Bændablaðið - 25.11.1997, Qupperneq 12

Bændablaðið - 25.11.1997, Qupperneq 12
12 Bændablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Aðalfundur Samtaka selabænda Sílellt eykst áhugi ð selkji og öðrum afurdum af selnum Ærii Snæbjörnsson, Bændasamtðkum (slands. Laugardaginn 15. desember sl. héldu Samtök selabænda aðalfund sinn í Reykjavík. Fundurinn var haldipn hjá Bændasamtökum Islands, Bændahöllinni og var allvel sóttur. Fram kom að sífellt eykst áhugi á selkjöti og öðrum afurðum af selnum. Þessi áhugi endurspeglast m.a. í því að selaafurðir fást nú í ýmsum búðum. Á veitingastað einum er selkjöt fastur liður á matseðlinum og svokölluð selaveisla sem haldin hefur verið um nokkurra ára skeið nýtur vinsælda. Öll haustkópaskinn sem berast eru nú send til Skinnaiðnaðar á Akureyri, þar eru þau verkuð í leður. Móttaka á vorkópaskinnum er með tvennum hætti; Öll spýtt skinn fara í út-- flutning, en Eggert feldskeri kaupir söltuð skinn í fram- leiðslu sína á flíkum. Varðandi söftun vorkópa- skinnanna hefur komið í ljós á undanfömum árum, að verkunin manna er afar mis- jöfn. Sl. vor var því gerð úrslitatilraun með söltunina. Þar kom í ljós aðferðin er fullkomlega góð og gild, ef farið eftir þeim leið- beiningum sem bændum hafa verið sendar. Fram kom að víða erlendis er komin veruleg hreyfing á sel- veiðar á ný, ásamt vinnslu á skinnunum og nýtingu annarra hluta selsins til matar. Kanadískir aðilar hafa m.a. óskað samstarfs um ýmsa þætti varðandi nýtingu selskinna og annarra afurða af selnum. í framhaldi af því hafa þeim verið send bæði vor- og haust- kópaskinn til kynningar. í Austur-Asíu eru nú góðir markaðir fyrir kynfæri brimla, þar er þessi afurð nýtt til matar og fæst gott verð fyrir ef lág- marksstærð næst. í framhaldi af þessum fréttum var auglýst eftir kynfærum brimla í fréttabréfi til selabænda, bæði sl vor og einnig í haust. Lítið hefur hins vegar borist, aðallega vegna þess að af kópnum er erfítt að ná tilskilinni lágmarksstærð. Þrátt fyrir margar fyrirspumir frá Kína fyrr á árinu varðandi sel- skinn, þá hafa viðskipti enn ekki komist á. Margir fullyrða þó að þar séu góðir möguleikar. Gestur fundarins var Erlingur Hauksson, frá Hringormanefnd, og greindi hann frá því með hvaða hætti nefndin mundi koma að selskinnaverkefninu á næsta ári. í fundarlok var rætt um þann árangur sem náðst hefur og staðan borin saman við ástandið fyrir nokkmm árum. í þessari umræðu kom í ljós, að þrátt fyrir að menn væru ekki ánægir með það verð sem selskinnin gefa, þá hefði í raun mjög mikið áunnist, fram- gangur mála væri einungis örlítið hægari en vonir stóðu til. Stjóm Samtaka selabænda er þannig skipuð:Pétur Guðmunds- son, Ófeigsfirði, formaður, en aðrir í stjóm em; Ásgeir Gunnar Jónsson, Stykkishólmi, og Haf- steinn Guðmundsson, Flatey. Er ráðlegt að breyta íslenskum kúm í norskar? Siguröur Sigurðarson, dýralæknlr á Keldum._____________ Ýmsir bændur hafa hringt til mín og óskað þess að ég birti í Bændablaðinu álit mitt á fyrir- huguðum innflutningi á fóstur- vísum úr norskum kúm. Mér finnst rétt að verða við þessu, þótt margt hafi verið skrifað og talað nú þegar um þetta mál. Bændur þurfa að vita sem fyrst allt sem þekkt er svo að þeir geti verið með í að meta, hvað vinnst, hvað glatast og hver áhættan er. Sjúkdómshætta má ekki bíða þar til einhvem tíma seinna. Mér finnst þetta vera stórmál sem ekki kemur kúabændum einum við heldur öllum bændum og reyndar þjóðinni allri. Ég nefni aðeins nokkur atriði ffá sjónarhóli dýralæknis, sem mér kemur í hug að rannsaka þurfi betur en gert hefur verið. Eftir ítarlega úttekt þarf að styðja sterkum rökum dýra "tilraun", SEM GÆTI REYNST SPOR í RANGA ÁTT.. Það em einkum veimsjúk- dómar, sem hafa þarf í huga. Slfkir sjúkdómar gera Étt vart við sig í löndum þar sem þeir hafa verið lengi og em landlægir en aftur á móti geta þeir valdið usla í búfjár- stofhum, sem lengi hafa verið ein- angraðir eins og íslensku búfjár- kynin, þar með talinn kúastofiiinn íslenski. Við