Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 1
20. tölublað 3. árgangur
Þriðjudagur 25. nóvember 1997
ISSN 1025-5621
Stjórn Bændasamtakanna fjallar um niðurstöðu skoðanakönnunar varðandi innflutning erfðaefnis
Nú liggur fyrir niðurstaða úr
skoðanakönnun um afstöðu
kúabænda til innflutnings á
erfðaefni til kynbóta á ís-
lenska kúastofninum í til-
raunaskyni, samkvæmt til-
lögu Nautgriparæktarnefnd-
ar. Könnunin var gerð á
sextán kynningarfundum víða
um land dagana 10.-14.
nóvember sl. A kjörskrá voru
2.635 kúabændur og 30%
greiddu atkvæði. Meirihluti
þeirra sem tók þátt í
skoðanakönnuninni hafnaði
því að tilraunin yrði gerð.
Kúabændur völdu á milli
eftirfarandi kosta. I fyrsta lagi
voru þeir spurðir hvort þeir væru
fylgjandi því að tilraunin yrði
gerð. Já sögðu 27,4% (215), en
6,5% lögðust ekki gegn fram-
kvæmd tilraunarinnar (51). Rétt
rösk 2% tóku ekki afstöðu til til-
raunarinnar (18), en 17,6% (139)
voru andvíg því að tilraunin yrði
gerð. Andvígir öllum hugmynd-
um um innflutning voru 353 eða
44,9%. Auðir og ógildir seðlar
voru 10. í fréttatilkynningu frá
Fagráði í nautgriparækt kemur
fram að ráðið lítur svo á að með
niðurstöðum skoðanakönnunar-
innar hafi þeirri tillögu sem lögð
var fram um tilraunainnflutning
verið hafnað.
Niðurstöður skoðanakönnun-
arinnar komu til umræðu á fundi
stjómar BI í síðustu viku. Helstu
ástæður úrslitanna töldu stjómar-
menn vera áhyggjur bænda af
sjúkdómahættu sem fylgt gæti
fyrirhuguðum innflutningi og
einnig umfang hennar og mikil
dreifing erfðaefnis. Margir bænd-
ur teldu að með svo umfangs-
mikilli tilraun væri í raun og veru
verið að leggja til að skipt verði
um kúakyn í landinu. í máli
stjómarmanna kom fram að það
væri skylda BÍ að halda áfram að
leita allra leiða til þess að gera
bændum kleift að framleiða
mjólk á sem hagkvæmastan hátt,
til hagsbóta fyrir þá sjálfa og
neytendur. Enn fremur kom fram
á fundinum að það væri alvarleg
staða fyrir BÍ ef að einstaklingar
úr röðum mjólkurframleiðenda
tækju sig saman og óskuðu eftir
að fá að flytja inn erfðaefni á eig-
in vegum því að slíkt gæti valdið
því að mjólkurframleiðendur í
landinu klofni í tvo hópa eftir því
hvaða mjólkurkúakyn þeir
ræktuðu.
Fá tarí fram skoðun Yfirdýra-
læknis á innfiutningi erffiaefnis
Á fundinum kom einnig fram
að skýr svör yrðu að berast frá
Yfirdýralækni um hvaða hættur
fælust í innflutningi og hvort em-
bættið mundi heimila slíkan inn-
flutning ef umsókn bærist. Jafn-
framt yrði að fá skýringar á því
frá embættinu hvers vegna starfs-
maður þess teldi sjúkdómahættu
af slíkum innflutningi meiri held-
ur en af innflutningi erfðaefna
annarra búfjárstofna sem em-
bættið hefur heimilað á undan-
fömum ámm.
Þá töldu stjómarmenn eðlilegt
að leggja allar hugmyndir um til-
raunainnflutning til kynbóta á
mjólkurkúastofninum undir
atkvæði greiðslumarkshafa í
mjólk.
Á fundinum var eftirfarandi
samþykkt samhljóða: „Stjórn B1
dregur þá ályktun af niður-
stöðunni að ótti við að sjúkdómar
geti borist með innflutningi hafi
ráðið miklu um afstöðu þeirra
sem leggjast gegn innflutningi. í
framhaldi af því telur stjórnin
nauðsynlegt að leitað sé eftir af-
stöðu Yfirdýralœknis til hugsan-
Atkvœði greitt á einutn af mörgum kynningarfunda sem Nautgriparœktarnefnd efndi til á dögunum. Myndin er
tekin í Þingborg í Flóa. Það er Þrándur Ingvarsson bóndi í Þrándarholti sem er í þann veginn að stinga
atkvœðaseðli niður í kjörkassa. Við borðið sitja þau Jón Hólm Stefánsson bóndi á Gljúfri og Sigrún Ásta
Bjarnadóttir bóndi í Stóru Mástungu.
