Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 8

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 8
BlaÖaútgáfa innan fálagsins. Nokkuö er um það að drótt- skátar gefi út fjölrituð blöð innan felaganna. Ætla ég nú að fara nokkrum orðum um útgáfu slíkra blaða, undirbúning og fl. Útgáfa félagsblaðs er tilval- ið verkefni fyrir dróttskáta og ætti þá að velja í sérstaka blaða- eða jafnvel útgáfunefnd innan sveitarinnar. heppilegur fjöldi í nefndinni er 5 manns. Við val krakka í þessa nefnd, koma þeir helst til greina, sem hafa einhverja af eftirfarandi hæfileikum til að bera; "eiga auðvelt með að koma fyrir sig orðum,- vel pennafær,- óþving- uö í framkomu,- teiknihæfileika, - þekkja inn á ljósmyndun,- þekkja inn á fjölritun. Þá hefst frumundirbúningur- inn, sem er að finna svörin við eftirfarandi spurningum: 1. Hver er tilgangur og markmið útgáfunnar? 2. A að selja bláðið eða gefa? 3. Hvernig skal fjármagna útgáf- una (fá peninga til að kosta útgáfuna)? 4. Hvert skal form blaðsins vera? 5 Hvert skal lesefni blaösins vera? Margar eru spurningarnar og svar við þeim öllum verður aö fást áður en blaðamannastarfið sjálft hefst. Við skulum þvi taka spurningarnar og reyna að finna heppileg svör við þeim. 1. Tilpangurinn: Að skapa drótt- skátum, sem áhuga og hæfileika hafa á þessu sviði, verkefni. Gott fé'lagsblað eykur samheldn- ina innan félagsins og getur einnig verið fræðandi og upplýs- andi um ýmis skátamálefni. 2. Á að selja það eða gefa: Sé tekið miö af tilganginum, næst hann best með því að gefa það. Skilyrði fyrir innanfélagsblaöi er , að allir eða sem flestir fái blaðið, en það gerist ekki ef það er selt. sama hversu lágt verðið er. 3. Fjármögnun: Kostnaður útgáf- unnar þarf ekki að vera hár, hann liggur aðallega í pappír og stenslum og svo hversu upplagið er mikið (stærð fé'l- agsins). Notið eina síðu undir auglýs- ingar og hafið þar eins margar smáauglýsingar og þið teljið heppilegt. Auglýsingarnar skulið þið fá hjá fyrirtækjum sem staðsett eru á félagssvæði ykkar, stillið verði þeirra í hóf því þetta er ekkert annað en styrkur til blaðsins. Og fyrst þetta er félagsblað er ekkert ósanngjarnt, að félags- sjóður styrkti útgáfuna og skaffi t.d. pappírinn. 4. Formið: Heppilegasta formið væri pappír að stærð A4 og hefta síðan saman á jaörinum. Nota venjulegan eða ódýran fjöl- ritunarpappír, forsíðan má gjarnan hafa annan lit. Velrita í tvo dálka niöur eftir blaöinu, inn á milli lesmálsins má gjarnan setja ljósmyndir og teikningar. Sé svo gert verður að brenna stensilinn (til þess er notuð sérstök vél, sem til er í flestum skólum og reynandi að fá afnot af henni þar, skátar £ Reykjavík geta fengiö brennda stensla á skrifstofu B.Í.S.). Heppilegt er að blaðið se' 6-8 blaðsiður m/forsíðu. Fjölrita, "íelst með bleki. 5. Efnið: Getur verið t.d. viðtöl við skáta í félaginu, kynning á sveitum félagsins og starfi þeirra, allskonar upplýs- ingar s.s. f orinpjaskrá, áætlan-- ir, fundartímar, hreingerninga- skrá, hverjir hafa lokið ýmsum prófum, utanaðkomandi upplýsingar og fréttir s.s. frá B.l.S. (og í Rvk S.S.R.), öðrum félögum og jafnvel erlendis frá. Athuga ber að allar greinar sem birtar eru séu undirritaðar af greinar- höfundi. Allt efni skal vera stutt og greinargott. Þá má fylla upp með myndum, teikning- um og skrytlum. Þá er komið að blaðamanna- starfinu. 8

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.