höfum bitra reynslu í þessum efnum þar sem em áföll af völdum innflutnings fyrr og síðar. Ég nefni hér nokkur atriði, sem athuga þarf betur áður en lagt er í hæpna tilraun: Ég nefhi einnig kvilla og sjúkdóma, sem óþekktir em nú en geta átt eftir að koma fram. Slíku er ómögulegt að veijast. Þetta skilja menn kannske illa, átta sig ekki á því, að annað kastið koma fram nýir sjúkdómar. Smit- hætta getur verið áður en sjúk- dómur kemur fram og í nokkur ár á eftir vegna tregðu, jafnvel óvilja í greiningu og skráningu í við- komandi landi. Hvemig var með kúariðuna? Henni veldur örsmátt og ótrúlega lífseigt protein sem talið er komið frá sauðfé. Hún var líklega búin að malla í 4-8 ár í Eng- landi áður en hún var greind 1986. Það tímabil og reyndar í nokkur ár eftir vom seld erfðaefni, lifandi gripir o.fl. hugsanlega smitmengað frá Englandi í ýmsar áttir. Er ráðlegt fyrir okkur, sem emm á góðri leið með að útrýma riðuveiki að kaupa fósturvísa úr nautgripum frá Noregi þar sem riðuveiki er eins útbreidd og hún er orðin? Þar em ekki vamarhólf eins og hér og mun síðar var gripið til aðgerða þar en hér. 1. Smitandi slímhúðapest í nautgripum er pestar-veirasjúk- dómur, sem sýkir einnig sauðfé. Nýleg prófun á tankmjólk frá 253 kúabúum og blóðsýnum frá ein- stökum gripum víðs vegar á íslandi hefur gefið hreinar og tærar niðurstöður. Engin einkenni hafa bent til slíkrar sýkingar í naut- gripum eða sauðfé hér. Veira þessi er í Noregi. Fyrir fáum ámm í u.þ.b. 35% norskra nautgripa, sem prófaðir höfðu verið. Ástandið er enn verra í Svíþjóð og Danmörku en í Finnlandi talsvert skárra. Þessi tala er orðin lægri í Noregi vegna mikilla og kostnaðarsamra aðgerða, sem gripið var til þar svo að betri staða næðist gagnvart Evrópu- sambandinu. Ef sagt verður með gildum rökum, að land sé laust við þessa veiki, er unnt að neita varasömum innflutningi á land- búnaðarvömm frá Evrópu þrátt fyrir EES-samninginn, sem skyldar til ftjálsrar verslunar. Þessa stöðu, sem ég tel einstæða í Norður- Evrópu höfum við og þurfum ekki að beijast fyrir henni eða kosta neinu til. Það þarf sterk rök til að leggja slíka stöðu í hættu. Þetta þarf að íhuga. Fyrr vom fósturvísa- flutningar taldir hættulausir. Nú er vitað að þetta er rangt. Veiran gefin- borist með fósturvísum nautgripa. Hún berst einnig með sæði. Hve mikil er áhættan? Sagt er frá rannsókn á þessari veiru í nýjasta eintaki af ensku dýralæknablaði, sem ég hef í höndum. Hún fannst í eggjastokkum, eggjum og fósturvísum. Þetta er ný vitneskja. Veiran veldur „Border disease“ í sauðfé og geitum (Bítlaveiki) og er náskyld svínapest(Swine fever). Sauðfé smitar nautgripi og naut- gripir sauðfé skv. nýrri doktors- ritgerð sænskri. Veiran finnst í norsku sauðfé og þótt menn nái smitinu niður í nautgripum þar með kostnaðarsömum aðgerðum er sauðféð eftir sem áður smitað og getur sýkt kýmar. Unnt er að prófa foreldra fósturvísa og taka aðeins erfðaefni úr þeim sem engin mót- efni em með, en öll slík próf em ónákvæm og skilja eftir óvissu. Þvo má eða sótthreinsa erfðaefnið og minnka enn áhættuna. Þó er ennþá óvissa. Sú óvissa og smithætta magnast við endurtekinn innflutning. Auk þess sljóvgast varúð manna á löngum tíma. Það sem unnt er að fyrirbyggja að mestu eða öllu leyti með mikilli varúð við innflutning í eitt skipti er erfiðara að girða fyrir svo tryggt sé, þegar mörgum sinnum þaif að flytja inn eins og efalaust verður, ef farið yrði af stað með „tilraun“ þessa. Tilraunir með innflutning em ekki réttlætanlegar ef þær fela í sér hættu, sem ekki er hægt að veijast. 2. Smitandi hvítblæði(Enzootic bovine leucosis) er retroveim- sýking í nautgripum og sauðfé. Hún barst til Noregs fyrir ekki löngu. Ég veit ekki til þess að henni hafi verið útrýmt. Sá sjúkdómur hefur aldrei borist hingað til lands svo ég viti. 3. RS-veimsýking í öndunar- fæmm kálfa og kúa (Respiratory syncytial-vims) barst nýlega til Noregs (fyrir 2-3 ámm) og olli þar talsverðu tjóni og uppnámi. Mér er ekki kunnugt um að tekist hafi að útrýma henni ennþá. Hún hefur heldur aldrei verið staðfest eða gmnur vaknað um hana hér. Hins vegar hafa fundist mótefni gegn veimm af þessum flokki í kúm á nokkmm kúabúum og er talið að þar sé um að ræða áhrif veiru af þeim flokki, sem veldur sjúkdómi í ungbömum en ekki sjúkdómi í nautgripum. 