Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 24
EKKIINNHEIMTU ÁN LAGA Þann 29. október síðastliðinn var frumvarpi til innheimtulaga dreift til Alþingismanna. Frumvarpið er lagt fram í fjórða sinn en í þrígang hefur það dagað uppi á Alþingi. Neytendasamtökin hafa ítrekað lýst óánægju sinni með að frumvarpið skuli ekki hafa náð fram að ganga enda tryggir frumvarpið skuldurum sjálfsagða lágmarksvernd gagnvart innheimtuaðila. ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í þessum efnum en lög um innheimtu hafa um árabil verið í gildi í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Neytendasamtökin leggja áherslu á mikilvægi þess að innheimtuaðilum á íslandi séu settar skorður með reglum um leyfilega hámarksþóknun fyrir innheimtu. Svona verða lög til: 1. Þingmaður eða ráðherra leggur fram frumvarp til laga. 2. Fyrsta umræða fer fram og frumvarpinu er vísað til nefndar. 3. Nefndin ræðir málið og aflar umsagna frá hagsmunaaðilum. 4. Önnur umræða ferfram á Alþingi. 5. Þriðja umræða og atkvæðagreiðsla: Innheimtulög verða að veruleika. NEYTENDASAMTÖKIN - /' þína þágu! www.ns.is

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.