Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 9
Viö undirbúning hvers tölu- blaðs skal ákveöa hvaöa megin efni verður í því tölublaði. Svo er að safna efninu saman og verða nefndarmenn að skipta þvf á milli sín. Er allt efnið er komið, er sest niður og ákveðin staðsetn- ing hvers efnis fyrir sig í blaö- inu og hvernig setja skal það upp (hvar á að staðsetja myndir, teikningar, fyrirsagnir o.fl.). Niðurröðun efnisins fer eftir því hvert efnið er og hversu áberandi viö viljum hafa það. En ávallt skal hafa það í huga, við niðurröðun og uppsetn- ingu, að sem mestar líkur séu á þv£ aö eftir efninu verði tekið. Snyrtileg uppsetning hefur mikið aö segja. Þá er komið að fjölrituninni og heftuninni. Við dreifinguna skal reyna að sjá svo um að all- ir félagsmeðlimir fái blaðið áður en efni bess er orðið úr- elt. Fjöldi tölublaða fer síðan eftir dugnaði nefndarinnar. GÓða skemmtun Þorsteinn Sigurðsson. STARFSÞRAUT "75 I. þraut. Myndasaga. Skal þetta vera myndasaga samansett úr minnst 2 0 myndum svart-hvítum. Efni sögunnar er frjálst nema hvað það skal vera samið af meðlimum sveitarinnar. Einnig skulu myndirnar, sem auðvitað falla inn í efni sögunnar vera teknar af meðlimi sveitarinnar. Uppsetning skal fara fram á blöðum af stærðinni A4 og skulu myndirnar vera vinstra megin en textinn hægra megin út frá myndinni. Síðan kemur stærð mynda og texta til með að ráða um fjölda mynda á síðu, en hann er frjáls. Nóta skal hvert blað aðeins öðru megin. Blöðin, £ möppu, skal s£ðan senda á Blönduhlíð 35 merkt Starfsþraut I, c/o Bandalag £sl. skáta fyrir 18. marz 1975. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þrautagóöir á örlaga- stund. DRðTTð. STARFSÞRAUTIR I þessu og næstu blöðum koma til með aö birtast 6 þrautir og hafa allar DS.sveitir heim- ild til að taka þátt i þeim. Verður þetta stigakeppni og verða veitt mest 10 stig fyrir hverja þraut. Skorum við á allar DS. sveitir að taka þátt f þessu, þó markmið- ið sé ekki að sigra þá getur þetta verið skemmtileg við- bót vió starfið. Við reynum að hafa þetta frekar litlar þrautir til þess að allar sveitir geti tekið þátt i þeim. DRðTTSKATABALL.'.' Dróttskátaball verður haldið £ Tónabæ föstudaginn 21. febrilar '75 hljómsveit og diskótek. Verði verður stillt £ hóf. Sjá nánari auglýsingar f Skáta- heimilunum.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.