4. Nýlega hefur Stefán Aðal- steinsson fv. framkvæmdastjóri Norræna genbankans fyrir búfé bent á að íslenskar kýr skari ffam úr kúakynjum í nágrannalöndum hvað varðar tvö mjólkurprótein. Annað er heppilegt varðandi osta- gerð (kappa-kasein) og hitt (beta- kasein Al) hefúr þýðingu varðandi sykursýki. Umhverfisháð sykursýki er fátíðari hér á landi en erlendis þar sem þetta hefur verið rannsakað. Þetta er þakkað mjólkinni, en þarfhast þó nánari rannsóknar. Ekki getur verið einkamál kúabænda að breyta mjólkinni með innflutningi á öðm kúakyni ef hætta er á því að sykursýki aukist fyrir komandi kyn- slóðir eða smithætta skapist fýrir sauðfé. 5. Er skynsamlegt að stefna á hymt kúakyn þar sem afhoma þarf alla kálfa? Em líkur á því að þröngt verði einhvers staðar í gömlum Qósum fyrir nýjar og stærri kýr. Hvað með dýravemd og vistvæn viðhorf? Fá menn fjármagn til að endumýja og stækka fjósin sín? Hvar verða þeir peningar teknir? Er kannske hætta á að bændur sem tæpt standa flæmist frá búi vegna óviðráðanlegs kostnaðar ? 6. Væri betra að efla með áhrifamiklum og nýtískulegum ræktunaraðferðum úrbætur á júgur- gerð og spenalagi íslensku kúnna? Þegar mjólk vantaði í landinu var eðlilegt að láta nythæð vega lang þyngst í kynbótastarfi. Er kominn tími til að breyta stefnu? Getur verið að sumir séu óvitandi að skemma júgrin á kúnum sínum með rangri stærð af spenagúmmíum? Þessar spumingar og fleiri hafa vaknað. Við vitum um menn í flestum sveitum hér á landi, sem geta búið við hámjólka kýr án umtalsverðra sjúkdóma og ná lágri frumutölu. Hvers vegna geta ekki allir eða flestir þetta? Er hærri fmmutala í mjólk hér en í grann- löndum vegna þess að við emm að byija nú en þeir hafa unnið að því að ná henni niður í áratug? Vantar ekki á skilvirka fræðslu, sem leiði til fyrsta flokks meðferðar á kálfum, ungviði og fullorðnum gripum, sem er undirstaða fyllstu afurða? Ekki má gefa úrvalskúm annað en úrvals heyfóður. Hvers vegna geta sumir bændur en ekki allir verkað slíkt hey hvemig sem viðrar? Vantar skilvirka ffæðslu hér? Ekki verða allir gerðir að snilhngum, en langt má komast. Þekkingin er til en á vantar að flestir fái tækifæri til að tileinka sér og nýta gmndvallarþekkingu. Er ekki líklegt að vemlega aukin þekking, sem mönnum er hjálpað til að nýta sér, skih þeirri hag- kvæmni í kúabúskapinn sem til þarf? Við vitum hvað við höfum, ekki hvemig nýr stofn reynist við okkar aðstæður. Ég er hræddur um að hann færi okkur ný vandamál. I þungum kynjum em ýmsir aðrir sjúkdómar en í léttum kynjum t.d. er mun meiri hætta á fótameiðslum (sólamar) og varanlegum vöðva- skemmdum á legukúm. Júgurbólga og ófijósemi er vel þekkt í grann- löndum okkar. Hánytjakýmar útlensku þurfa meiri kjamfóður- gjöf. Það leiðir til aukins súrdoða, snúnings á vinstur, vambarsúmar og kvikubólgu. Meira kom þarf að flytja inn. Það yrði tekið ffá fóUci í hungraðum heimi. Skref yrðu tekin í áttina ffá vistvænum búskap, hvað þá lífrænum. Em ekki líkur á því, að þeir sem eiga erfitt með að búa við íslenskar kýr lendi í sömu erfiðleikum með þær norsku og rekist að auki á þeim áður óþekkt vandamál? Em menn viðbúnir því að meðalaldur kúnna verði aðeins 4 ár, að tvö mjaltaskeið náist að jafnaði og endumýja þurfi 40% kúnna árlega? Er það ekki biýnasta verkefni sem við blasir að efla stórlega fræðslu, fylgja henni eftir og sjá hveiju það skilar áður en hafinn er varasamur innflutningur? Fræðsla af þessu tagi með virkri þátttöku starfandi ráðunauta og dýralækna er bráðnauðsynleg og yrði að miklu gagni þótt menn búi við gömlu góðu kýmar áfram og gera væntanlega óþarfar hugmyndir um innflutning. 14. nóv. 1997.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.