Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 17
Þríðjudagur 30. september 1997 Bœndablaðið 17 Smáauglýsingar Til sölu Hvítar ullarkanínur til sölu. Upp- lýsingar gefur Heiða í síma 486 8837. Ær á góðum aldri til sölu í landnámi Ingólfs. Einnig Zetor 7745, árg. '94, með Álö 640 tækjum. Hagedorm-L kartöfluupptökuvél, árg. '80, þarfnast lagfæringar. Líka til sölu rúllubaggavagn. Uppl. gefur Einar í síma 483 3996 og 855 1610. Til sölu Rational rófuupptökuvél, tveggja raða, einföld en afkasta- mikil. Mjög ódýr. Upplýsingar í síma 567 4727 á skrifstofutíma. Til sölu rafmagnsmótor, 7,5 hö, eins fasa, rafmagnstúba 48 kW. Uppl. í síma 456 7171,456 7326. Til sölu Mercedes Benz 1513, árg. '73 með túrbínu, er á góðum dekkjum. Uppl. í síma 566 6086. Til sölu Belarus T-40, árg. '67 með tækjum. Farmal Cub, Fordson Dexta, Deutz, Ferguson og fleiri gamlingjar. Notaðir varahlutir og hjólbarðar á dráttan/élar. Uppl. í síma 464 3623, 853 3962. Fóðursíló til sölu frá MAFA tekur 5- 6 tonn, með rafdrifnum snigli. Upp- lýsingar gefur Magnús í síma 487 8378 á kvöldin og 487 8136 á vinnutíma. Atvinna Fullorðin maður óskar eftir starfi í byrjun vetrar, reglusamur, uppl. í síma 482-2664. Tvítug þýsk stúlka óskar eftir atvinnu á hestabýli næsta sumar. Einnig kemur barnapössun til greina. Hefur reynslu bæði af hrossum og bömum. Anna Ribbeck, Graf-Stolberg-Str. 65, D- 24576 Bad Bramstedt. Sími: (49) 4192 6635. Afleysingahring kúabænda i Skagafirði vantar starfsmann sem fyrst eða eigi síðar en um mánaða- mótin okt./nóv. Þarf að vera vanur mjöltum og öðrum sveitastörfum. Uppl. gefur Rögnvaldur í síma 453 8255 eftir kl. 20:30. Starfskraftur óskast í afleysinga- hring í Gnúpverjahreppi. Nánari upplýsingar í síma 486 6081. Óska eftir Óska eftir að kaupa jafnstraums- rafal, 220 Wött, 900-1100 sn„ 6 kW' eða stærri. Uppl. í síma 434 7769. Óska eftir að taka á leigu jörð í fullum rekstri. Kaup á vélum og bú- stofni. Höfum búið í 14 ár. Uppl. í síma 586 1547. Óska eftir að kaupa Kawasaki 300 fjórhjól - í hvaða ástandi sem er. Einnig óskast vinkildrif úr MF sláttu- vél. Uppl. í síma 437 1851. Þjónusta Uppstoppun! Tek til uppstoppunar dýr og fugla. Kristján Stefánsson frá Gilhaga, Laugavegi 13 560 Varma- hlíð, sími 453 8131 og 452 8154 Notaðar vélar frá Búvélum ehf Dráttarvélar MF 390, 80 hö, afturdrifinn, árg. 1991, kr. 1.350.000.- Zetor 7711,70 hö, afturdrifinn, árg. 1988, kr. 600.000.- Case 485L, afturdrifinn, árg. 1995, kr. 450.000.- Notaðar heyvinnuvélar Strautmann, heyhleðsluvagn LBT 35, 35 rúmm, árg. 1989. búvélar ehf Síðumúla 27 108 Reykjavík Sími 568 7050 Fax 581 3420 Greiðslu- skilmálar við hæfi Ýmsar aðrar vélar á skrá Hafið samband Ókeypis auglýsingar fyrir þá sem vilja selja Ef þú ert að selja eitthvað og fyllir út meðfylgjandi eyðublað og sendir okkur birtum við auglýsinguna ókeypis í blaðinu 14. október ef eftirfarandi skilyrði eru uppfvllt: -Þú verður að taka fram verð þess sem ætlunin er að selja. -Skrifa þarf texta auglýsingarinnar á eyðu- blaðið hér fyrir neðan. Ekki má hringja og biðja starfsmenn blaðsins að fylla út eyðublaðið - sé það gert þarf viðkomandi að greiða fyrir auglýsinguna. - Eitt orð