Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið Þriðjudagur 30. september 1997 Mli í Frá miðju ári 1994 hefur Rannsóknastofa Mj ólkuriðnaðarins mælt úrefni kerfis- bundið í öllum tank- og kýrsýnum sem stofunni berast frá mjólkurfram- leiðendum. Á ári eru því greind 48 tanksýni frá hverjum fram- leiðanda og 8 sýni úr hverri kú sem er skýrslufærð. Niður- stöðumar berast reglu- lega til framleiðenda. Samanborið við hin Norðurlöndin erum við komin fullt eins langt í að hagnýta nýjustu tækni við mælingar á þessu sviði og aðeins Finnar greina úrefni kerfisbundið í mjólkursýnum frá bændum. Niðurstöður úrefnismælinga geta gefið mikilvægar vísbending- ar um fóðrun og næringarástand kúnna, einkum er varðar prótein og orku - svo og samverkan þeirra í fóðrinu. Með tilkomu nýja fóðurmatsins fyrir jórturdýr (FEm-AAT/PBV) í ársbyrjun 1996 og úrefnismælingunum opnast nýir möguleikar til mark- vissari og hagkvæmari fóðmnar mjólkurkúa bæði hvað varðar prótein og orku. Gunnar Guðmundsson, ráðunautur BÍ í nautgriparœkt. Hvaða vísbendingar gefur úrefni í mjólk um fóórun gripanna? Urefni er köfnunar- efnissamband, - af- gangur frá próteinefna- skiptum í gripnum, sem ekki nýtist til fulls og skilst út úr líkamanum fyrst og fremst með þvagi en einnig og í miklu minna mæli með mjólkinni. Ástæður þess að prótein úr fóðrinu nýtist ekki til fulls og skilst út í formi úrefnis geta m. a. verið þær að of mikið sé af próteini í fóðrinu miðað við próteinþarfimar, og/eða að of lítil auðnýtanleg orka sé í fóðrinu miðað við prótein. Niðurstöður úr tanksýnum gefa marktækari niðurstöður Urefnið er mælt í einingunni millimól í lítra og gildin sveiflast yfirleitt á bilinu frá 0 til 12. Niðurstöður mælinga í mjólk úr einstaka kúm geta sveiflast mikið og þekkt eru áhrif ýmissa þátta á niðurstöðurnar, svo sem aldurs gripa og stærðar. Niðurstöður mælinga í tanksýnum em áreiðan- legri. Segja má að þá sé verið að mæla meðaltal úrefnis í mjólk gripanna í fjósinu sem mjólkaðir voru í tankinn. Danskar athuganir benda til að eðlilegt úrefnismagn í mjólk sé á bilinu 3 til 5 millimól í lítra. Víki niðurstöður fleiri tanksýna- mælinga í röð verulega frá þessu bili er ástæða fyrir bændur að skoða hverjar orsakir þess kunni að vera. í því sambandi má hafa eftirfarandi þætti í huga sem sjá má hér fyrir neðan. Úrefni < 3 mmól/1 Niðurstaða í tanksýninu á þessu bili í meira en 2 vikur í röð bendir til þess að of lítið sé af nýtanlegu próteini í fóðri gripanna samanborið við magn auðnýtanlegrar orku. Athuga þarf út frá niðurstöðum heyefnagreininga hvort ekki sé ástæða til að gefa kostameira hey og/eða próteinríkara kjamfóður. Hækka PBV og/eða AAT-gildið í fóðrinu. Úrefni 5-7 mmól/1 Gildi á þessu bili benda til að eitthvað sé af umfram próteini í fóðrinu sem gripimir ná ekki að nýta vegna takmarkaðrar auðnýtanlegrar orku í fóðrinu. Ekki er brýn ástæða til fóðurbreytinga ef heyát, nyt, fangsæld, heilsufar og almenn velsæld gripanna er í lagi. Úrefni > 7 mmól/1 Ástæða er til að ætla að við þessar aðstæður innihaldi fóðrið of mikið af próteini miðað við orku. Kanna hvort ekki sé ástæða til að gefa próteinminna hey eða kjamfóður með minna próteini en meiri orku. Lækka PBV-gildið í fóðrinu. Ásamt niðurstöðum úr heyefnagreiningum er úrefni handhægur mælikvarði á fóðrun. Of hátt úrefni í mjólk bendir til slakrar nýtingar á fóðurpróteini, ójafnvægis milli orku og próteins, óþarfa álags á efnaskipti gripanna og óþarfa mengunar vegna köfnunarefnistaps út í umhverfíð. Rafdrifnar mjólkurskilvindur og smjörstrokkar þ Búvélar ehf Síöumúli 27 108 Reykjavík Sími 568 7050, fax 581 3420 Búnaðapþingskosning í SkagaM hófst í gær Fóðursniglar Vélaval - Varmahlfð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Kosningar til Búnaðarþings verða haldnar í Skagafirði í haust, þar sem kjósa skal tvo fulltrúa Búnaðarsambands Skagfirðinga á þingið. 