Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Page 5

Neytendablaðið - 01.10.2004, Page 5
anda og/eða fasteignasala er kunnugt um, upphitun og glerjun og um ástand rafkerfis, vatns- og frárennslislagna. • Föst gjöld af eigninni, áhvílandi veð- skuldir, kvaðir og önnur eignarhöft. Tilgreina skal eftirstöðvar og lánskjör, þar á meðal vexti og verðtryggingu allra áhvílandi veðskulda og geta þess hvort um vanskil sé að ræða. Um þær veðskuldir sem fylgja eiga við sölu skal enn fremur tilgreina fjölda ógreiddra afborgana. ■ Þann kostnað kaupanda sem fylgir kaupum eignarinnar, s.s. þinglýsingar- kostnað, kostnað við stimplun skjala og lántökukostnað. • Afhendingarástand eignar sem afhent er ófullgerð í samræmi við staðla Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðarins. • Húsgjöld og yfirstandandi eða vænt- anlegar framkvæmdir. Sömuleiðis skulu koma fram upplýsingar um stöðu eiganda gagnvart hússjóði og framkvæmdasjóði húsfélags. • Seljandi skal með áritun sinni á söluyf- irlit staðfesta að þær upplýsingar sem þar eru tilgreindar séu réttar. • Eignaskiptalýsing eða -samningur sé um fjöleignarhús að ræða. • Önnur atriði sem kunnugt er um, svo sem skýrslur um ástand eignar sem gerðar hafa verið. Kynning fasteignasala á eign • Við kynningu á eign sem fasteignasali hefur til sölumeðferðar skal fasteigna- sali gæta þess að upplýsingar sem veitt- ar eru um hana og lýsingar á henni séu réttar og í sem bestu samræmi við eiginleika og ástand eignarinnar. Fast- eignasali skal geta nafns síns í öllum auglýsingum. Fasteignasali skal vera sjálfstæður og óháður í störfum sínum • Fasteignasala og starfsmönnum hans er óheimilt að kaupa eign sem fast- eignasalanum hefur til verið falin til sölumeðferðar. • Fasteignasala er óheimil milliganga um sölu fasteignar búi hann eða starfsmenn hans yfir sérstökum upp- lýsingum sem þýðingu hafa við sölu eignarinnar og aðrir hafa ekki aðgang að. • Fasteignasala ber að tilkynna aðilum um það tafarlaust með sannanlegum hætti hafi hann annarra hagsmuna að gæta en þeirra sem varða greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar. Hagsmunagæsla • Fasteignasali skal liðsinna báðum að- ilum, seljanda og kaupanda, og gæta réttmætra hagsmuna þeirra. • Fasteignasali skal gæta þess að aðilum séu ekki settir ólögmætir, ósanngjarnir eða óeðlilegir kostir í samningum. Skjalagerð • Fasteignasala er skylt að annast alla skjalagerð varðandi sölu fasteignar og nafn hans skal koma Ijóslega fram á kauptilboðum, kaupsamningum, afsöl- um, veðbréfum og skuldabréfum. Öll skjala- og samningsgerð skal þannig úr garði gerð að hagsmunir beggja aðila séu tryggðir og réttarstaða hvors um sig glögg. 3. Skyldur fasteignasala eftir sölu • Eftir sölu fasteignar má segja að skyld- um fasteignasala sé lokið enda er hlut- verk hans að koma á samningi á milli seljanda og kaupanda en ekki að vera aðili að samningnum sjálfur. • Telji hins vegar seljandi eða kaupandi að brotið hafi verið á sér í tengslum við sölumeðferð er eðlilegt að viðkomandi snúi sér til hlutaðeigandi fasteignasala enda bar fasteignasalanum skylda til þess að liðsinna báðum aðilum og gæta réttmætra hagsmuna þeirra við samningsgerðina. Sömuleiðis er eðli- legt að aðili snúi sér til fasteignasalans komi upp ósamræmi milli söluyfirlits og fasteignar eða ef skjalagerð reynist ófullkomin. 4. Úrræði/afleiðingar brota eða vanefnda fasteignasala á skyldum sínum a. Almennt • Eftirlit með starfsemi fasteignasala er í höndum eftirlitsnefndar Félags fast- eignasala. • Fullnægi fasteignasali ekki lengur skilyrðum til löggildingar er honum óheimil frekari starfsemi og ber að skila löggildingarskírteini sínu til ráðu- neytisins. • Brot gegn lögunum, og reglum settum samkvæmt þeim, varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðr- um lögum. b. Ábyrgð fasteignasala • Fasteignasali ber ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störf- um sínum, af ásetningi eða gáleysi. • Starfsábyrgðartrygging fasteignasala tryggir viðskiptavini hans fyrir fjártjóni sem leitt getur af gáleysi í störfum fasteignasalans eða starfsmanna hans. Tryggingin gildir ekki um tjón sem fast- eignasali eða starfsmaður hans veldur af ásetningi. c. Samskiptanefnd Félags fasteigna- sala • Á vegum Félags fasteignasala er rekin nefnd sem tekur á móti kvörtunum frá viðskiptavinum félagsmanna í Félagi fasteignasala. í nefndinni sitja full- trúar tilnefndir af Félagi fasteignasala og er þetta því einhliða skipuð nefnd þar eð enginn fulltrúi er tilnefndur fyrir hönd neytenda. Neytendasam- tökin telja mikilvægt að komið verði á fót hlutlausri úrskurðarnefnd vegna fasteignaviðskipta með fulltrúum fast- eignasala og neytanda auk hlutlauss oddamanns. NEYIENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2004 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.