Nýtt
hjálparefni
við verkun
heys reynt á
Hvanneyri
Á Hvanneyri er nú gerð
rannsókn með nýtt hjálparefni
til verkunar á rúlluheyi. Það
heitir GrasAAT og er framleitt
hjá Norsk Hydro í Noregi.
Fyrirtækið tekur verulegan
þátt í kostnaði við rannsóknina
sem Búvísindadeild annast
undir stjórn Bjarna Guð-
mundssonar. Efnið er reynt á
heyi í háarrúllum á tvennum
þurrkstigum. Fylgst er ná-
kvæmlega með allri verkun
heysins og það einnig notað til
fóðrunartilraunar með haust-
lömb. Með þeim er lystugleiki
heytegundanna mældur. Þá er
fylgst með þunga-og holda-
breytingum lambanna en þeim
á að slátra í lok tiiraunarinnar
um miðjan desember nk. Valin
voru minni lömb í tilraunina
(um 30-32 kg) svo öðrum þræði
er verið að athuga hagkvæmni
bötunar smárra haustlamba á
sterku og vel verkuðu heyi.
Skýrslu um tilraunina á að
skila í janúariok nk. Verður þá
tekin ákvörðun um hugsanlegt
framhald rannsóknarinnar og
kynningu niðurstaðnanna.
Þess má geta að á síðasta ári
gerði Búvísindadeildin á
Hvanneyri umfangsmikla
rannsókn á notagildi annars
hjálparefnis í rúlluhey,
Foraform heitir það, einnig frá
Norsk Hydro sem greiddi rann-
sóknakostnaðinn að miklum
hluta. Foraform er maurasýra
blönduð nokkrum öðrum
efnum. Sýndi rannsóknin að að
Foraform bætti verkun heysins
og gerði það lystugra (fyrir
lömb), einkum lítt forþurrkað.
Til stendur að kynna niður-
stöður rannsóknarinnar hér-
lendis á næstunni.
legs innflutnings og þeirrar hœttu
sem honum kann að fylgja.
Stjórnin felur Fagráði í naut-
griparœkt að gera tillögur um
framvindu málsins".
„Niðurstaða skoðanakönnun-
arinnar þarf í sjálfu sér ekki að
koma á óvart miðað við þann
málflutning sem hefur verið við-
hafður síðustu vikumar. Þar ber
hæst skrif Sigurðar Sigurðarson-
ar, dýralæknis,“ sagði Guðmund-
ur Lárusson formaður LK. „Að
sjálfsögðu ber að fara varlega
varðandi smithættu en það höfum
við gert varðandi innflutning á
holdanautakynjum og því hljótum
við að spyrja Yfirdýralæknisem-
bættið hvort sú ákvörðun hafði
verið röng og hefta beri frekari
útbreiðslu stofnanna í Hrísey."
Guðmundur sagði að í raun hefðu
bændur, sem tóku þátt í skoðana-
könnuninni, aðeins verið spurðir
einnar spumingar. „Verið var að
spyrja um viðhorf til greinargerð-
ar Nautgriparæktamefndar sem
gerði ráð fyrir að 50-60 bændur
reyndu erfaefnið. Margir eru á
móti því að úrtakið sé svona stórt
og liggja tvær ástæður til grund-
vallar. Annars vegar það að ekki
sé aftur snúið þegar dreifingin er
orðin svona víðtæk og hins vegar
ótti um að þeir sem tækju þátt í
tilrauninni væru með betri gripi -
betri samkeppnisstöðu - þegar
henni væri lokið. Ég lít svo á að
bændur hafi ekki hafnað því að
gerð verði tilraun með öðmm
hætti. Bændur hafa sýnt það og
sannað að þeir em tilbúnir til að
gera tilraunir af þessu tagi og
nægir að nefna holdanauta-
stofnana í Hrísey. Við skulum
minnast þess að aðeins
þriðjungur kúabænda tók þátt í
könnuninni og þar af greiddu
45% atkvæði alfarið gegn öllum
hugmyndum um innflutning. Það
er því ekki hægt að líta svo á að
meirihluti kúabænda hafi greitt
atkvæði gegn því að haldið verði
áfram."
Á bls. 6 og 7 er sagt er frá
fundi í Þingborg í Hraun-
gerðishreppi þar sem bœndur
rœddu um tittögur Nautgripa-
rœktarnefndar.
Einnig er bent á greinar eftir
Sigurð Sigurðarson dýralcekni á
bls. 12 og eftir Sverri Heiðar
Júlíusson, kennara á Hvanneyri
á bls. 18.
Hagnaður fyrir laun eigenda á
sauðfjárbúum hækkaði um 11%
milli áranna 1995 og 1996, sam-
kvæmt niðurstöðum úr uppgjöri
búreikninga frá 77 sauðfjárbúum,
hjá Hagþjónustu landbúnaðarins.
Sjá nánar um óvenju litlar birgðir
kindakjöts á bls. 16.