Bændablaðið - 25.11.1997, Page 5

Bændablaðið - 25.11.1997, Page 5
Þriðjudagur 25.nóvember 1997 Bœndablaðið 5 Reiðmenn í Norðri Fremverðarsveifln Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hofi bókin „Reiðmenn í norðri". Sigurður Haraldsson, Jens Einars- son, Kári Amórsson og Gísli Páls- son tóku efnið saman. Bókin er sjöunda bindið j bókaflokknum „Hestar í Norðri“ sem Bókaútgáfan Hof hefúr gefið út undanfarin ár. í bókinni eru fjölmargir kaflar um íslenska hestinn og fólk sem á einn eða annan hátt tengist honum. I upphafi bókar er rifjað upp í megin- dráttum það | sem vitað er um hesta á Islandi frá landnámsöld og framundir miðja þessa öld. Þá er kafli um þann fræga hestamann Jón Asgeirsson á Þingeyrum og síðan ágrip af sögu leiðbeiningaþjónustu í hrossarækt hér á landi frá upphafi um miðja 19. öld og fram til vorra daga. Meginkafli bókarinnar er svo við- töl við tuttugu og tvo einstaklinga sem ýmist eru knapar, hrossa- ræktendur, hrossasölumenn eða hafa á annan hátt tengst hestinum og skarað fram úr á sínu sviði ftefömenn í norðri framvarðasveitin síðustu þrjá áratugina. „Reiðmenn í norðri" er kjörin bók fyrir þá sem vilja líta yfir svið hestamennsku á Islandi. Bókin er skemmtileg aflestrar og hefur að geyma ýmsan fróðleik um hesta og hesta- mennsku, auk þess sem hana prýðir fjöldi nýrra og gamalla ljós- mynda. Bókin er gefin út á ensku og þýsku auk íslensku, er 232 blaðsíður, kostar kr. 3.700 og fæst í flestum bóka- búðum. Auk þess er hægt að fá bókina hjá útgáfunni á Hofl í Vatnsdal. I bókaflokknum Hestar í Norðri eru áð- ur komnar út Hestar í Norðri I-IV sem fjallar um ræktunarfólk, Hrímfaxi (Hestar í Norðri V) sem fjallar um hestanöfn, Hestar í Norðri VI sem fjallar um hesta- leigur og svo nú Reiðmenn í Norðri. Allar þessar bækur hafa komið út á íslensku en margar auk þess á Norðurlandamálum, ensku og þýsku. Saman gefa þessar bækur allgóða yfirsýn yfir íslenska hestamennsku og hrossarækt og hafi Gísli Pálsson og Bókaúgáfan Hofi þökk fyrir framtakið./GS Um þessar mundir eru 70 á frá því að fyrstu skipulegu búvélaprófanirnar hófust hér á landi. Að frumkvæði Búnaðarþings var skipuð þriggja manna nefnd til að sjá um „útvegun og tilraunir með verkfæri hér á landi“ eins og það var orðað. Nefndin gerði mælingar á plógum að Blikastöðum í Mosfellssveit dagana 15.-16. september 1927. Þessi atburður er einn af þeim atburðum sem markaði tímamót við tæknivæðingu íslensks landbúnaðar og þar með búnaðarsögunnar. Ekki er vlst að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þessarar þróunar því að á þessum tíma var nær helmingur af vinnuafli þjóðarinnar við landbúnaðarstörf og þar með matvælaframleiðslu að stórum hluta. Á tiltölulega fáum áratugum tókst með markvissum aðgerðum að byggja upp atvinnulíf og hagnýta nýjustu tækni þannig að aðeins þarf nú lítinn hluta af þeim mannafla sem áður þurfti til að framleiða sama magn afurða. En framvindan var ekki stjórnlaus né án fyrirhyggju. Framámenn eins og Torfi í Ólafsdal sáu fyrir sér að með tiltölulega einföldum tækjum var unnt að létta af fólki miklu erfiði og hann lagði þv( mikla áherslu á að nemendur tileinkuðu sér framsýni í þeim efnum. Þegar innflutningur búvéla hefst fyrir alvöru skynjuðu forystumenn bænda mikilvægi þess að aðlaga hinn erlenda tæknibúnað að aðstæðum hérlendis. Þeir lögðu því kapp á að koma upp skipulegum rannsóknum og athugunum og voru þess fullvissir að þeir fjármunir skiluðu sér með margföldum hætti til atvinnuvegarins og þar með þjóðarbúsins. Ekki verður um það deilt að landbúnaður hér á landi er orðinn mjög tæknivæddur og erum við engir eftirbátar erlendra