1 kjöri eru tveir listar og eru þeir þannig skipaðir: F-listi. Listi Iramtarasinnaðra bænda. 1. Jóhannes H. Ríkharösson, Brúnastöðum. 2. Anna Margrét Stefánsdóttir, Hátúni II. 3. Smári Borgarsson, Goðdölum. 4. Trausti Kristjánsson, Syðri-Hofdölum. S-listi. Skagfirski bændalistinn. 1. Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrarhvammi. 2. Bjarni Axelsson, Litlubrekku. 3. Agnar Gunnarsson, Miklabæ. 4. Þorsteinn Ásgrimsson, Varmalandi. Kjörstjóm hefur ákveðið að fram fari póstkosning á tímabilinu 20.-31. október nk. Utankjör- staðakosning hefst 29. september og fer fram á skrifstofu Búnaðar- sambands Skagfirðinga, Sæmund- argötu 8 á Sauðárkróki. Búnaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir tveimur fram- boðsfundum í samráði við listana. Verður sá fyrri í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn, 14. október en sá seinni í Höfðaborg í Hofsósi, fimmtudaginn 16. október. Báðir fundimir hefjast kl. 21:00. (Fréttatilkynning). Við höldum að upptrekkta FREEPLAY útvarpið sé ómissandi öryggistæki á íslenskum heimilum. FREEPLAY gengur, þótt rafmagnið fari og engar áhyggjur af tómum rafhlöðum. Þú færð Freeplay útvarpið hjá Vildarkjörum. Vantar þig hjólbarða, málningu, farsíma, byggingarefni eða tölvupakkann vinsæla? Við erum að bjóða út tryggingar og búvélaútboð er í undirbúningi. Hvað með áburðarútboð? Fáðu ókeypis áskrift og aðgang að samningum Vildarkjara með símtali, faxi eða bréfi. Þú færð áskriftarskírteini og fréttabréfið, sem er fullt af góðum tilboðum. Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík. Sími 553 5300. Fax 553 5360. Netfang vildarkj@ishoif.is úwa\s',é'»‘í Notaðar dráttarvélar og heyvinnuvélar Dráttarvélar Drif Arg. Moksturst. Verð án vsk. Vélarst Vst. MF iðnaöarvél 2X4 1967 Ámoksturstæki 290.000 55 hö óvíst Zetor 6245 4X4 1989 Alö 3030 600.000 65 hö 5300 MF390 4X4 1996 Trima1790 + 3ja svið 2.780.000 80 hö 450 IH Case 995XL 4X4 1993 Vedo FX15 + 3ja svið 2.050.000 90 hö 939 Ford 6640Turbo 4X4 1994 1.990.000 90 hö 1480 Fiat 80-90 DT 4X4 1990 1.150.000 80 hö 2480 Fiat 90-90 DT 4X4 1991 Alö 560 + 3ja svið 1.690.000 90 hö 3780 Fiat 80-90 DT 4X4 1992 1.390.000 80 hö 1150 Ford 7840SL 4X4 1994 Trima 1890 + 3ja sviö 2.750.000 100 hö 3160 Fiat 80-90 DT 4X4 1991 Alö 540 + 3ja sviö 1.550.000 80 hö Deutz 6207 4X4 1982 Trima 1220 650.000 64 hö 4330 Fiat 100-90 DT 4X4 1991 Alö 560 + 3ja svið 1.990.000 100 hö MF135 2X4 1977 Ámoksturstæki 225.000 47 hö Óvlst Zetor 5011 2X4 1984 300.000 50 hö 2612 Fiat 82-94 4x4 1993 1.450.000 80 hö 1390 Fiat 82-94 4X4 1994 Alö 640 + 3ja sviö 2.000.000 80 hö 2490 Aðrar vélar Árg. Gerð vélar Verð án vsk. Stærð Welger RP200/2m 1994 Rúllubindivél 990.000 123x125 Kvemeland 7510 1989 Pökkunarvél 300.000 Elho1110 1991 Pökkunarvél 400.000 Krone 3500 1984 Heyhleösluvagn 300.000 30m3 Welger RP200/2m 1994 Rúllubindivél 990.000 123x123 New Holland 841 1984 Rúllubindivél 200.000 rr r nn B usl . -'t' V VÉLAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.