiðakaupa. FÍB veitir félags-
mönnum sínum sambærilega aðstoð.
Hér á eftir verður gerð stuttlega grein
fyrir hclstu álitamálum sem koma inn á
borð Neytendasamtakanna.
Kaup á nýrri bifreið
Almennt er nokkuð öruggt að kaupa nýja
bifreið enda eru líkur á bilun í nýjum bíl
fremur litlar. Margir neytendur bera auk
þess mikið traust til bifreiðaumboða og
gerir það oft útslagið þegar nýr bíll verð-
ur fyrir valinu.
Hver er fresturinn til aÖ tilkynna um
galla?
Samkvæmt nýjum lögum um neytenda-
kaup sem tóku gildi 1. júní 2003 er frest-
ur til að tilkynna um galla á hlutum sem
ætlaður er verulega langur líftími 5 ár frá
því að kaup áttu sér stað. í eldri kaupa-
lögum sem giltu fram til 1. júní 2003 var
frestur til að tilkynna um galla 2 ár frá því
að kaup áttu sér stað.
Hvert á að leita ef galli kemur upp í
bifreið? Samkvæmt lögum um neytenda-
kaup ber kaupanda að snúa sér beint til
seljanda eða til þess aðila
sem með samningi við selj-
anda hefur tekið að sér að
annast úrbætur gagnvart
kaupandanum. Kaupanda
ber því skylda til að leita beint
til seljanda og bera upp erindi
sitt hvort sem það er ósk um
nýja bifreið, afslátt eða viðgerð.
Hvar á að framkvæma viðgerð veg-
na galla? Ef framkvæma á viðgerð á bíln-
um ber seljanda að vísa kaupandanum á
löggilt bifreiðarverkstæði sem umboðið
viðurkennir. Ástæðan er sú að ekki eru
öll verkstæði með viðurkenndan búnað
sem er nauðsynlegur til viðgerðar á við-
komandi bifreiðartegund. Mikilvægt er
því að kaupandi leiti fyrst til seljanda,
annað getur leitt til réttindamissis.
Hver greiðir kostnað vegna viðgerð-
ar á galla? Kaupandi á ekki að greiða
neinn kostnað vegna viðgerðar vegna
galla hvorki flutningskostnað né viðgerðar-
kostnað. Krefjist umboðið t.d. þess að bíll-
inn verði fluttur á verkstæði sem er langt
frá staðsetningu bifreiðarinnar á neytand-
inn rétt á að fá greiddan allan kostnað
vegna flutnings bílsins á viðgerðarstað.
Þó verður tjónþoli að takmarka tjón sitt
sem mest. Hér er þó rétt að geta þess að
ef í Ijós kemur að bíllinn er ekki gallaður
verður kaupandinn sjálfur að greiða bæði
viðgerðar- og flutningskostnað.
Hver er réttur neytanda til
að fá nýjan bíl? Fátt er jafn
ergilegt eins og að kaupa nýja
og dýra bifreið sem reynist
svo vera gölluð. Algengt er
að kaupendur krefjist þess að
fá afhentan nýjan bíl. Ný lög
um neytendakaup gera ráð fyr-
ir því að kaupandi geti valið á
milli þess að krefja seljanda um
afslátt, viðgerð á galla eða nýja
afhendingu. Ný afhending á þó
ekki við ef fyrir hendi er hindr-
un sem seljandi ræður ekki við
eða það hefur í för með sér ósanngjarnan
kostnað fyrir seljanda. Ný afhending er
því háð mati á atvikum hverju sinni. Við
mat á því hvort kostnaður sé ósanngjarn
skal leggja áherslu á verðmæti ógallaðrar
bifreiðar, þýðingu gallans og hvort hægt
sé að beita öðrum úrræðum án verulegs
óhagræðis fyrir kaupandann. Réttur til
nýrrar afhendingar er því ekki skilyrðis-
laus. Hér er sérstaklega bent á að lög um
neytendakaup eiga aðeins við um kaup á
bifreiðum eftir 1. júní 2003. Bifreiðar sem
keyptar voru fyrir 1. júní 2003 falla undir
eldri kaupalög en í þeim lögum var réttur
seljanda til úrbóta mun sterkari og réttur
neytanda til nýrrar afhendingar veikari
en í nýju neytendakaupalögunum.
Hvaða rétt á kaupandi ef hann á ekki
rétt á nýjum bíl? Ef bifreið reynist vera
gölluð er kaupanda tryggður réttur til
22 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003