samkeppnisaðila (þeim efnum. En ákvörðun um fjárfestingu í stórvirku tæki eða í byggingum er þriójudagsspjall Rannsóknir og leiö- beiningar Grétar Einarsson, deildarstjóri Bútæknideildar RALA oft afdrifarík fyrir viðkomandi bú. Því er afar mikilvægt að það sé sem greiðastur aðgangur að öllum tiltækum upplýsingum sem viðkomandi hefur þörf fyrir. Varðandi þessar hugleiðingar er einnig rétt að hafa í huga að 25- 30% af framleiðslukostnaði búvara má rekja til bútæknilegra aðgerða þ.e. snerta vélar og byggingar. Hins vegar er sú spurning oft áleitin hjá okkur sem vinnum að þessum málefnum hvort nóg sé að gert. í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að sífellt eru meiri kröfur gerðar til þeirra sem framleiða landbúnaðarvörur ( nafni hinnar svokölluðu samkeppni bæði hvað varðar verðlag og hollustu. Af umræðum síðustu missera svo og ýmsum tölulegum staðreyndum má marka að atvinnuvegurinn eigi töluvert langt (land að ná settum markmiðum bæði hvað varðar framleiðslukostnað og afkomu framleiðenda. Þó að íslenskur landbúnaður teljist vera vel tæknivæddur er samt ótvírætt mikið svigrúm til aukinnar hagkvæmni og hagræðingar varðandi húsakost og markvissari nýtingu vélbúnaðar við framleiðsluna. Þessu til frekari staðfestingar má líta til þróunarinnar erlendis þar sem samtvinnuð þekking á ýmsum lífræðilegum ferlum og beiting tækninnar (víðu samhengi skilar hvað mestum árangri.Því er afar nauðsynlegt að rannsókna- og leiðbeiningastarfsemin taki mið af þessum staðreyndum og beini aukinni athygli inn á þær brautir. Þó að í svipinn sé víða þungt fyrir fæti með afkomu við búrekstur er nokkuð víst að með markvissri stefnumótun og sanngjömum kröfum sem falla að framleiðsluaðstæðum okkar ( hinum dreifðu byggðum, munum við í framtíðinni standa vel að vígi gagnvart erlendri framleiðslu. Grundvallaratriðið er að menn viðhaldi og efli almenna undirstöðuþekkingu, þar með færni við beitingu tækninnar, ekki síst að því er varðar innlendar framleiðsluaðstæður og láti ekki tímabundna erfiðleika villa sér sýn. Þingsályktun um lífrænan búskap Forsenda fyrir sauOfjárbúskapar Til fróðleiks sendi ég íslenskum bændum með- fylgjandi þings- ályktunartillögu til kynningar í blaðinu auk upphafs á greinargerð en þetta er aðeins brot af því sem fylgir með sem rökstuðningur í heild sinni. Við sem stönd- um að meðfylgjandi þingsályktunartil- lögu viljum ein- dregið koma því til leiðar að matvæla- framleiðsla íslend- inga verði viður- kennd sem úrvals- vara framleidd við skilyrði hreinlætis, vöruvöndunar og sjálfbæmi. Forsenda fyrir aukningu sauðfjárbúskapar. Ef menn ætla að auka fram- leiðslu kindakjöts, verður að vera til staðar markaður fyrir viðbótar- framleiðslu frá því sem nú er. Það verðum við að gera á þann hátt að við framleiðum vöm eftir óskum neytenda. En þær era að sú matvara sem þeir vilja af okkur kaupa sé vottuð vara unnin sam- kvæmt óskum neytenda í sátt við umhverfið. Átaksverkefni um lífræna og viðurkennda matvæla- framleiðslu var sett á laggimar með þings- ályktunartiilögu allra for- manna þingflokka á Alþingi 1994 - 1995 og öllum greiddum atkvæð- um. Fjármunir sem verkefninu voru ætlaðir nema 25 milljónum á ári og ætlast var til að Framleiðni- sjóður legði fram sömu upphæð á ári í 5 ár þannig að í heild ætti framlagið að vera 250 milljónir. Það sem svo gerist við fjár- lagatillögur fyrir 1998 er að land- búnaðarráðuneytið leggur til að framlagið verði lækkað um helming. Eftir liðlega tveggja ára starf hefur náðst sá árangur að æ fleiri bændur hafa með stuðningi átaks- verkefnisins hafið sókn á sviði lífrænnar framleiðslu. Má þar nefna bændur í