Bændablaðið - 30.03.1999, Side 1

Bændablaðið - 30.03.1999, Side 1
6. tölublað 5. árgangur Þriðjudagur 30. mars 1999 ISSN 1025-5621 Þeir físka sem róa Bœndablaðsmynd: Þröstur Reynisson Eitt þeirra mála sem fjallað var um á Búnaðarþingi 1999 voru hin fornu réttindi, sem fylgt hafa jörðum á íslandi frá því land var numið, til hvers konar veiða úr sjó, rétturinn til útræðis. Ályktunin hljóðaði svo: „Búnaðarþing 1999 fer þess á leit við stjórn BI að hún leiti leiða til að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögum.“ Reynir Bergsveinsson, fyrrverandi bóndi í Fremri-Gufudal, sem slær þang á Breiðafirði á sumrin. Til ferði á milli sláttuprammans og lands notar hann bátkænu, sem er lipur til slíkra flutninga þótt lítil sé. Á vissum árstímum er fiskur enn á ný kominn inn um eyjasund á Breiðafirði og minnir það marga á fiskigengd fyrr á tímum. Reynir brá sér nokkra metra út á Flateyjarsund í fyrra og veiddi vel, en Reynir er einn þeirra sem gjarnan sækir sér fisk í soðið. En vel á minnst, jafnvel þótt hann veiði innan netlaga má hann ekki selja afiann. Meðfylgjandi texta lét Reynir fylgja með myndinni, sem hann afhenti Árna Snæbjörnssyni, hlunnindaráðunauti BÍ, við upphaf Búnaðarþings 1999. „Ég skora á Bændasamtök Islands að sækja og verja rétt manna til fiskveiða í eigin netlögum og víðar þar sem það á við.“ /ÁS Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna Rekstrarhagnaður og arður greiddur fil félagsmanna Gðfl afkoma SS Sláturfélag Suðurlands skilaði hagnaði af rekstri sínum á síðasta ári fimmta árið í röð. Hagnaður af rekstri félagsins var 11 milljónir króna á síðasta ári og er það 30 milljóna króna aukning frá árinu áður. Er þessi afkoma þökkuð samstilltu átaki allra sem að félaginu standa og þeirrar neytendatryggðar sem félgið nýtur. Bæði tekjur og gjöld jukust hjá félaginu og dótturfélagi um rúmar 200 milljónir. Veltufé á árinu var 231,2 milljónir og jókst um 16% milli ára. Eiginfjárhlutfall var 45% á síðasta ári og hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1994 þegar það var 15%. Félagið vann á síðasta ári 327 ársverk samanborið við 318 árið 1997. Á aðalfundi SS sem haldinn var á föstudag var lagt til að greiddur yrði 7% arður af nafnverði hluta í B-deild stofnsjóðs og reiknaði yrðu 7% vextir á höfuðstól inneigna í A- deild stofnsjóðs. Á síðasta ári lauk Sláturfélag Suðurlands við stækkum kjötvinnslunnar á Hvolsvelli. Sláturhúsum hefur einnig verið fækkað. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þetta hafa skapað grundvöll fyrir góða nýtingu húsanna og hagkvæman rekstur. Á árinu 1999 er gert ráð fyrir svipaðri afkomu og á síðasta ári. Rekstrarhorfur eru taldar nokkuð góðar. Aðalfundur Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík var haldinn fyrir skömmu. í ársreikningi vegna ársins 1998 kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins og dótturfélaga þess voru á síðasta ári 4.411 milljónir króna, sem er 14% aukning frá árinu 1997. Rekstrargjöld samstæðunnar hækkuðu um 12% milli ára og námu í fyrra 4.141 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 270 milljónir króna, en á árinu 1997 var sam- bærilegur hagnaður 168 millj- ónir. Samþykkt var að greiddur yrði arður til félagsmanna sem næmi 6,3% af verðmæti innlagðrar mjólk- ur. Það eru að meðaltali 2 krónur á hvem innveginn lítra til þeirra félags- manna sem voru innleggjendur hjá Mjólkursamsölunni á árinu 1998 eða samtals tæpar 34 milljónir króna Á fundinum var einnig samþykkt að fela stjómum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Mjólkurbús Flóa- manna að hefja skoðun á möguleik- um til aukinnar samvinnu um mót- töku, vinnslu og dreifmgu mjólkur og kanna jafriframt leiðir til enn nán- ara samstarfs með frekari hagræð- ingu að leiðarljósi. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna Aðalfundur MBF var haldinn í síðustu viku. Þar kom ffam að heild- artekjur Mjólkurbús Flóamanna námu kr. 2.550 millj. og hækkuðu um 198 millj. eða 8,4 % á milli ára. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og skatta námu ki. 2.408 millj. Hækk- uðu um 167 millj. eða 7,5 % milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam kr. 142 millj. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 196 millj. en 146 millj. árið áður. Verulegur afkomubati skýrist m.a. af því að hagræðingar- aðgerðir undanfarinna ára skila sér auk þess sem bætt gæði innlagðrar mjólkur skila sér í bættri nýtingu. Ymsar endurbætur á framleiðsluað- stöðu sem unnar hafa verið með samstilltu átaki stjómenda og starfs- manna hafa skilað hagræðingu og verulega bættum rekstrarárangri sem gerir það að verkum, að hægt er að greiða í arð til framleiðenda um 89,3 millj. krónur sem nemur 7,02% af innleggsviðskiptum og gerir u.þ.b. kr. 2,25 pr. innveginn ltr. Til ráðstöfunar skv. rekstrar- reikningi em kr. 131,5 millj. Hagnaði er ráðstafað þannig: Arður til framleiðenda kr. 89,3 millj. þ.af kr. 9,9 millj. lagðar í stofrisjóð. Vextir í stofnsjóð og vara- sjóð kr. 26,5 millj. í varasjóð em lagðar kr. 14,5 millj. Afkoma dóttur- félags kr. l,2millj. Sjábl. 18. Ferðamannafjósið á Laugarbökkum: Kúrekadans og sóleyjarbarinn vekja athygli Aðsóknin að ferðamannfjósinu að Laugarbökkum í Ölfushreppi hefur verið góð í vetur og það em miklir annatímar framundan. Markaðsetning síðustu ára er greinilega að skila sér því það er mjög mikið um erlenda hópa, sem koma til að skoða fjósið í svonefndum óvissu- og ævintýraferðum. Ferðamannafjósið hefur slegið í gegn hjá erlendum ferðamönnum og hafa verið að koma nokkur hundmð gestir um hverja helgi. Þorvaldur Guðmundsson, ferðaþjónustubóndi, er að vonum ánægður með þessa góðu aðsókn og hann og starfsfólkið í fjósinu slær alltaf á létta strengi með ferðamönnunum. Það nýjasta er að bjóða gestum upp á kennslu í kúrekadansi í fjósinu og Sóleyjarbarinn í hlöðunni er líka mjög vinsæll áningarsstaður. Á myndinni má sjá Þorvald fræða erlenda gesti um lífið í sveitinni./MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.