Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 1
16. tölublað 3. árgangur Þriðjudagur 30. september 1997 ISSN 1025-5621 Komdn dódnu i geymslunni iverð! Núna er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga í tiltektar- hug að koma gamla dótinu í verð. Bændablaðið býður fólki að auglýsa ókeypis í næsta tölublaði sem kemur út 14. október. Hægt er að aug- lýsa til sölu allt milli himins og jarðar. Hver veit nema þú getir komið dótinu í geymslunni í verð? Aðeins þarf að fylgja nokkrum einföldum reglum sem útskýrðar eru á bls. 17 svo auglýsingin fáist birt ókeypis. Hámarhsálagning á mjólh og mjólkun/örur íelld niðui* Samkeppnisráð hefur, með vísan til markmiðs samkeppnis- laga, ákveðið að fella úr gildi há- marksálagningu á mjólk og mjólk- urvörum í smásölu frá og með 1. október. Verðtaka á framleiðendastigi Kanna á hlnt bænda í verömyndun bnvara Verið er að undirbúa verðtöku á framleiðendastigi hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og nokkrum búgreinafélögum. Framleiðsluráð felur búgreina- félögunum að annast fram- kvæmd málsins og munu þau skila mánaðarlega upp- lýsingum til ráðsins um verð og greiðslukjör einstakra af- urðategunda. Framleiðsluráð mun svo annast úrvinnslu gagna og birta niðurstöður mánaðarlega á síðum Bændablaðsins. Búgreinafélögin þurfa að semja við bændur á ýmsum stöðum á landinu um þátt- töku í verkefninu. Megintilgangur verðtökunnar er að safna á skipu- lagðan hátt upplýsingum um raunverulegt verð einstakra af- urðaflokka. Þetta verður æ nauð- synlegra eftir því sem opinberrar verðlagningar gætir minna. Þá er einnig mjög mikilvægt að unnt sé að hafa tiltækar upplýsingar um verð til bænda þannig að það liggi fyrir hver sé hlutur þeirra í endan- legu verði búvara./GÁ Bœndablaðsmynd: Jón Eiríksson Réttað í Stafnsrétt í Austur-Húnavatnssýslu Markaðsrannsókn fyrir kjötnefnd Framleiðsluráðs Meirihlim aðspurðra var andvígur inn- flnlningi á hráu kjöti Aöeins eitt prósent þeirra sem svðruðu borðar ekki kjöt Fyrir skömmu voru kynntar niðurstöður í markaðsrann- sóknar sem fjórir nemendur á vörustjórnarsviði í Tækniskóla íslands, unnu fyrir kjötnefnd Framleiðsluráðs /landbúnað- arins á síðastliðnu vori. í Ijós kom að meirihluti aðspurðra var andvígur innflutningi á hráu kjöti. Úrtakið var 1000 manna slembiúrtak úr þjóð- skrá og svöruðu 671 manns könnuninni. Þegar þátttak- endur voru spurðir hvort þeim fyndist að leyfa ætti inn- flutning á hráu kjöti, svöruðu 67% því neitandi en 26% játandi. Flestir sem voru á móti innflutningi á hráu kjöti, rökstuddu það annars vegar með því að nóg framboð væri á kjöti hérlendis (34%) eða að innflutningi fylgdi smithætta (34%), áhætta sem ekki væri þess virði að taka. Tólf prósent nefndu „íslenskt, já takk“ og 3% nefndu að þeir óttuðust aukaefni í innfluttu hráu kjöti. Á hinn bóginn, rökstuddu flestir þeirra sem fannst að leyfa ætti innflutning á hráu kjöti þá skoðun sína með því að inn- flutningur á hráu kjöti myndi auka samkepphi á markaði hérlendis, eða 42%, Þegar spurt var út í umfjöllun um landbúnaðarmál, töldu 41% sig fylgjast alltaf eða oftast með umræðunni og 93% fylgdust eitthvað, með henni. Þegar þeir sem eítthvað fylgdust með umræðunni voru spurðir hvemig þátttakendum fyndist sú umræða gagnvart landbúnaðinum, svörðu 40% því til að þeim finndist hún ósanngjöm. Stærstur hluti könnunarinnar snerist þó um þróun neyslu og hvað réð kaupum á kjöti og hvort fólk keypti yfirleitt kjöt. Þar kom m.a. fram að einungis eitt prósent þátttakenda neytti ekki kjöts. Meira er sagt frá niðurstöðum könnunarinnar á síðu 18 í blaðinu í dag. „Niðurstöður könnunarinnar eru viðurkenning á góðri framm- istöðu bænda sem og þeirra sem vinna og markaðssetja íslenskt kjöt,“ sagði Ari Teitsson, for- maður Bændasamtaka Islands. „I könnuninni kemur fram að fólk virðist sátt við framboð á til- búnum réttum sem sýnir að vinnslustöðvar eru á réttri leið. Þá er gleðilegt hve mikill skilningur er á annmörkum á því að flytja inn hrátt kjöt. Einnig er ánægjulegt til þess að vita að al- menningur gerir sér glögga grein fyrir því að það er samhengi á milli verðs og gæða. Síðast en ekki síst er það okkur - sem störfum í landbúnaði - mikil uppörvun að finna hið jákvæða viðhorf fólks til íslensks landbúnaðar.“ j / /

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.