grænmetisfram- leiðslu, mjólkurframleiðslu og kjötframleiðslu. Að auki hefur verkefnið staðið að kröftugum áróðri fyrir breyttum hugsunar- hætti í landbúnaði með útgáfu fræðsluefnis til kennslu. Það hefur verðið stuðlað að tilraunum með eyðingu lífræns úrgangs frá heimilum á Hvanneyri með því að leggja til moldargerðarvél. Baldvin Jónsson fram- kvæmdarstjóri verkefnisins hefur unnið þrekvirki í því að ná til ís- lands aðilum í græna geiranum og einnig kjötkaupmönnum sem hefur skilað þeim árangri að nú er greitt viðunandi verð fyrir hluta af umsýsluframleiðslunni sem fer til útlanda. Hver hefði trúað því fyrir tveimur árum að íslenskt lambakjöt seldist á 1200 kr. íslenskar /kg eins og nú er gert í Danmörku. Hver hefði trúað því að skilaverð til bænda væri 230 - 240 kr. enginn fullyrði ég. Að lokum þetta nú á miðju tímabili verkefnisins hefur land- búnaðarráðuneytið ákveðið að lækka stuðning við verkefnið um helming í fjárlagatillögum vegna ónógs árangurs. Ég get ekki sagt annað en þetta er lakasta aðgerð sem unnin hefur verið af hálfu ráðuneytisins í langan tíma og er þó af nógu að taka. Ég geri kröfu til bænda sér- staklega sauðfjárbænda, sem hafa orðið fyrir allt að 40% tekju- skerðingu að mótmæla fáránlegri aðgerð ráðuneytisins í þessu efni. Með kveðju til bcenda. Tillaga til þingsályktunar um markmið í lífrænni og annarri framleiðslu íslenskra matvæla. Flm.: Gísli S. Einarsson, Egill Jónsson, Svanfríður Jónasdóttir, ísólfur Gylfi Pálmason, Kristín Halldórsdóttir, Þuríður Backman. Alþingi ályktar að stefna beri að því að öll hefðbundin matvælaframleiðsla skuli vottuð á forsendum sjálfbærrar þróunar fyrir árið 2001. Á framangreindum forsendum skal að minnsta kosti 20% landbúnaðarframleiðslunnar vottaður lífrænn. Þá skal unnið að því ötullega að koma á vottunarkerfi sjávarafurða sem byggir á stjórnunarkerfi og vinnslu sjávarafurða þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi. Úr greinargerð. Nágrannalönd okkar hafa flest sett sér markmið hvað varðar landbúnaðarafurðir. Þau búa þó við þann ókost að jörð er mengaðri af völdum áburðarnotkunar á mörgum svæðum en þekkist hér á landi sem skýrist af legu landsins. En ísland getur verið forystuland hvað varðar vottun sjávarafurða nánast þarf ekki annað að gera en að byggja á því stjórnunarkerfi sem nú er unnið eftir í landinu og er í fremstu röð á heimsmælikvarða. ísland hefur þá sérstöðu að meirihluti gjaldeyristekna okkar koma úr sjávarútvegi það undirstrikar mikilvægi þess máls sem hér er fjallað um. Við getum ekki beðið eftir að aðrar þjóðir setji okkur leikreglur um hvernig skuli fara með sjávarafurðir við eigum að setja upp vottunarkerfi á þeim grunni sem við höfum byggt upp í landinu. Það má Ijóst vera að neytendur gera æ meiri kröfur um að vita um uppruna þeirra matvæla sem þeir kaupa, hvaða tegund sem um er að ræða. Það verður spurt um alla þætti þ.e. frá veiðum á fiski eða framleiðslu landbúnaðan/ara alla leið inn á borð neytenda. Spurt verður um fóður, meðferð dýra, og matvælaferilinn frá haga í maga, því verður að vinna ötullega að framgangi vottunar fslenskra matvæla gagnvart heilbrigði, hreinleika og hollustu. Miklar breytingar eiga sér stað á aðferðum við framleiðslu matvæla. Ástæðan er aukin krafa neytenda til umhverfisþátta og siðferðisþátta í umgengni við dýr, svo og um aukin gæði framleiðslu og hollustu fæðunnar. Mikilvægt er að koma á jafnvægi milli náttúruverndarsjónarmiða, gæða með tilliti til heilsufars og góðrar meðferðar á skepnum og þjóðhagslegra sjónarmiða sem lúta að arðbærum rekstri atvinnugreinanna.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.