í hvern reit. Greiða þarf fyrir aug- lýsingu sem er lengri en 21 orð. - Aðeins einstaklingum - ekki fyrirtækjum - er gefinn kostur á þessu tilboði. - Að sjálfsögðu getur fólk Ijósritað eyðublaðið og fyllt það síðan út. - Tekið er á móti „ókeypis" smáauglýsingum til hádegis 7. október. - Auglýsendur geta sent eyðublaðið á faxi en einnig í umslagi merkt: Bændablaðið, smáauglýsing, pósthólf 7080 127 Reykjavík. Fax Bændablaðsins er 552 3855 Nafn auglýsanda I Heimili I Póstfang Staður Sími Vor - félag framleiðenda í lífrænum búskap VOR skorar li Bi að hætta við innfliitning á nýju mjólMúakyni - og rækta (ess í stað hið íslenska kúakyn enn frekar „Aðalfundur VOR, félags framleiðenda í lífrænum bú- skap, haldinn að Sólheimum í Grímsnesi skorar á Bænda- samtök íslands að leggja nú þegar á hilluna þær hug- myndir sem uppi eru um inn- flutning á nýju kúakyni til mjólkurframleiðslu. Þeim fjár- munum sem til slíkrar tilraunar eru ætlaðir væru betur varið til enn frekari ræktunar á hinu ís- lenska kúakyni," segir í upp- hafi ályktunar frá VOR - VERNDUN OG RÆKTUN - fé- lagi framleiðenda í lífrænum búskap. Félagið hefur verið starfandi í nokkur ár og er til- gangur þess að efla lífrænan landbúnað á íslandi; vera vett- vangur umræðna um lífrænan landbúnað og að gæta hags- muna þeirra sem hann stunda. Félagið er opið öllum sem stunda lífrænan landbúnað og öðrum áhugasömum um mál- efnið. Enn fremur segir í ályktuninni að íslensku kýmar hafi síðastliðnar ellefu aldir verið ræktaðar hér á landi. Þær hafi vegna legu landsins verið einangraðar frá öðmm stofnum og aðlagast íslenskum að- stæðum, gróðurfari og veðurfari. Þær séu því öðmm stofnum betur fallnar til að nýta landsins gæði og þær fóðurjurtir er rækta má hér- lendis. „Með slíkum innflutningi væri mikil áhætta tekin að hingað berist alvarlegir sjúkdómar er slíkur ein- angraður stofn sem hér er hefur litla eða enga mótstöðu gegn. Næg dæmi em úr sauðfjárræktinni um slík mistök. Islensku kýmar em einn af örfáum upprunalegum nautgripa- stofnum í heiminum er ekki hefur að einhverju leyti verið breytt með kynbótum og blöndun við aðra stofna. Flest þau mjólkurkúakyn sem em í ræktun á Vesturlöndum eru meir eða minna að úrkynjast, m.a. vegna óæskilegrar blöndunar og ofuráherslu á að auka mjólkur- framleiðslu þeirra með öllum til- tækum ráðum. Afleiðingar þessa em m.a. að ófrjósemi er víða orðin alvarlegt vandamál, ásamt burðar- erfiðleikum, svo að beita þarf skurðaðgerðum í auknum mæli. Sé það raunvemlegt markmið að auglýsa íslenskan landbúnað undir merkjum hreinleika og hollustu, þá er ekki síst mikilvægt að viðhalda og rækta þá sérís- lensku búfjárstofna sem til em í landinu. Lfkt og reynt er að stuðla að vendun og viðhaldi fágætra jurta, náttúruperla og annarra þeirra sérkenna er land okkar hefur upp á að bjóða,“ segir í ályktun- inni. í stjóm félagsins sitja nú Þórð- ur Halldórsson á Akri í Biskups- tungum, Kristján Oddsson á Neðra-Hálsi í Kjós, Eymundur Magnússon á Vallanesi á Héraði, Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti í Gnúpverjahreppi og Bergur Elías- son í V-Pétursey í Mýrdal.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.