Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 6
6
Bœndablaðið
Þriðjudagur 30. september 1997
MjAg
ftKintalnf
/' sveitum landsins búa víða aldraðir bœndur. Segja
má að undirbúningur bœnda undir ellina geti víða
verið erfiður. Mörgum spurningum þarfað svara,
munu börnin taka við búinu, og þá hvencer? Hvað efsvo
verður ekki og hvernig gengur hjá nýju kynslóðinni að
taka við afforeldrunum?Hvað gera þeir bændur þar sem
börnin taka ekki við? Hvað verður um allar þessar jarðir
og býli? Vestur íReykhólasveit fóru ábúendur afsitt
hvorri kynslóðinni og á tveimur jörðum nýja leið.
Blaðamaður hitti þessi tvenn hjón og spurði þau um
þeirra aðferð.
I stuttu máli þá keyptu hjónin á Kletti í Geiradal
jörðina Hríshól með bústofni, vélum og öllu af ábúendum
og eigendum þar. Reynir og Gisela ábúendur á Hríshóli
búa áfram í íbúðarhúsinu, Reynir vinnur við búið um
sauðburð, heyskap og sláturtíð og eins og hann vill þar
fyrir utan ogfær í laun ákveðinn hluta affullvirðisrétti.
Eg hittifyrst hjónin á Hríshóli í Reykhólasveit, Giselu
Halldórsdóttur og Reyni Halldórsson.
Reynir og Gisela
Bærinn Hríshóll stendur
alveg við þjóðveginn. íbúðar-
húsið nær veginum en fjárhúsin
uppi í brekkunni, gríðarstór og
reisuleg, áberandi snyrtileg. Mér
er boðið kaffi og með því og við
setjumst niður í eldhúsinu.
Reynir segir mér að hann sé
fæddur í Vestmannaeyjum 1926
en alinn upp á Hríshóli frá barn-
æsku. Foreldrar hans slitu sam-
vistum og móðir hans gerðist
ráðskona hjá Birni bróður
sínum sem þá bjó á Hríshóli.
Gisela kom að Hríshóli
voriðl959. Hún er fædd 1934 í
Þýskalandi. Faðir hennar átti lítið
kaupfar og móðir hennar var með
um borð og Gisela er fædd á
skipinu í einni ferðinni. Gisela og
systir hennar voru einnig með um
borð á sumrin á ferðum til hafna
við Norðursjó og Eystrasalt. A
vetuma vom þær í Hamborg.
Þegar stríðið byrjaði fluttist fjöl-
skyldan út fyrir borgina í lítinn bæ
en í Hamborg bjuggu þau fyrsta
stríðsárið í blokk og urðu að fara
niður í kjallara í loftvamabyrgi
þegar árásir voru. Blokkin var
sprengd í stríðinu svo óvíst er
hvort þær hefðu komist lífs af
hefðu þær búið þar. Seinna
stundaði Gisela verslunamám í
Hamborg og vann síðan þar á
skrifstofu.
Gisela segist alltaf hafa verið
mikið náttúmbam og henni leið
aldrei vel í stórborg. Ættingjar föð-
ur hennar bjuggu í sveit í Þýska-
landi og þangað fór fjölskyldan í
nokkurskonar pílagrímsferð þegar
hún var 17 ára og þar kom hún
fyrst á bændabýli með kúm og
svínum og hænsnum. Þá fékk hún
þá hugmynd að svona fábrotnu lífi
vildi hún lifa. Hún tók sér síðan frí
frá vinnunni á skrifstofunni árið
1957 til að vinna á sveitabýli.
Faðir Giselu var kaþólskur en
móðir hennar mótmælendatrúar.
Fólkið sem hún var hjá í sveitinni
var kaþólskt og þama kynntist hún
allt öðmvísi lífsviðhorfum en hún
hafði kynnst áður svo sem eins og
að halda sunnudaga heilaga og fara
reglulega í kirkju og fara til skrifta.
Giselu finnst að jafnvel hafi þetta
fólk átt auðveldara með að
skemmta sér á eftir og hafi skemmt
sér fölskvalausan hátt. Þetta var
jafnframt eitt fátækasta hérað í
norðvestanverðu Þýskalandi.
Gisela og systir hennar höfðu
ferðast víða um Þýskaland á reið-
hjólum. Sumarið 1955 vann hún á
hóteli á eyjunni White á Englandi.
Launin vom lág en Gisela segir að
þetta hafa verið eitt skemmti-
legasta sumar sem hún hafi lifað.
Þarna kynntist hún stelpu sem
höfðu lík áhugamál og hún, þ.e. að
ferðast. Þær gengu með bakpoka
um alla eyna á frídögum. Síðan
ferðuðust þær stöllur um Frakk-
land.
Sumarið eftir fór hún ásamt
vinkonu sinni á Interrail til Skandi-
navíu. Þær töluðu þá um að Island
væri eftir og þangað þyrftu þær að
fara. Gisela segist reyndar hafa
lesið bók um íslenska stelpu þegar
hún var 11 ára gömul og sú bók
hafi orðið henni mjög minnisstæð.
