Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 30. september 1997 Bændablaðið 19 Eldsnevtissía stutt 26561117 kr. 321 löng 26566602 kr.589 Smursía fvrir 3. cyl - 2654408 kr. 617 4. cyl - 2654403 kr. 674 4. cyl og 6. cyl 2654407 kr. 728 — peffur 'yrir ' 6rk"'s Vélar °9 MF- dra»arvéiar urnb °ðsntenri Ingvar Helgason hf. Vélavarahlutir, Sævarhöföa 2, sími 525 8040. VARAHLUTiR í LAND ROVER OG RANGE ROVER VARAHLUTAVERSLUN - SIMI 461 3016 Dagbókin Ráðstefna um ný- breytni í garð- plöntuframleiðslu Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi boðar til þriggja daga ráð- stefnu um nýbreytni í garðplöntu- framleiðslu 8. til 10. október nk. á veitingastaðnum Básnum í Ölfusi. Aðalfyrirlesari verður Ole Billing Hansen prófessor við Landbúnað- arháskólann að Ási í Noregi, sem kemur sérstaklega til landsins vegna ráðstefnunnar. Einnig verða nokkrir íslenskir fyrirlestrar, t.d. mun Ólafur S. Njálsson flytja þrjá fyrirlestra um svonefnd Alaskaverkefni. Ráðstefnan stendurfrá kl. 09:00 til 17:00 alla dagana. Skráning og nánari upp- lýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans, í síma 483-4340, alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00. Landsþing hestamannafélaga Landssamband Hestamannafé- laga heldur sitt 48. ársþing dagana 24. og 25. október á Egils- stöðum í boði Hestamannafélags- ins Freyfaxa. Ársþingið hefst kl. 10:00 að morgni 24. okt. á Hótel Valaskjálf og rétt til þingsetu eiga 122 þingfulltrúar alls staðar af landinu. Búnaðarþings- kosningar í Skaga- firði Kosningar til Búnaðarþings verða haldnar í Skagafirði í haust, þar sem kjósa skal tvo fulltrúa Búnað- arsambands Skagfirðinga á þingið. í kjöri eru tveir listar. Kjör- stjórn hefur ákveðið að fram fari póstkosning á tímabilinu 20.-31. október nk. Utankjörstaðakosning hefst 29. september. Búnaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir tveimur fram- boðsfundum í samráði við iistana. (Sjá nánar frétt á bls. 12). Tilkynningar f dagbók óskast sendar blaðinu ekki síðar en á hádegi fimmtudaginn 9. október. Faxið er 552 3855 og netfang ath@bi.bondi.i Hátl heims- markaðsverð á búvöpum og aukning á beinum greiðslum Úr skýrslu OECD um landbúnað I nýútkominni skýrslu OECD um landbúnað er fjallað um þróun á stuðningi við landbúnað og breytingar á landbúnaðarstefnunni í OECD ríkjunum. Engar grund- vallarbreytingar urðu á land- búnaðarstefnu OECD ríkjanna á árinu 1996. Stuðningur mældur með PSE lækkaði mikið en það má fyrst og fremst rekja til þess að heimsmarkaðsverð á búvörum var tiltölulega hátt á árunum 1995 og 1996. í árslok 1996 hafði verð á komi tekið að lækka sem bendir til að sú staða sem uppi var hafi verið nokkur undantekning og því ekki ástæða til að gefa eftir við þróun umbóta á landbúnaðarstefnunni. Beinar greiðslur hafa fengið vax- andi vægi í stuðningi við land- búnað og námu 23% af heildar PSE árið 1996 en meðaltal áranna 1986-88 var 18%. Framleiðslu- stýring er áberandi þáttur í land- búnaðarstefnunni þó á allra síðustu árum gæti þar nokkurra til- slakana einkum hvað snertir greiðslur fyrir að taka land úr ræktun (USA og ESB) en á móti koma auknar beinar greiðslur til framleiðenda. Salmonella veldur alvarlegum matarsýkingum Á tæplega einu og hálfu ári, þ.e. haustið 1995, allt árið 1996 og frá ársbyrjun 1997, hafa komið upp þrjú tilvik matarsýkinga af völdum Salmonella þar sem orsök- in hefur verið rakin til Sal- monella enteritidis, sem getur valdið alvarlegum sýkingum. Þetta eru fyrstu tilvikin þar sem talið er að rekja megi matarsýkingar hér á landi til þess tegund- arafbrigðis af Salmonella. Hins vegar er algengt að Salmonella enteritidis sé orsök sýkinga hjá fólki sem dvalið hefur erlendis. Það mál sem flestir þekkja er rjómabollumálið sem kom upp á síðastliðnu ári, en í þeim þremur tilvikum sem hér eru nefnd, hefur sýking verið stað- fest hjá nær 150 einstaklingum. Ætla má að þeir sem sýktust séu þó nokkuð fleiri, þar sem ekki næst til allra sem fyrir sýkingu verða. Unnið er að útgáfu upp- lýsingarits um matarsýkingar með áherslu á sýkingar af völdum Salmonella./Heimild: Fréttabréf Hollustuvemdar/Jón Gíslason. KORNBÆNDUR NÝJUNG FRÁ TP FÓDRI ÍTPFÖÐUR Skrifstofa: Lynghálsi 9 sími 587 9191 fax 587 9195 Fóðurafgreiðsla: Köllunarklettsvegi 4 sími 588 9191 Bændablaðið kemur næst út 14. október. Skilafrestur smáauglýsinga (annarra en þeirra sem fólk vill að birtist ókeypis) ertil kl. 12 á hádegi 10. október. Duun mykjudæla ská eða fyrir brunn Skurðbúnaður: 16 tennur, sker 1416 sinnum á mínútu við 540 snúninga á mínútu. Stillanleg fjarlægð milli inntaks og hræristúts, allt að 2,3 m. Auðveld í flutningi, vökvastrokkur lyftir og lækkar dæluna í haug. Ryðfrítt stál í hræristút. Uppfyllir öryggiskröfur Evrópusambandsins. Kælivifta og sérstök olía á drifi eykur endingu. Hrærikraftur er mikill eða 17000 l/min og aflþörf er um 60 hö. Öflugasta mykjuhræra og dæla á markaðnum. Við getum bent þér á fjölda ánægðra eigenda sem þú getur haft samband við. Leitaðu upplýsinga, fáðu myndlista og spólu. BÚlJÖFUR Krókhálsi 10, sími 567 5200, fax 567 5218 og farsími 854 1632.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.