Hún segist einnig hafa lært um ís-
land í landfræði, mundi eftir
Vatnajökli, Drangjökli og Lang-
jökli. Þannig var ísland ekkert
mjög fjarlægt. Vegna þessa áhuga
hennar á Islandi var henni gefm
bókin Salka Valka þegar hún kom
út á þýsku.
Gisela sá auglýsingu í þýsku
blaði þar sem auglýst var eftir
ráðskonum í sveit á íslandi. Hún
sótti um og fékk starf. Hildegaard
Þórhallsson, þýsk kona sem kom
hingað 1949 var með auglýsinguna
og var að ráða ráðskonur til Is-
lands.
Gisela segist strax hafa orðið
mjög hrifin af sveitinni þrátt fyrir
að allt væri mjög frábrugðið því
sem hún þekkti. Öll vinna var
mjög frumstæð en hún segist hafa
hugsað að þetta væri allt hægt að
laga. Þó segist hún kannski aldrei
hafa ætlað sér að laga svona mikið
því hún er ekkert mjög hrifin af
þessum nútíma búskap en auðvitað
varð að fylgja þróuninni, nú til
dags gengur ekki að vera með 19.
aldar búskap, segir hún.
Á Hríshóli var tvíbýli þegar
þetta var, Garðar bróðir Reynis bjó
á hálfri jörðinni með sinni fjöl-
skyldu, byggði sitt hús 1949. Bjöm
móðurbróðir Reynis átti jörðina og
byrjaði að byggja húsið sem þau
búa í nú 1954. Móðir Reynis hafði
látist 1955. Reynir hafði unnið
kauplaust á búi Bjössa frá því hann
var bam en Bjössi var jámsmiður
og var alltaf mikið í vinnu annars-
staðar, hafði greitt jörðina út í
hönd á sínum tíma. Hann vann
einnig fyrir herinn á stríðsámnum.
Reynir sá þá um búið ásamt móður
sinni. Þetta sambýli hefur um
margt verið sérstakt. Ingibjörg,
móðir Reynis, var ráðskona hjá
Bjössa bróður sínum í áratugi. Hún
átti þrjú böm og var með þau með
sér. Einstæðar mæður með þrjú
böm hafa jú alltaf átt erfitt
uppdráttar en sjá má í hendi sér að
Bjössi hefði þurft að hafa einhvem
til að hugsa um búið þegar hann
var í burtu.
Upphaflega var Gisela ráðin
ráðskona til Bjössa en þegar hann
sá samband milli hennar og Reynis
var ekki lengur um laun að ræða.
Gisela segir að Bjössi hafi átt
erfitt að skilja að hún hugsaði og
hagaði sér ekki eins og systir hans
hafði gert áður. Gisela segir að
hann hafi þó verið henni góður og
séð að hún hafði áhuga og var
dugleg.
Gisela og Reynir eiga tvö böm,
Reinhard sem er fæddur 1960,
sveitarstjóra á Þórshöfn og Ingi-
björgu sem fædd er 1963, búsett í
Grindavík, rekur þar vélsmiðju
ásamt manni sínum.
Þegar Gisela kom að Hríshóli
átti Reynir 12 kindur en á búinu
vom 100 kindur. Reynir átti þó að
leggja eitthvað til heimilisins og
kaupa áburð og fóðurbæti. Dráttar-
vél hafði verið keypt 1957.
Gisela segist strax hafa séð að
þetta gat ekki gengið, Reynir var
að verða stórskuldugur þrátt fyrir
alla sína vinnu.
Rafmagn kom í sveitina 1963
og lengi var vandamál með vatn,
lækurinn vildi þoma á sumrin í
þurrkum.
Fljótlega eftir að Gisela kom
að Hríshóli fengu þau áhuga á að
fá jörðina keypta og hefja þar sinn
búskap. Það reyndist ekki auðvelt
enda áttu þau ekkert til að byrja
með. Um tíma voru þau jafnvel að
hugsa um að fara í burtu og hefja
búskap annars staðar eða fara í
vinnumennsku en af því varð þó
ekki.
Árið 1964 keyptu þau síðan
jörðina af Bjössa og 1968 flutti
Garðar suður á Akranes og þau
keyptu einnig af honum. Reynir
ræktaði mikið af túnum. Á Hrís-
hóli var ekki mikið af auðræktan-
legu landi, mest voru það mýrar og
melar. Jafnframt stækkuðu þau
Það sem skiptir máli er að við getum búið áfram
á jörðinni okkar og Reynir fær enn að
umgangast skepnumar sem hann þekkir svo
velf sagði Gisela. Þau eru jafnframt sammála um að
það sé líka flókið þegar böm taki við búi af foreldrum
sínum en það gleymist kannski í umræðunni. Sveitung-
amir hafa átt erfitt með að skilja þetta og það er ekki
laust við að þeim sámi það pínulítið. Þeim fannst það
kostur að þekkja hjónin sem keyptu af þeim, vissu að
þetta var duglegt, hreinskiptið og velviljað fólk.
„Okkur þykir vænt um sveitina og það skiptir okkur
máli að hafa geta stuðlað að því að ungt fólk tók við
jörðinni,“ segir Gisela og Reynir bætir því við að
honum þyki mikilvægt að vel sé um gengið og hann
getur ekki hugsað sér að láta vélar spóla upp falleg tún
sem hann hefur stritað við að slétta.